Skynsöm ákvörðun Valgerðar Sverrisdóttur

Ég tel að það sé skynsamlegt hjá Valgerði Sverrisdóttur að gefa ekki kost á sér til formennsku í Framsóknarflokknum. Með þessu opnar hún fyrir kynslóðaskipti í forystusveit flokksins og tryggir að hann geti stokkað sig upp án aðkomu þeirra sem hafa tilheyrt forystunni í formannstíð Halldórs Ásgrímssonar. Ekki er ósennilegt að næsti formaður Framsóknarflokksins verði einhver af þeim þingmönnum sem hefur setið mjög skamman tíma á þingi eða jafnvel maður utan þings sem býr flokkinn undir kosningar á nýjum forsendum.

Eina manneskjan í forystusveit Halldórstímans sem eftir er á sviðinu sem hefur stöðu í formennskuna er væntanlega Siv Friðleifsdóttir, þingflokksformaður. Mér finnst samt af umræðunni að dæma að líklegt sé að Páll Magnússon, bæjarritari í Kópavogi, sækist eftir formennskunni og auk þess Höskuldur Þórhallsson, alþingismaður héðan frá Akureyri. Yfirlýsing Höskuldar í dag um að hann velti fyrir sér framboði er reyndar svo afgerandi að hún hljómar helst sem leiðtogaframboð í Norðausturkjördæmi fyrir næstu kosningar.

mbl.is Formaður fram að flokksþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Viðar Björgvinsson

Já það er mjög gaman að sjá að allavega sumir stjórnmálamenn þora að segja Þjóðin vill breytingar, og ég ætla að gera mitt til þess að láta það gerast.. mjög jákvætt, alveg sama hvað maður hugsar gott eða slæmt til Valgerðar persónulega eða stjórnmálalega.

Árni Viðar Björgvinsson, 4.12.2008 kl. 17:06

2 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Hver ætli hafi tekið þessa ákvörðun fyrir Valgerði?

Þorvaldur Guðmundsson, 4.12.2008 kl. 17:16

3 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Þorvaldur: Mér heyrðust ummæli eftir síðasta miðstjórnarfund Framsóknar benda til að flokksmenn á fundinum vildu almennt skipta út forystunni. Enda hefur hún virkað þreytuleg síðan, líklega fundið hvernig landið lá á fundinum.

Einar Sigurbergur Arason, 4.12.2008 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband