Er Björgvin trúverðugur sem viðskiptaráðherra?

Björgvin G. Sigurðsson
Ég á mjög erfitt með að trúa því að Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, hafi ekki vitað um að KPMG hafi verið fengið til verkefna fyrir skilanefndina í Glitni. Eigum við að trúa hverju sem er? Annað hvort er maðurinn ekki starfi sínu vaxinn eða er vísvitandi að fara með rangt mál. Er ekki lágmarkskrafa til ráðherra sem fer með bankamál að hann sé upplýstur um lykilmál sín eða hafi allavega vit á að fylgja þeim eftir. Þetta er ekki trúverðugt og alveg lágmark að fram komi hvers vegna þessi ráðherra virðist hafa verið steinsofandi svo mánuðum skiptir eða segist vera það.

Þegar hefur komið fram að Björgvin var ekki upplýstur um gang mála af Ingibjörgu Sólrúnu og Össuri Skarphéðinssyni, sem var æðstráðandi ráðherra Samfylkingarinnar meðan Ingibjörg Sólrún var fjarverandi vegna veikinda sinna, í mjög mikilvægum málum. Ofan á allt annað upplýsti hann svo um daginn að engin samskipti hafi verið milli hans og Davíðs Oddssonar, seðlabankastjóra. Með því gróf hann stórlega undan trúverðugleika sínum, enda var ekkert síður upp á hann komið með að halda samskiptum við Seðlabankann. Ekki getur það allt skrifast á bankastjórana.

Björgvin virkar ekki lengur trúverðugur, fjarri því. Því miður. Þau eru orðin of mörg málin þar sem hann er ekki með á hlutina eða veit ekki hvernig skal tækla þá. Þetta nýjasta mál með KPMG er svo stórt í sniðum að spurningar vakna um hvort hann sé í raun starfi sínu vaxinn. Að ráðherra bankamála hafi ekki vit á því sem gerist eftir tveggja mánaða vinnu er stórlega ámælisvert.

mbl.is Björgvin vissi ekki um KPMG fyrr en í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ekki vera svona harður við hann Stebbi. Hann er nú einu sinni bara upp á punt. Hann og Ágúst Ólafur eru saman í við vitum ekkert og fáum ekkert að ráða. Eru ekki ISG og Össur að stjórnaöllu? Ætli Össur sé ekki með ráðaneyti Iðnmála og viðskipta. Björgvin hafi bara verið settur sem ráðherra viðskipta svona upp á punt og þá væri einnig hægt að vísa til þess að samfó væri með 6 ráðherra og þar væri einn frá suðurlandi. nei maður bara spyr.

Fannar frá Rifi, 9.12.2008 kl. 22:57

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Stefán.

Björgvin G Sigurðsson viðskiptaráðherra og yfirmaður bankamála er ótrúverður ráðherra og ber að segja af sér strax. Björgvin hefur verið staðin að því að segja ósátt og bera við minnisleysi.

Ekki má gleyma Birnu Einarsdóttur sem hann sjálfur skipaði sem bankastjóra í nýja Glitnir banka sem keypti hlutabréf fyrir 184 miljónir króna á genginu 26,4 sem hún staðfestir að ekki hafi farið í gegn vegna mannlegra mistaka. Hlutabréfin voru skráð á einkahlutafélag  í eigu hennar sem hét Melkorka.

Burtu með allt þetta fólk. Fólkið í landinu vill ekki fólk sem það getur ekki teyst.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 9.12.2008 kl. 23:13

3 Smámynd: Ragnar Eiríksson

JÁ, Á ÍSLANDI!!!

Ragnar Eiríksson, 9.12.2008 kl. 23:20

4 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Hann hlýtur að meiga vita ekkert og gleyma án þess að segja af sér. Það mátti alla veganna Denni hér forðum. Eins man Geir H. ekki eftir samtölum við Davíð.

Páll Geir Bjarnason, 10.12.2008 kl. 00:24

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þessi frétt var einfaldlega röng....flóknara er það ekki....

Jón Ingi Cæsarsson, 10.12.2008 kl. 06:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband