Þorleifur á að sjá sóma sinn í að segja af sér

Mér finnst það mjög alvarlegt mál að borgarfulltrúi sendi fjölmiðlum tölvupóst með mjög viðkvæmum persónulegum gögnum í algjöru leyfisleysi og án þess að hafa rætt málið við viðkomandi einstakling sem treysti honum fyrir sínum erfiðleikum. Auðvitað á Þorleifur Gunnlaugsson að sjá sóma sinn í að segja af sér vegna þessa máls. Get ekki séð að neitt annað komi til greina. Þetta eru rosalega mikil mistök sem hann verður að taka fulla ábyrgð á.

Með þessu sannast að kjörnir fulltrúar eiga að viðhalda því trausti sem almenningur sýnir þeim með því að tala við þá persónulega um sín mál án þess að eiga á hættu að þær upplýsingar verði persónugreinanlegar. Slíkt traust er mjög mikilvægt eigi viðkomandi kjörinn fulltrúi að geta verið trúverðugur í sínum verkum.

mbl.is Sendi bréf í leyfisleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru ekki nokkrir sem ættu að vera á undan röðinni að segja af sér?

Högni (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 20:41

2 identicon

Þorleifur er dúklagningamaður. Er greinilega búinn að anda að sér alltof miklu af leysiefnum. Af því helgast þessi mistök hans, sem að sjálfsögðu þýða að maðurinn verður að segja af sér.

Sigurður Bogi Sævarsson (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 20:44

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það verður mjög forvitnilegt að fylgjast með því hvað Þorleifur gerir. Vinstrimenn hafa talað mikið um að hinir og þessir eigi að segja af sér en hvað gerir Þorleifur borgarfulltrúi vg.

Mín skoðun auðvitað á hann að segja af sér.

Óðinn Þórisson, 13.12.2008 kl. 21:40

4 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Ég hef ekki trú á því að manngarmurinn segi af sér. Mér virðist siðblindan orðin svo allsráðandi í okkar annars ágæta samfélagi að það þurfi að minnsta kosti mannsmorð til. Því miður.

En annars takk fyrir frábæra síðu.

Bestu kveðjur.

Þráinn Jökull Elísson, 13.12.2008 kl. 23:54

5 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Það var vítaverð yfirsjón hjá manninum að taka ekki út nafnið af bréfinu, eins og hann mun hafa verið búinn að lofa.   Trassaskapur sem erfitt er að afsaka.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 14.12.2008 kl. 02:24

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Fínar athugasemdir hérna þrjár þezzar fyrir ofan.

Skynsamir litlir ~sjallakúdar~ ...

Ná þeir skónúmerinu í greindarvízitölu, samanlagt ?

Reyndar er ég sem oft áður fylgjandi innihaldinu í færzlunni & er því þér sammála í efnisatriðinu, en er hálfgerður 'Garfield' með 'Högna hrekkvíza' um að margt mætti líta sér nær...

Með vinsemd & virðíngu ...

Steingrímur Helgason, 14.12.2008 kl. 02:54

7 Smámynd: Einar Jón

Var skaðinn ekki lágmarkaður, þar sem fjölmiðlar höfðu vit á að birta ekki nafnið? - ólíkt klúðri þinna manna sem skattgreiðendur munu þurfa að borga af næstu áratugi...

Þetta er trúnaðabrestur sem ég ætla ekki að reyna að verja, en af hverju er nafnabirting (sem svo birtist hvergi) svona miklu verri en andvara-, og getuleysi í starfi sem veldur hundraða milljarða tjóni?

Einar Jón, 14.12.2008 kl. 05:57

8 Smámynd: Guðmundur Benediktsson

Íslenskir pólitíkusar streitast við fram í rauðan dauðann að taka á sig ábyrgð gagnvart almenningi. Það er hins vegar annað mál gagnvart flokknum, eins og nýleg dæmi sanna.

Guðmundur Benediktsson, 14.12.2008 kl. 11:04

9 Smámynd: Gunnar Björn Björnsson

Mér finnst eitt pínu cool við ríkisstarfsmenn, vegargerðarmaður sem skrópar 2 daga væri eflaust rekinn nema hafa gilda ástæðu hann fengi ekki bloggfréttir um að verkstjórinn teldi nú réttast að hann segði af sér, "segja af sér" er ekkert sem heitir rekinn hjá borginni eða alþingi þegar vítavert gáleysi á sér stað, eða hreinlega sagt upp!!!  hvaða draumajobbi er þessi klíka búinn að koma sér í.

Gunnar Björn Björnsson, 14.12.2008 kl. 12:18

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hann baðst afsökunar. Væri ekki ráð að fleiri lærðu þá sjálfsögðu kurteisi, jafnvel sjálfstæðismenn sem settu þjóðina á hausinn vegna græðgi?

Árni Gunnarsson, 14.12.2008 kl. 14:21

11 Smámynd: Hlédís

Hvað um yfirlýsingu foreldra stúlkunnar : ".. vilja taka það skýrt fram að umrætt bréf hafi verið sent fjölmiðlum með samþykki dóttur þeirra og einnig þeirra samþykki og vitund." ?

Hlédís, 14.12.2008 kl. 16:45

12 identicon

Hann gerði mistök, nefndi þó í bréfinu að um nafnleysi væri að ræða þó honum hafi ljáðst að eyða nafninu út. Þetta er klaufaskapur og í raun hefur fréttin gengið út á mistök hans en ekki í hvaða tilgangi hann sendi þetta til fjölmiðla sem var til að hjálpa stúlkunni og foreldrum hennar. Hann bað þau afsökunar og þau vildu að umræðan snerist um málefnið en ekki þessa yfirsjón. Enginn hlaut skaða af.

 Þetta finnst mér ekki vera neitt sem krefst uppsagnar, puff.

Eva (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband