Hversu traust verður samstarf Obama og Cameron?

Obama og Cameron
Ef marka má stöðuna á hinu pólitíska sviði í dag munu Barack Obama, verðandi forseti Bandaríkjanna, og David Cameron, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, þurfa að vinna vel saman á næstu árum, sérstaklega ef Cameron verður húsbóndi í Downingstræti 10 eftir næstu þingkosningar í Bretlandi. Sögusagnir af samskiptum þeirra og stirðum samtölum í London í Evrópuför Obama í júlí vekur samt spurningar um hversu vel þeir muni ná saman.

Báðir eru þeir fæddir á sjöunda áratugnum og hefur tekist að leiða flokka sína úr eyðimerkurgöngu í pólitískri baráttu; Obama eftir tvo ósigra demókrata í forsetakjöri og Cameron eftir þrjá ósigra breskra íhaldsmanna. Mér finnst kjaftasögurnar um að Obama hafi fundist Cameron léttvigtarmaður í ósamræmi við samskipti þeirra í sumar og sérstaklega þegar hluti einkasamtals þeirra varð opinber vegna þess að þeir voru nálægt hljóðnemum fjölmiðla.

Þó að Obama og Cameron séu úr flokkum sem taldir eru til hægri og vinstri er þar með fjarri því sagt að kuldi verði í samskiptum þeirra síðar meir. Þegar George W. Bush var kjörinn forseti Bandaríkjanna í stað Bill Clinton fyrir átta árum áttu flestir von á því að samskipti hans og Tony Blair yrðu mjög stirð og erfið, einkum í ljósi þess hversu vel Blair og Clinton náðu saman auk þess sem eiginkonur þeirra voru í miklum samskiptum.

Engu að síður varð Tony Blair einn nánasti bandamaður Bush á forsetaferli hans og fylgdi honum alla leið í Íraksstríðinu. Allt þar til Blair hvarf af hinu pólitíska sviði voru samskipti þeirra mjög mikil og var þeim líkt við fóstbræður þegar Blair flutti úr Downingstræti 10. Samskipti Gordon Brown og Bush hafa verið lágstemmdari en samt talsverð.

Þegar kemur að því að vinna saman skipta flokkstengsl ekki öllu máli eða ólíkar grundvallarskoðanir í pólitík. Þetta sannast allavega á Bush og Blair sem voru eins og ein heild að margra mati í huga þeirra sem áður áttu von á því að þeir gætu ekki unnið saman.

mbl.is Ekki hrifinn af Cameron
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband