Skattahækkanir og hægrisinnuð samviska

Þó að verðhækkun á áfengi taki ekki gildi með morgni á ég enn eftir að heyra hvernig forysta Sjálfstæðisflokksins ætlar að réttlæta þessa ákvörðun og einkum þetta verklag fyrir kjósendum sínum og flokksmönnum almennt. Ég finn mikla reiði með þessa ákvörðun og aðrar í dag meðal almennra sjálfstæðismanna. Ekki að ástæðulausu. Þær eru ekki í takt við stefnu flokksins og ekki það sem forystumenn hans hafa predikað síðustu árin.

Ekki verður auðvelt fyrir þessa forystumenn að taka þessa ákvörðun og reyna svo að halda áfram að tala sama fagurgalann og áður var. Spurt er um samviskuna í því árferði.


mbl.is Áfengisverð hækkar ekki strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn þarf ekki bara að réttlæta þessa ákvörðun fyrir kjósendum sínum og flokksmönnum líka fyrir þjóðini allri. Persónulega finnst mér fáranlegt að ríkið hafi einkarétt á sölu áfengis. Eitt af því sem er hvað mest pirrandi við að búa á Íslendi er hvað þjóðini er haldið í gíslingu okurverðs á áfengi og landbúnaðarvörum.

Þórarinn Sigfússon (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 03:14

2 Smámynd: Einar Jón

NN: Það er nóg af dæmum um vanhæfi Árna, en þessi orð eru ekki eitt þeirra.

Áfengisgjald er í krónum, ekki prósentum. Það fer hins vegar eftir styrkleika vínsins, en það hækkar ekker milli ára. Þess vegna er sama áfengisgjald á 12% rauðvínssulli sem kostar 100kr í innkaupum og 10000kr eðalkampavíni af sama styrk.

Þetta er því álíka og að hækkavörugjöld á bensín (sem er líka krónutala, og verður líka hækkað bráðum), ekki virðisaukaskatt.

Einar Jón, 12.12.2008 kl. 04:13

3 Smámynd: Hagbarður

Ég held að ákvörðunin um að hækka skatta sé mjög varhugaverð við núverandi aðstæður. Í þessari stöðu þarf að leggja áherslu á að auka eftirspurnina en ekki að beita tækjum sem draga úr henni. Það hefði eflaust mátt spara meira í ríkisrekstrinum, t.d. í liðum sem ekki hafa bein innlend áhrif, varnarmálin og utanríkisþjónustan. Við kælum hagkerfið enn ferkar með þessari aðgerð.

Auknar álögur á eldsneyti voru jafnframt "fatal" aðgerð. Eigum við kannski von á vaxtahækkun í kjölfarið vegna áhrifa þessara aðgerða á mælda verðbólgu?

Það er fráleitt að hægt sé að örva atvinnulífið með því að auka álögur á fólk og halda gjaldeyrismarkaðnum í heljargreipum ríkisvaldsins. Þetta eru mistök í hagstjórn og verða okkur dýrkeypt.

Hagbarður, 12.12.2008 kl. 10:14

4 identicon

Sæll

Skattahækkanir eru aldrei eitthvað sem sjálfstæðismenn fagna, en inntakið í þessum efnum er þó það að hið opinbera eyði ekki um efni fram. Það er með öðrum orðum betra að hækka skatta en auka skuldsetningu. Nú um stundir þarf allt í senn: hækka skatta, auka skuldsetningu og síðast en ekki sízt draga úr útgjöldum. Hið síðasttalda er auðvitað langmikilvægast og fásinna að lækka skatta án þess. Það ber að beina spjótum sínum að þeim þætti.

Kveðja

Skúli

Skúli (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 11:05

5 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ég hef mjög einfalt og gott ráð gegn þessum hækkunum,ég minka bara neysluna um 13.%. Ég tel að það valdi hvorki mér né þjóðfélaginu ,neinum skaða.

Ragnar Gunnlaugsson, 12.12.2008 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband