6.12.2008 | 01:58
Nýjir tímar eða endalokin framundan í Framsókn?
Formannsslagurinn á milli Páls Magnússonar og Höskuldar Þórhallssonar í Framsóknarflokknum er á yfirborðinu augljóst merki kynslóðaskiptanna sem krafist var á flokksstjórnarfundinum fyrir nokkrum vikum, sem leiddi til að bæði Guðni Ágústsson og Valgerður Sverrisdóttir hafa afsalað sér forystusess sínum og leiðtogahlutverki í aðdraganda næstu þingkosninga. Ljóst hefur verið síðan að Halldór Ásgrímsson yfirgaf pólitíska baráttu og Jóni Sigurðssyni mistókst að leiða flokkinn til farsældar í kjölfarið að þar þyrfti kynslóðaskipti til að flokkurinn ætti raunhæfa möguleika á að endurreisa sig.
Skoðanakannanir frá þingkosningunum 2007 hafa staðfest svo ekki verður um villst að gamla valdakynslóðin í Framsóknarflokknum sem var á ráðherrastóli í stjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hefur ekki tekist að byggja flokkinn upp úr þeim brunarústunum í kjölfar þess að Halldór fór af sviðinu. Honum virðist ómögulegt að komast yfir tíu prósent þröskuldinn og þarf sannarlega á nýjum tímum að halda. Þeir sem enn eru eftir í Framsóknarflokknum eru skiljanlega orðnir þreyttir á erfiðri baráttu undir forystu þeirra sem njóta ekki lengur trausts þjóðarinnar.
Formannsframboð Páls og Höskuldar er ein af leiðum Framsóknar til að ná fótfestu að nýju. Þeir eru báðir lausir við byrðar fortíðarinnar og geta fært Framsókn nýtt upphaf. Ef ekki tekst að byggja flokkinn upp undir forystu nýrrar kynslóðar er augljóst að hann er dauðadæmdur og á sér í raun enga framtíð. Höskuldur býr vissulega vel að því að vera þingmaður og með algjörlega hreinan skjöld á meðan Páll er utan þings og er rækilega tengdur S-hópnum, hvort sem svo það er óverðskuldað eður ei að rifja það upp.
Sumir tala um að þessir þingmenn séu báðir tiltölulega óreyndir og skorti þungavigt. Halldór Ásgrímsson var rétt rúmlega þrítugur þegar hann var orðinn varaformaður Framsóknarflokksins og tók að byggja sína stöðu til forystu innan flokksins. Hann varð ráðherra 36 ára gamall og enn tiltölulega nýr sem varaformaður og þá í raun krónprins. Miðað við það er ekkert óeðlilegt að ungir menn vilji forystusess. Þeir verða þá að byggja upp vigt sína og vinna sig upp í hlutverkið.
Þessi landsfundur og formannskosningin er í raun örlagapunktur í langri sögu Framsóknarflokksins. Annað hvort verður þar horft til framtíðar og sagt skilið við forna valdatíð eða hann heldur áfram að hníga og á sér enga framtíð. Þetta er því spurning um endalok eða nýju tímana. Því er ekki óeðlilegt að þeir sem gefið hafa kost á sér séu allir ungir og lausir við byrðar fortíðar. Skilaboðin þar eru sennilega skýr, þau að klippt sé á Halldórstímann fyrir fullt og allt.
![]() |
Jón Vigfús býður sig fram til formanns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Síðuritari

Ég er í fáum orðum sagt: bjartsýnn, jákvæður, áhugamaður um pólitík, sjálfstæður, kaldhæðinn, skapheitur, kvikmyndafrík, bókaormur, Akureyringur, tónlistarspekúlant og Brekkusnigill. Netfang: stebbifr@simnet.is
Nýjustu færslur
- Bjarni Benediktsson hættir í stjórnmálum
- Áhugavert uppgjör Geirs Haarde við pólitíkina og lífsins ásko...
- Pólitískar vendingar með hækkandi sól
- Að loknum alþingiskosningum
- Gert upp við úrslit kosninga á Akureyri
- Afgerandi umboð Boris - pólitískar áskoranir nýs leiðtoga
- Boris Johnson og Jeremy Hunt berjast um Downingstræti 10
- Boris með fullnaðartök í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins
- Boris hálfnaður í mark - ráðherraslagur um sæti í einvíginu
- Aukin spenna í einvíginu um Downingstræti 10
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Adda Laufey
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Agnar Freyr Helgason
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Kristinsdóttir
- Anna Steinunn Þengilsdóttir
- Anton Þór Harðarson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Atli Fannar Bjarkason
- Atli Fannar Ólafsson
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Auðun Gíslason
- Auður Björk Guðmundsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Ágúst Bogason
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ármann Kr. Ólafsson
- Árni Árnason
- Árni Helgason
- Árni Matthíasson
- Árni Torfason
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Guðmundsson
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásta Möller
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Barði Bárðarson
- Bárður Ingi Helgason
- Bergur Thorberg
- Bergur Þorri Benjamínsson
- Bessí Jóhannsdóttir
- Birgir Ármannsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Birgir R.
- Birgir Örn Birgisson
- Birgir Örn Birgisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjartmar Oddur Þ Alexandersson
- Björgvin Þóroddsson
- Björk Vilhelmsdóttir
- Björn Emilsson
- Björn Kr. Bragason
- Björn Magnús Stefánsson
- Bleika Eldingin
- Blog-andinn Eyvar
- Borgar Þór Einarsson
- Bókaútgáfan Hólar
- Braskarinn
- Breki Logason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Bryndís Helgadóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Brynja skordal
- Bumba
- Bwahahaha...
- Böðvar Sturluson
- Carl Jóhann Granz
- Daði Einarsson
- Dagný
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Jóhannsson
- Davíð Þór Kristjánsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- DÓNAS
- Dóra litla
- Dunni
- Dögg Pálsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Einar B Bragason
- Einar Bragi Bragason.
- Einar Helgi Aðalbjörnsson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sigurjón Oddsson
- Einar Örn Gíslason
- Einhver Ágúst
- Eiríkur Sjóberg
- Elfur Logadóttir
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Elliði Vignisson
- Ellý Ármannsdóttir
- Elmar Geir Unnsteinsson
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- E.Ólafsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- ESB
- Ester Júlía
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eygló Sara
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eyþór Árnason
- Eyþór Ingi Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fannar frá Rifi
- Fannar Gunnarsson
- Fararstjórinn
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Fishandchips
- FreedomFries
- Freyr Árnason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fræðingur
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerald Häsler
- Gestur Guðjónsson
- Gils N. Eggerz
- Gísli Aðalsteinsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Birgir Ómarsson
- Gísli Blöndal
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Steinar Jóhannesson
- Gísli Tryggvason
- Grazyna María Okuniewska
- Grímur Gíslason
- gudni.is
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Guðfinnur Sveinsson
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Helmut Kerchner
- Guðmundur Auðunsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Gunnlaugsson
- Guðmundur H. Bragason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur Jóhannsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Gunnar Freyr Steinsson
- Gunnar Gunnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar R. Jónsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnsteinn Þórisson
- Gylfi Björgvinsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Götusmiðjan
- HAKMO
- Halla Gunnarsdóttir
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldór Baldursson
- Halldór Borgþórsson
- Hallgrímur Óli Helgason
- Handtöskuserían
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haraldur Haraldsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Haraldur Pálsson
- Haukur Kristinsson
- Haukur Már Helgason
- Haukur Nikulásson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Heidi Strand
- Heiða
- Heiða Þórðar
- Heiðrún Lind
- Heimir Hannesson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heimskyr
- Heimssýn
- Helga Dóra
- Helga Lára Haarde
- Helga Nanna Guðmundsdóttir
- Helga skjol
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hersir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Himmalingur
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Kristjánsson
- Hlynur Sigurðsson
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Hommalega Kvennagullið
- Hrafn Jökulsson
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreiðar Eiríksson
- Hugrún Jónsdóttir
- Hugsanir
- Hulda Haraldsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Hægrimenn í Menntaskólanum á Akureyri
- Icelandic fire sale
- Inga Dagný Eydal
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Ingi Þór Ágústsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Gíslason
- Ingólfur H Þorleifsson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Ingvi Hrafn Jónsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ívar Jón Arnarson
- Jakob Falur Kristinsson
- JEA
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Alfreð Kristinsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Kristjánsson
- Jóhann Waage
- Jóhann Þorsteinsson
- Jón Agnar Ólason
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Ingi Stefánsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Ragnar Björnsson
- Jón Sigurðsson
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- jósep sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Valsson
- Kafteinninn
- Karl Gauti Hjaltason
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kári Finnsson
- Kári Sölmundarson
- Kári Tryggvason
- Ketilás
- Killer Joe
- Kjartan Magnússon
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Vídó
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Gígja Gunnarsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Kristín Hrefna
- Kristján Freyr Halldórsson
- Kristján Hreinsson
- Kristján L. Möller
- Kristján Pétursson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Lilja G. Bolladóttir
- Lilja Ingimundardóttir
- Listasumar á Akureyri
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Logi Már Einarsson
- Maður dagsins
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Margrét Sverrisdóttir
- Marinó Már Marinósson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Guðjóns
- María Magnúsdóttir
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Marta Guðjónsdóttir
- Matthias Freyr Matthiasson
- Mál 214
- Methúsalem Þórisson
- MIS
- Morgunblaðið
- Móðir, kona, sporðdreki:)
- Myndlistarfélagið
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Námsmaður bloggar
- Oddur Helgi Halldórsson
- Óðinn
- Óðinn Þórisson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólafur N. Sigurðsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ólafur Valgeirsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Nielsen
- Óli Sveinbjörnss
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf Kristín og Ólöf Rut
- Ólöf Nordal
- Ómar Pétursson
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Sigurðsson
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Óskar Örn Guðbrandsson
- Óttar Felix Hauksson
- Óttarr Makuch
- Óþekki embættismaðurinn
- Panama.is - veftímarit
- Paul Nikolov
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Heimisson
- Páll Ingi Kvaran
- Páll Kristbjörnsson
- Páll Rúnar Elíson
- Páll Sævar Guðjónsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pálmi Freyr Óskarsson
- Pálmi Gunnarsson
- peyverjar
- Pétur Björgvin
- Pétur Sig
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Pjetur Stefánsson
- Pollurinn
- Púkinn
- Rafn Gíslason
- Ragnar Arnalds
- Ragnar Bjarnason
- Ragnar Ólason
- Ragnar Páll Ólafsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Ragnheiður Ríkharðsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Reynir Antonsson
- Reynir Jóhannesson
- Róbert Þórhallsson
- Ruth
- Rúnar Birgir Gíslason
- Rúnar Haukur Ingimarsson
- Rúnar Óli Bjarnason
- Rúnar Þórarinsson
- Rýnir
- Samtök Fullveldissinna
- Saumakonan
- Señorita
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Gísladóttir
- Sigríður Hrönn Elíasdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- Sigurður Ingi Jónsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigvaldi Kaldalóns
- Sindri Kristjánsson
- Sjálfstæðissinnar
- Sjensinn Bensinn
- Skafti Elíasson
- Snorri Bergz
- Snorri Sigurðsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Stefanía
- Stefanía Sigurðardóttir
- Stefán Jón Hafstein
- Stefán Þór Helgason
- Stefán Þórsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steingrímur Helgason
- Steini Bjarna
- Steinn E. Sigurðarson
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stjórn Eyverja
- Sunna Dóra Möller
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Kári Daníelsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sveinn Tryggvason
- Sverrir Einarsson
- Sverrir Stormsker
- Sverrir Þorleifsson
- Sverrir Þór Garðarsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sæþór Helgi Jensson
- TARA
- Thelma Ásdísardóttir
- Theodór Bender
- ThoR-E
- Tiger
- Tíðarandinn.is
- TómasHa
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Trúnó
- Tryggvi F. Elínarson
- Tryggvi Gíslason
- Tryggvi H.
- Unnur Brá Konráðsdóttir
- Úlfur
- Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta
- valdi
- Valdimar H Jóhannesson
- Valgeir Ómar Jónsson
- Valsarinn
- Varðhundar frelsisins
- Varmársamtökin
- Vefritid
- Vestfirðir
- viddi
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Viktor Borgar Kjartansson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson
- Vinir Ítalíu,VITA
- Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag
- VÞV
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þjóðleikhúsið
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- Þorleifur Leó Ananíasson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Gunnarsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Magnússon
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þóra Kristín Hauksdóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Steinn Guðmunds
- Þórður Vilberg Guðmundsson
- Þórir Aðalsteinsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þráinn Árni Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Öll lífsins gæði?
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Örvar Már Marteinsson
Athugasemdir
Ég held að það yrði gæfa framsóknarflokksins að velja Höskuld. Þar fer góður maður.
Hólmdís Hjartardóttir, 6.12.2008 kl. 02:11
Til að höfða á eðlilegan hátt til (traustra og annarra vinsamlegra) fylgismanna flokks, sem er ekki fæddur í gær, er ekki gott að vera með öllu "laus við byrðar fortíðar," því að trúnaður við a.m.k. ýmislegt úr gömlum, góðum, gildum hugsjónar- og baráttumálum flokks hlýtur að mæla með mönnum til að geta komið fram sem góðir fulltrúar og foringjar þess flokks.
Þú leggur, Stefán, Pál og Höskuld að jöfnu sem unga menn báða, en sá síðarnefndi sýnist mér standa nær góðum og gildum stofnþáttum Framsóknarflokksins, ekki sízt ef í ljós kemur, að Höskuldur sé andvígur þeirri innlimum Íslands í Evrópubandalagið, sem bæði bændasamtök í Eyjafirði og Bændasamtök Íslands hafa varað mjög við nú nýlega. Páll er hins vegar ekki aðeins "rækilega tengdur S-hópnum," eins og þú segir, heldur er hann einnig réttilega talinn tengdur Halldóri Ásgrímssyni, sem teygði flokkinn talsvert út af traustri braut sinni, og Páll er einn ungu, úrbaníseruðu tæknikratanna og raunar evrókratanna í flokknum, sem má heita undarlegt, eins og slíkt eðliseinkenni geti höfðað eitthvað sterkt til grasrótar flokks, sem hefur allt annan hugsjónagrunn, og eins og slíks sé nokkur þörf, þegar við höfum annan flokk, þar sem evrókratisminn á vitaskuld heima (Samfylkinguna) og finnur sér þar farveg og mótar þar sín öflugu vígi. "Úrbaníseraðir" (urbs = borg) merkir hér ekki einfaldlega "borgarvæddir" eða eitthvað þ.u.l., heldur, að þessir menn séu með megináherzlu sína á þéttbýlið fremur en sveitahéruðin og sjávarbyggðirnar utan Reykjavíkursvæðisins, en ekki einungis það, heldur orðnir beinlínis upp á kant við hagsmuni uppistöðustétta landsbyggðarinnar utan SV-hornsins, þ.e.a.s. bænda, sjómanna og útvegsmanna. Þetta sést af andstöðu LÍÚ og Bændasamtaka Íslands gegn EB-aðild.
Hversu mjög sem þetta er augljóst, sem og að gamla grasrótin í Framsókn er hliðholl eða a.m.k. ekki fjandsamleg lífshagsmunum bænda og sjómanna, þá standa Páll Magnússon og aðrir ungir félagar hans, flestir af mölinni, sem og ýmsir aðrir rosknari úr Halldórshópnum (Valgerður, Magnús Stefánsson o.fl. og sennilega Siv), keikir og sókndjarfir fyrir sinn evrókratisma, sem beinist þó gegn þessum umgetnu lífshagsmunum og gegn hinum þjóðlegu fullveldishagsmunum Íslendinga.
Vel má vera, að þessum evrókratísku mönnum takist að smala til sín fylgi í prófkjörum og jafnvel fleiri fulltrúakosningum, EF þau prófkjör eru opin mönnum úr öðrum flokkum eða óflokksbundnum, sem þó eru að upplagi fylgjandi öðrum flokkum (svo sem Samfylkingu), og vel má vera, að þeir komist þannig til meirihlutaáhrifa í Framsókn, en það merkir ekki, að þeir hrífi með sér meira fylgi til Framsóknar í kosningum né í skoðanakönnunum (er þetta síðarnefnda ekki augljóst?). Ástæðan er sú, að lausagoparnir, sem hlaupa inn í kjörklefa Framsóknar í prófkjörum, gera það til þess eins að styðja við sín eigin hugðarefni (t.d. EB-innlimun) þar, en stökkva svo frá þessum flokki í raunverulegu kosningunum, því að í öðrum flokki (einkum Samfylkingu) eiga þeir sinn eiginlega baráttuvettvang.
En þetta gerir Framsókn ekkert gott og dregur úr trúverðugleik hennar gagnvart fastafylginu, sem lengst af var (og taldist traust), en er það greinilega ekki lengur við svo búið. Hins vegar höfða bæði Guðni Ágústsson og Bjarni Harðarson sannarlega til þess fastafylgis og til þeirra í þéttbýlinu sem hliðhollir eru bæði bændum og alþýðu úti á landi. Þess vegna verður svo sannarlega jarðvegur fyrir klofning í nýjan flokk, ef Páll og aðrir Evrópubandalagssinnar sigra á flokksþinginu (sem mig minnir að verði í janúar); sá nýi flokkur verður trúlega í sterkari stöðu en Bændaflokkur Tryggva Þórhallssonar, Þorsteins Briem (ráðherra), Jóns alþm. Jónssonar í Stóradal, Hannesar alþm. Jónssonar á Hvammstanga, Halldórs alþm. Stefánssonar, Magnúsar sýslumanns og alþm. Torfasonar, Sigurðar Sigurðsasonar búnaðarmálastjóra og ýmissa (fleiri) máttarstólpa í Búnaðarfélaginu, m.a. Sveins Ólafssonar í Firði, auk Péturs alþm. Magnússonar, bankastj. og síðar ráðherra, sem kom úr Sjálfstæðisflokki.
Bændaflokkurinn var stofnaður 1933, en náði aðeins 6,4% fylgi í kosningunum 24. júní 1934 (en Kommúnistaflokkurinn 6,0%), og sjálfur Tryggvi féll í Strandasýslu, þar sem Hermann Jónasson náði þingsætinu. Tap Bændaflokksins var að mestu herstjórnarlist Jónasar frá Hriflu að kenna eða þakka (eftir því hvernig menn líta á það!). En Bændaflokkurinn stóð með sjálfseignarbændum, og gegn þeim stóðu hinir "bæjarradikölu" í Reykjavík, "menn með lífsskoðun Eysteins Jónssonar (sósíalistar) sem öllu réðu [í Framsókn], en bændaöldungarnir væru horfnir úr flokknum" (frásögn Tryggva af fundi við Ölfusárbrú í apríl 1934, eins og Guðjón Friðriksson skráir hana óbeint í III. bindi ævisögu Jónasar frá Hriflu, Ljónið öskrar (1993), s. 32 (sbr. og s. 37 og 40, viðhorf Sveins í Firði, og 41 efst).
Þarna er því upp komin viss hliðstæða við núverandi ástand: "borgarradikalarnir" eru að reyna að taka Framsókn yfir, en helzt naumast jafn-vel á fastafylginu og snillingnum Jónasi tókst, ef til viðbótar við lævísi gagnvart bændum (ekki bara sumum, heldur öllum) bætist niðurrifsstarfsemi gagnvart þjóðlegri fullveldishugsjón flestra Framsóknarmanna. Sigri evrókratarnir afgerandi á flokksþinginu í janúar, er viðbúið að Bjarni og Guðni hafi grundvöll til myndunar flokks (sem flygi a.m.k. inn á þing á Suðurlandi), en ef eins skyldi æxlast á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í lok sama mánaðar, er mjög líklegt, að komið sé beint tilefni til miklu breiðari flokksstofnunar bæði hægri- og miðjumanna, þar sem fólk úr síðarnefnda flokknum yrði mun fjölmennara en þeir sem úr Framsókn kæmu.
Jón Valur Jensson, 6.12.2008 kl. 04:25
Þú meinar væntanlega nýir! En annars góðir punktar. Þetta verður hörkubarátta. Sérkennileg rök heyrði ég þó frá varaformanns kandidatnum. "Skýr skilaboð um endurnýjun á forystu og þingliði", sagði kappinn sem er á sínu öðru kjörtímabili og bíður sig svo fram til forystu. Hann á náttúrulega enga sök...... Byrgið hvað!!??
Eysteinn Þór Kristinsson, 6.12.2008 kl. 08:44
Kostulegt og í senn lýsandi fyrir Framsókn að þrír nóboddýs skulu bjóða sig fram til formanns. Blessuð vertu Framsókn það var gaman að kynnast þér.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 11:35
Heill og sæll
Röskir veggjahleðslumenn eru nú kallaðir til verka.Nýir tímar eru því framundan hjá X-B-ekki spurning!
Róbert Trausti Árnason (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 12:15
Ég er ekki svo viss um að þetta verði svo mikill slagur eins og menn kanski telja að hann verði.
Vissulega hefur Höskuldur komið sterkur til leiks en ég dreg i efa að hann hafi styrkinn til að verða formaður flokksins.
Það er alltaf ákveðin styrkleikamerki fyrir flokk þegar óþekktir aðilar eins og Jón Vigfús stígur fram og býður sig fram í æðsta embætti flokksins en þetta er vonlaus barátta hjá honum - því miður fyrir hann.
Páll Magnússon er með mikla reynslu og þekkir vel til og held ég að hann sé í raun og veru eini valmöguleikinn og ekki skemmir það fyrir honum að vera Kópavogsbúi.
Ég veðja á Pál en hvort hann muni breyta einhverju með fylgið skal ég ekkert segja til um.
Á Framsókn framtíð - ekki hugmynd - kanski er það rétt hjá BH að ef flokkurinn samþykkir að vilja ESB-aðild að best væri að leggja flokkinn niður og að hann sameinist sf.
Óðinn Þórisson, 6.12.2008 kl. 13:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.