Spillingin í Illinois - Blago fellur á eigin bragði

Blago og Obama
Þó pólitísk spilling hafi löngum loðað við í Illinois, heimaríki Obama, verðandi Bandaríkjaforseta, vonuðust flestir eftir því að forsetakjörið myndi marka nýtt upphaf. Spilltu demókratarefirnir í Illinois halda þó uppteknum hætti og valda þeim vonbrigðum sem töldu nýja tíma framundan í bandarískum stjórnmálum með flutningi Obama í Hvíta húsið og reyna nú að selja þingsætið hans fyrir pólitísk áhrif og bitlinga fyrir sjálfa sig.

Þetta vekur auðvitað spurningar um hversu tengdur Barack Obama hefur verið þessu litrófi og hverjir hagnast í raun og veru mest á forsetakjöri hans. Flagð er undir fögru skinni. Kannski er þó ekki rétt að líkja Obama við hinn spillta ríkisstjóra Illinois, Rod Blagojevich, sem mælist varla með neinn pólitískan stuðning nú vegna vinnubragða sinna og spilltra stjórnunarhátta. En hann er ekki einn um það.

Blago fellur á sínu bragði og mun vonandi ekki geta valið eftirmann Obama í öldungadeildina og er rakleitt á leið í fangelsi. Blago er ekki hótinu skárri en Ted Stevens, hinn dæmdi repúblikanaþingmaður sem missti sætið sitt. Vonandi er að Blago fái sömu útreið og komið verði upp um spilltu pólitíkina sem hefur viðgengist í heimaríki hins verðandi forseta.

mbl.is Reyndi að selja þingsæti Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Pálsson

Eftir að hafa búið í Chicago í 3 ár fékk maður það á tilfinninguna að allir vissu af spillingunni sem ríkti meðal ráðamanna, en voru vanmegnugir til að gera eitthvað í málinu. Fylkistjórinn og borgarstjórnin sérstaklega með Daley borgarsjóra eru öll á kafi í allskonar spillingarmálum og sukki. Daley er bara meiri populisti en Blago, og kannski ekki eins kræfur (eða heimskur).

Ég hélt að maður myndi aldrei upplifa annað eins hér heima, en farsinn sem er einkavæðing og hrun bankanna sýnir okkur að jafnvel litla Ísland getur farið í Chicago-leikinn.

Arnar Pálsson, 9.12.2008 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband