Davíð sniðgengur íslensku fjölmiðlana

Mér finnst Davíð Oddsson senda mikil og öflug skilaboð til íslensku fjölmiðlanna, bæði í viðtalinu við danska blaðið og með því að veita kínverskum fjölmiðli einkaviðtal við sig í dag, eftir fundinn í viðskiptanefnd. Þeir fengu lítinn sem engan aðgang að honum í morgun. Þetta getur ekki orðið flóknara en orðið er. Hann sendir þvílíku skammtana til fjölmiðlanna og segir reyndar í danska viðtalinu að hefðu fjölmiðlarnir í landinu virkað en ekki verið málpípa auðmannanna sem þá áttu hefðu þeir getað staðið sig í stykkinu.

mbl.is Miserfitt að hætta í pólitík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Þetta verður æ dularfyllra eftir því sem lengra líður.

Skyldi Davíð ekki vera búinn að segja beint og óbeint það sem hann telur ástæðurnar fyrir hinum harkalegu viðbrögðum Breta?

Á fundi Viðskiptaráðs talaði hann um að ef erlendir bankar hefðu vitað hvernig í pottinn var búið með skuldsetningu og stórkarlalega gírun íslensks viðskiptalífs, þá hefðu þeir þetta og hitt. Vissu ekki bankarnir þetta? Er ekki búið að benda á meginástæðuna?

Er hugsanlegt að bridge-spilarinn knái sé með hunda á hendi og sé að blöffa sig út úr þessu með póker töktum? Nei, ég segi svona!

Flosi Kristjánsson, 4.12.2008 kl. 15:54

2 identicon

Það er í lagi að Davíð sniðgangi fjölmiðlana þar sem þeir eru ekkert annað en ruslpóstur og eiga stórann þátt í að allt er á heljarþröm í þessu landi.

En hvernig væri að þið þessir svokölluðu bloggarar hættu nú að skrifa um Davíð, Ingibjörgu, Geir eða aðra í ríkisstjórn og færuð að skrifa og kasta skít í þá raunverulegu glæpamenn sem komu landinu á hausinn, eins og  Björgólf og son Jón Ásgeir Hannes Smára  bankastjórnendur og fleiri.  ÞAÐ ERU HINIR RAUNVERULEGU GLÆPAMENN.

Kristinn M (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 16:24

3 identicon

Hvaða þvaður er þetta fjölmiðlana, hvar var Mogginn eiginlega.  Þetta er bara bull og þvaður í DO, hann er bara algjörlega kominn út fyrir allt og ótrúlegt að bankastjórn Seðlabanka sitji undir þessu. DO lætur taka viðtal við sig í einhverjum smásnepli í einhverju krummaskuði í Danmörku, kannski að það þurfi að fara að lesa öll blöð og héraðsfréttablöð og þar fram eftir götunum úti um allan heim til að lesa um þessar svokölluðu viðvaranir hans sem enginn hér á landi kannast við.  Dæmalaus tilviljun að þetta viðtal við hann birtist sama dag og hann á að mæta fyrir viðskiptanefnd Alþingis, eða hvað finnst ykkur.  Mér finnst vera skítalykt af þessu.  Hann var bara búinn að skjóta sig í fótinn, hefur engin svör fyrir viðskiptanefnd og reynir því að draga athyglina að öðru og vitið menn, fjölmiðlarnir spyrja hann ekkert nánar út í þessa bankaleynd sem hann ber fyrir sig, en hafa því meiri áhuga á hvort hann ætli í stjórnmál aftur...........aftur????? hvenær hætti hann að skipta sér af stjórnmálum. 

Jónína (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband