Mótmælin á Austurvelli að fjara út

Ekki verður betur séð af myndum og frásögnum af mótmælunum á Austurvelli en þau séu að fjara út. Þar mæta mun færri en verið hefur síðustu laugardaga. Þess mátti sjá reyndar merki um síðustu viku að mótmælin hefðu náð hámarki sínu. Eflaust hafði kuldinn áhrif á einhverja en það er ekki skýring í dag. Eflaust eru margir samverkandi þættir sem valda því að áhuginn hefur minnkað. Einn þeirra er eflaust það að rúmur hálfur mánuður er til jóla.

Svo er ekki undrunarefni að styrking krónunnar hafi haft áhrif á einhverja, en auðvitað hefur verið mjög ánægjulegt að sjá krónuna styrkjast síðustu dagana og gefur sannarlega fyrirheit um að verja megi íslenska lífsafkomu og undirstöður samfélagsins. Svo er einfaldlega mun rólegra í þessari viku en þeim fyrri síðan í október vegna þess að það hefur aðeins birt til og staðan er orðin skýrari að sumu leyti í stað þess að gengið sé í algjöru myrkri.

Mótmælin náðu að vekja marga af svefninum, enda hafði þjóðin verið sofandi í margar vikur áður en hrunið kom, hvort sem kenna megi fjölmiðlum eða stjórnmálamönnum um það, nema hvort tveggja sé.

mbl.is „Ábyrgðin er ekki okkar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ónei þér verður væntanlega ekki að ósk þinni Stefán: mótmælin halda áfram þó svo stundum séu færri en þegar fjölmennara er. Veður og aðstæður voru ekki ákjósanlegar, Austurvöllur mjög blautur og kannski heppilegt að ekki komu of margir.

Við sitjum uppi með sama vandamálið: ráðlitla og reikula ríkisstjórn. Við verðum að koma henni frá enda virðist enginn ætla að axla neina ábyrgð.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 6.12.2008 kl. 17:32

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Við eigum kreppuna skilið, líkt og ég bendi á á minni síðu Íslendingar farnir að kóga með ráðamönnum og bankaræningjum.

Sævar Einarsson, 6.12.2008 kl. 17:41

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fleiri eru nú á Austurvelli en á fyrstu fundunum. Á aðventunni riðlast mjög frítímar fólks og tíminn fram yfir áramót hentar ekki vel til fundarhalda, enda samkeppnin aldrei meir.

Sjálfur þarf ég að sinna skyldum mínum við Sjónvarpið varðandi tvo nýja klukkustundar Stiklu-þátta af Suðurlandi og árita þær í félagi við Gísla Einarsson með sína góðu þætti Út og suður.

Aðalatriðið er að þessi fundir falli ekki niður nema að annað komi til á meðan hátíðarnar líða hjá.

MIinna má á það að seinni hluta ársins 2002 stóðu mótmælendur vörð á Austurvelli vegna Kárahnjúkavirkjunar og voru stundum ekki nema fáir sem gátu það.

Gert var lítið úr þeim en skyndilega brá svo við eftir áramótin, að þeir urðu á annað þúsund í og við ráðhúsið þegar málið var tekið fyrir þar og það voru fjölmennustu mótmæli sem orðið höfðu vegna borgarmálefna.

Ómar Ragnarsson, 6.12.2008 kl. 21:09

4 Smámynd: Hrappur Ófeigsson

Spurning hvort hin nýja regla hjá RUV um að fjarlægja beinar útsendingar af austurvalla mótmælunum séu að virka, Hálfgerð skítalykt af því máli og gæti gefið vísbendingar um að hin spilltu yfirvöld séu farinn að beyta ritstýringu til að reyna að hafa áhrif á gang mála.

Einnig eru fjölmiðlar duglegir að tala mótmællin niður.

Hrappur Ófeigsson, 6.12.2008 kl. 21:57

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Það er ekkert að fjara út. Eðlilegt að þetta gangi í bylgjum.

Við skulum sjá hvað skeður eftir áramót, þegar kaldur raunveruleikinn blasi við.

hilmar jónsson, 6.12.2008 kl. 23:32

6 identicon

Ég veit ekki... Ætli við látum ekki taka okkur í rassgatið með þetta eins og allt annað í gegnum tíðina eins og rollur úti í haga. Við Íslendingar höfum aldrei getað staðið saman um nokkurn hlut. Hver rífst í sínu horni og skammast og jagast; þeir sem virkilega vilja eitthvað gera og þora að mótmæla á opinberum vettvangi eru oft dæmdir eitthvað bilaðir eða ruglaðir.

Það er alveg makalaust að síðan landið hrundi skuli enginn, ENGINN, hafa verið dreginn til ábyrgðar, verið sagt upp, bara eitthvað, til að sýna lit. Fyrirlitningin á þjóðinni er alger. Maður heyrir jafnvel frá fólki hérna úti (ég bý í US), sem ekki er neitt voða savvy í pólitík, hvernig það sé með Íslendinga, af hverju er ekki komin ný stjórn í landið? Þetta er eins og í versta bananalýðveldi. 

Framtíð þjóðarinnar veltur á hvað gerist á næstu mánuðum. Úkraínumenn veltu harðstjórninni þar úr sessi í "appelsínugulu byltingunni" 2004 sem var að mestu friðsamleg og einkenndist af "series of acts of civil disobedience, sit-ins, and general strikes organized by the opposition movement." Við þurfum fleiri og stærri mótmælagöngur, leggja niður vinnu, neita að borga skatta og gjöld til þessarar ólögmætu stjórnar...

Kannski gerist eitthvað eftir áramótin, þegar áhrifa atvinnuleysisins fer virkilega að gæta og fólk hættir að eiga fyrir matarreikningunum, hvað þá lúxus eins og að ferma börnin eða fara í sumarfrí. Ég held að fólk geri sér ekki enn alveg grein fyrir hversu alvarlega stöðu þetta hyski er búið að setja þjóðina í. En Íslendingar hafa ekki reynslu af því að standa og rísa upp saman sem ein þjóð; við höfum látið auðvald, erlent og innlent, kúga okkur í aldaraðir.

Ég skil ekki hvað Ólafur Ragnar er að hugsa, hvernig stendur á að hann lætur ekki rjúfa þing skv. 24. gr. stjórnarskrárinnar: Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, [áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið],1) enda komi Alþingi saman eigi síðar en [tíu vikum]1) eftir, að það var rofið. [Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.]1)

1)L. 56/1991, 5. gr.

Íris Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 05:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband