Af hverju var Björgvin G. svo illa upplýstur?

Merkilegast af öllu sem fullyrt er um aðdraganda bankahrunsins er hve Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, var illa upplýstur um mörg mál á leynifundum leiðtoga stjórnarflokksins með eða án seðlabankastjórum. Æ betur kemur í ljós að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir talaði ekki við hann um öll mál. Mér finnst koma mjög vel fram í málflutningi Davíðs Oddssonar í viðskiptanefnd í morgun að Björgvin hafi verið utan við stóran hluta málsins og í raun hafi utanríkisráðherrann haldið utan um bankamálin af hálfu Samfylkingarinnar, eða í það minnsta verið verkstjóri ákvarðana þar innanborðs.

Ummæli Davíðs vekja vissulega mikla athygli, bæði í dag og áður á fundi Viðskiptaráðs. Þar talar hann um samtöl við forystumenn stjórnarflokkanna án Björgvins G. Sigurðssonar sem virðist hafa verið utangarðs í mikilvægum samtölum. Skiptir þá litlu hversu mikið var vitað um bankahrunið eða hversu miklu líkar væru á því að það gæti gerst. Þetta er meira en lítill farsi. Mér finnst merkilegt sem er að koma í ljós hversu lítið Ingibjörg og Björgvin ræddu þessi mál ef rétt er.


mbl.is Ingibjörg: Aldrei talað um 0% líkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, Stefán. Er nema von að þú veltir þessu fyrir þér. Ef ég væri Björgvin væri ég fyrir löngu orðin foxill, hreinlega blóðþyrst eftir niðurlægingu sem mér hefði verið sýnd. Björgvin er hunsaður, gert lítið úr honum, bæði af Seðlabankastjóra, Fjármálaeftirliti og flokkssystkinum. Samt er hann umfram allt prúður út á við, endalaust prúður og kurteis. Umburðarlyndur og skilningsríkur. Á kafi í að leysa málin. Síðustu vikur hefur hann þó orðið rjóðari í andliti og virðist hafa sig allan við að vera prúður. Ég segi nú bara; Kæri Björgvin, hentu þessari prúðmennsku og skoðaðu í hverju ráðherraembætti þitt felst. Og berstu fyrir því með kjafti og klóm. Eða, eins og mér finnst vera lenska í íslenskum stjórnmálum; með lymsku og slóttugheitum, hnífstungum og barnaskap. Mikið vildi ég sjá hann Björgvin skipta skapi og verða fúll á móti í bara eitt skipti eins og Davíð er snillingur í. Björgvin; hefurðu tekið eftir því að Seðlabankastjóri hunsar þig, ekki einu sinni, tvisvar, heldur mörgum sinnum? Ertu virkilega svona trúaður að rétta bara hinn vangann? Það þekkist ekki í pólitík. Jamm og jæja. Varð að koma þessu frá mér, með allri virðingu, Stefán.

Nína S (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 23:45

2 Smámynd: Sævar Finnbogason

Það er af því að hann er ekki inn-múraður og með bláar hendur eða vegna þess að það er ekki virkt lýðræði þar sem ráðherrar bera virðingu fyrir leikreglum samfélagsins.

Sævar Finnbogason, 5.12.2008 kl. 01:03

3 identicon

Minni bara á að ISG var í heilaaðgerð erlendis þegar Davíð felldi Glitni með aðstoð dýralæknisins og dómsmálaráðherra og þeir vita allir að eðlilegt hefði verið að hafa viðskiptaráðherra með í því ferli, þeir kærðu sig bara ekkert um það, enda hrokagikkir með afbrigðum.

Jónína (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband