Fara Bjarni og Guðlaugur fram gegn Þorgerði?

Þorgerður Katrín og Geir
Kjaftasögurnar segja að staða Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, sé ótrygg um þessar mundir enda talað um að bæði Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson hugleiði varaformannsframboð gegn henni á landsfundi eftir fimmtíu daga. Fari þeir báðir fram verður mikil barátta á landsfundinum, ekki síður um forystuna en Evrópumálin, en stefnt hefur í það um skeið að þar verði mikil átök milli fylkinga um stefnu flokksins í málaflokknum.

Staða Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, sem formanns Sjálfstæðisflokksins, þykir mjög trygg þrátt fyrir allt sem á undan hefur gengið, þó búist sé við að hann fái veikari kosningu nú en á landsfundi í aðdraganda kosninganna 2007. Mótframboð gegn honum er mjög ólíklegt. Annað er talið gilda um Þorgerði sem er mjög umdeild í flokknum, sérstaklega vegna yfirlýsinga um Evrópumálin.

Talið er ósennilegt að aðrir en þingmennirnir tveir geti ógnað stöðu hennar. Mun líklegra sé að átök verði um varaformennskuna nú en á landsfundi í aðdraganda næstu kosninga, hvenær svo sem þær verða, þó telja megi öruggt að þær verði mun fyrr en áður var áætlað.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það yrði mikið styrkleikamerki fyrir flokkinn ef mótframboð yrði um varaformannsskólinn.

Óðinn Þórisson, 9.12.2008 kl. 18:31

2 identicon

Staða varaformanns er ekki ótrygg innan X-D. Öðru nær. Hvað hafa BjBen og GÞÞ fram að færa? Án efa mannkostamenn báðir. En hverjir kalla eftir þeim til forystu í X-D nú á hremmingartímum?

Róbert Trausti Árnason (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 19:01

3 identicon

Held að flokkurinn komi sterkari til næstu kostninga með Þorgerði en hina tvo þó þeir séu ágætir kandídatar, þeirra tími er bara ekki kominn. Held að Þorgerður geti vel náð til annarra kjósenda en harðra sjálfstæðismanna. Hún hefur komið vel frá erfiðum verkefnum sem mætt hafa á henni.

Palli (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 19:15

4 identicon

Þetta er kunnugleg staða ef litið er 30 ár aftur í tímann. Hef heyrt þetta líka.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 19:28

5 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Það kæmi mér ekki að óvart að það kæmi mótframboð til varaformanns,mér finnst Þorgerður ekki mikið spá í fjármál.Nú á að bjarga ríkisútvarpinu með lækkandi auglýsingatekjum(svo Baugsmiðlarnir nái nú að þrífast) ríkissjóður og almenningur eiga svo að borga brúsann. Þarf ekki ríkisútvarpið líka að skera niður eins og aðrir,ekki mundi ég sakna Kastljós og Spaugstofunnar sem er orðin aðallega pólitískur áróður. Ég hélt að ríkisjóður hefði alveg nóg að borga,þó hann tæki ekki á sig auknar lífeyrisskuldbindingar og færi að kaupa útvarpshúsið.

Ragnar Gunnlaugsson, 9.12.2008 kl. 21:50

6 identicon

Sorrý, hélt að allir þenkjandi Íslendingar litu á Björn Bjarnason sem risaeðlu. Samt hefur honum tekist að moka milljónum eða milljörðum (skiptir talan máli?) í gæluverkefni sín. Skömm að þessu, því hver er eiginlega tilgangurinn með að koma upp 250 manna sérsveita með öllu tilheyrandi á Íslandi? Til að tuskast á við óvopnaða 20 krakka? Fáránlegt.

Nína S (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband