Tekst mótmælendunum að þaga í 17 mínútur?

Ég verð að viðurkenna að það fyrsta sem mér datt í hug þegar talað var um þagnarmótmælin á Austurvelli var hvort mótmælendunum tækist að fókusera sig bara á þögnina án þess að hafa ræðuhöld og klapp inn á milli eða slagorðaskoðanir í bland. Þetta er nýtt form á mótmælum og alls óvíst hvort það verði árangursríkt.

Mér finnst þeir sem hafa verið háværastir ekki líklegir til að geta sameinast í því. Þarna ætti að koma fram hver innsti kjarninn virkilega er hjá Herði Torfa og svosem ágætt að kanna hvort mótmælin virka í þögn rétt eins og hörðum skoðunum.

mbl.is Öflugt andóf boðað eftir jól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ofboðslega ertu lágkúrulegur núna!

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.12.2008 kl. 03:33

2 identicon

Ég efast um að þeim takist að "þaga", en það er kannski vegna þess að ég veit ekki hvað það er. Kannski tekst þeim að þegja?

elsa (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 12:09

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Verð að viðurkenna að mér datt þetta sama í hug. Er kannski ekki manna kjöftugastur sjálfur, en hygg að það vefðist fyrir mér að standa í kulda niðri á austurvelli og þaga í heilar 17 mínútur.

Líka gaman að þróun málsins. Nú höfum við fengið nýja sögn: sögnina að þaga. Ástæðulaust að þegja yfir því.

Sigurður Hreiðar, 13.12.2008 kl. 12:50

4 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Kannski er ég að misskilja andann í þessum pistli þínum Stefán, en mér þykir hann einkennast af yfirlætislegum ómerkilegheitum.

Það væri gaman ef þú útlistaðir í pistli hvað þér finnst um framgöngu þíns forystuliðs og þá ábyrgð sem þér þætti eðlilegt að hún axlaði í ljósi þeirra ávaxta sem þjóðin er að uppskera eftir nærri tveggja áratuga samfellda forystu í ríkisstjórn.

Það er ástæðulaust að þegja yfir því.

Sigurður Ingi Jónsson, 13.12.2008 kl. 12:55

5 identicon

Þetta er nú reyndar ekki nýtt form á mótmælum, heldur eitthvað sem margir hafa notað í gegn um tíðina. Women in Black í Serbíu hafa t.d. staðið fyrir þöglum mótmælum árum saman, og eru oft með einhverskonar gjörning á sama tíma.

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 13:36

6 Smámynd: Beturvitringur

Verði þeir í frostinu, múlbundnir, munu þeir þaga sig í hel. Ekki gæti ég þagað svona lengi.

Beturvitringur, 14.12.2008 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband