Í minningu Rúnars Júlíussonar

Rúnar Júlíusson (1945-2008)
Rokkkóngurinn Rúnar Júlíusson var jarđsunginn í Keflavík í dag. Ég fylgdist međ útför hans í gegnum vísir.is - hún var umfram allt látlaus og virđuleg. Ţar fékk tónlistin ađ tala sínu máli, enda er hún sá minnisvarđi um Rúnar sem mun halda minningu hans og nafni á lofti um ókomin ár. Hann var ókrýndur konungur rokktónlistarinnar og mun hafa ţann sess í huga okkar.

Hr. Rokk er kvaddur af ţjóđinni međ miklum söknuđi. Hann hafđi mikil áhrif á samfélagiđ allt međ verkum sínum og naut mjög mikillar virđingar. Tel ađ ţađ sjáist vel af ţví hversu margir hafa minnst hans. Persónulega minnist ég notalegrar persónu hans og ţeirra mannkosta sem einkenndu fas hans og tjáningu.

Ég heiđra minningu eilífđartöffarans frá Keflavík međ ţví ađ setja ţau lög hans sem ég held mest upp á fremst í tónlistarspilarann minn hér á síđunni. Sá fjársjóđur verđur hinn trausti minnisvarđi okkar allra um Rúnar. Guđ blessi minningu hans.


mbl.is Rúnar Júlíusson borinn til grafar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Davíđsson

Tökum undir ţessi orđ.

 "Ţađ ţarf fólk eins og ţig,fyrir fólk eins og mig"

Spilum lögin hans Rúnars og minnumst ţessa frábćra manns.

Brynjar Davíđsson, 12.12.2008 kl. 17:50

2 identicon

Fyrsta skipti sem ég sé heiđusvörđ í gallabuxum.

Heimir Hermannsson (IP-tala skráđ) 12.12.2008 kl. 19:20

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband