Sunny Von Bulow deyr eftir 28 ára dásvefn

Von Bulow-hjónin í túlkun Glenn Close og Jeremy Irons
Jæja, þá er Sunny Von Bulow látin eftir 28 ára dásvefn. Forðum var sú tíð að hún var miðpunkturinn í einu umdeildasta sakamáli síðustu áratuga í Bandaríkjunum. Lögmanninum Alan Dershowitz tókst þá að fá eiginmann hennar, greifann Claus Von Bulow, sýknaðan rétt eins og OJ Simpson nokkru síðar. Von Bulow var sakaður um að hafa reynt að drepa eiginkonuna, það hafi mistekist en hún hafi verið kálfóður á eftir.

Sagan af þessu umdeilda sakamáli var rakin í hinni eftirminnilegu kvikmynd Reversal of Fortune, en Jeremy Irons hlaut óskarinn fyrir stórfenglega túlkun sína á greifanum Claus. Það er rosalega sterk og öflug mynd, sem fer yfir málið með heilsteyptum hætti. Fyrst og fremst fjallar myndin auðvitað um eftirmála þess að Sunny féll í dá en um leið aðrar hliðar málsins þar sem skyggnst er inn í það frá ólíkum hliðum.

Deilt var um hvort að Sunny hefði reynt sjálfsvíg eða verið reynt að drepa hana. Hún var sprautuð með of stórum skammti af insúlini, en hún var sykursjúk. Enn er stóru spurningunni ósvarað hvers eðlis þetta allt var. Myndin varð mjög rómuð, sérstaklega fyrir flashback-atriðin þar sem sett eru bæði tilfellin á svið, hvort um morðtilraun eða sjálfsvígstilraun var að ræða.

Virkilega vandað allt og myndin býður lesandanum fjölbreytt sjónarhorn á málið. Það sem er einna merkilegast við myndina er hiklaust að Sunny, í gríðarlega góðri túlkun Glenn Close er sjálf sett sem sögumaður við upphaf og endi myndarinnar. Þar eru engir dómar felldir yfir því hvort sé rétt heldur málið allt sýnt og áhorfandinn dæmir sjálfur.

Ég man þegar að ég sá myndina fyrst í bíó fyrir sextan árum, mikil upplifun. Keypti mér hana svo fyrir nokkrum árum og upplifði hana aftur. Sterk mynd í frásögn og túlkun aðalleikaranna. Jeremy Irons átti stórleik ferilsins í hlutverki hefðarmannsins Claus sem bæði er sýndur sem snobbaður aðalsmaður og kuldalegur eiginmaður, en það er vægt til orða tekið að sambúð þeirra var við frostmark þegar að Sunny féll í dáið.

Mæli með þessari mynd. Leikurinn er hreinasta afbragð og myndin eldist vel - þar getur áhorfandinn sjálfur metið málið án þess að niðurstaðan sé gefin í skyn eða tjáð einhliða.

mbl.is Martha von Bülow látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Var það ekki Martha sem lést ?

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 7.12.2008 kl. 20:10

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Gælunafn hennar var Sunny, en já hún hét Martha að fornafni en það var mjög sjaldan notað.

Stefán Friðrik Stefánsson, 8.12.2008 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband