Öll gögn upp á borðið sem allra fyrst

Ekki kemur annað til greina en öll gögn sem tengjast bankahruninu verði lögð fram og farið yfir allt málið í samhengi. Auðvitað á það ekki að vera valkostur að einhver gögn verði undanskilin og ekki tekin með í rannsókninni. Almenningur mun ekki taka rannsóknina gilda eða viðurkenna niðurstöðuna nema kafað verði ofan í allt í þessu máli. Ef skilanefndirnar geta ekki virt að skattrannsóknarstjóri fái aðgang að þeim eiga þær skilyrðislaust að víkja.

Nóg er komið af leyndarhjúp í þessu máli og forgangskrafa að allt verði gert upp og enginn vottur af leynd sé til staðar. Fólk hefur fengið nóg af þessu laumuspili.

mbl.is Fær ekki gögn um dótturfélög bankanna í Lúxemborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stjórnmálamenn, t.d. Þorgerður Katrín og fleiri segja að nú eigi allt að vera uppi á borðum, gagnsætt og opið. Þetta hlýtur þá að stangast á við allt sem Persónuvernd hefur barist fyrir, því Persónuvernd segir að allt eigi að vera lokað og leynilegt. Persónuvernd með öllum sínum bönnum gerir þjóðfélagið sífellt meira lokað og ógagnsærra.

Davíð Pálsson (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 15:10

2 identicon

Það má bara vera bankaræningi þegar maður hefur stolið peningum í gegnum bankakerfið. Þá er maður lögverndaður af öllu hinu siðleysispakkinu. Ránið verður að koma innan frá banknum til að vera löglegt og framið af mönnum í jakkafötum, svokölluðum hvítflibbaglæpamönnum. Annarskonar bankarán, þ.e.a.s. þar sem menn æða inn grímuklæddir með byssur, þau eru ólögleg.

Heimir (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 15:25

3 identicon

Ég bara spyr, dettur þér virkilega í hug að þessi rannsóknarnefnd mun komast að einhverjum sannleika?  Dettur þér í hug að fjárglæframenn, embættismenn og stjórnmálamenn muni sæta einhverja ábyrgð?  Það mun akkúrat ekkert breytast, nema eitt og það er að lífskjör vinnandi fólks í þessu landi mun versna til muna.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband