Hillary Clinton selur gjöfina frá Ólafi Ragnari

Hillary Rodham Clinton
Mér finnst það mjög fyndið að gjöfin sem Ólafur Ragnar gaf Hillary Rodham Clinton, verðandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og þáverandi forsetafrú, í Íslandsförinni árið 1999 sé komin á ebay. Niðurlæging forsetans getur varla orðið meiri. Þetta er með því vandræðalegra sem maður hefur séð í samskiptum forsetans við erlenda spekinga í stjórnmálastarfi. Þessi saga hefði nú sómt sér vel í nýju forsetabókinni.

Þessi ebay-saga er skemmtileg viðbót við hina frægu sögu um að forsetinn hafi allt að því haldið Hillary í gíslingu á Bessastöðum í dágóðan tíma daginn sem hún kom til landsins haustið 1999 gagngert til að hún kæmi of seint í kvöldverðarboð forsætisráðherra í Perlunni. Þar varð Hillary að mæta í ferðadragtinni, sem hún hafði verið í frá brottför í Washington, á meðan aðrar konur í veislunni voru í sínu besta pússi.

Reiðisvipurinn á Hillary við lok fundarins á Bessastöðum er mörgum eftirminnilegur.

mbl.is Gjöf forseta til Hillary Clinton á Ebay
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Þessi saga bætist í flokkinn "Laun heimsins eru vanþakklæti"! Sagt er að vinur útvarpsstjóranna í Útvarp Matthildi hafi einhverju sinni rekist á ljóðabók eftir Hrafn Gunnlaugsson á fornbókasölu. Hún var óinnbundin og arkirnar heilar, ekki hafði verið skorið upp úr þeim. Á saurblaði hafði höfundur ritað þessa tileinkun: "Til vinar míns, Davíðs Oddssonar"! Sel það ekki dýrara ...

Flosi Kristjánsson, 15.12.2008 kl. 10:28

2 Smámynd: Idda Odds

Eruð þið vissir um að DO sé ekki bara á bakvið þetta. Að hann hafi talað Hillary til og sannfært hana að selja gripinn. Hljómar líklega :)

Idda Odds, 15.12.2008 kl. 11:16

3 identicon

Ekki myndi ég vilja eiga gripi frá Forseta

Guðrún gg (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 12:22

4 identicon

Ég er enginn sérstakur aðdáðandi Ólafs en mér er spurn, í hverju er niðurlæging hans fólgin?  Ég get hreinlega ekki komið auga á það.  Forsetaembættið hefur án efa gefið henni þessa gjöf af heilum hug og hún tekur síðan þá ákvörðun að losa sig við hana með þessum hætti.  Mér finnst þessi fyrrum varaforsetafrú sýna forsetaembættinu og þar með þjóðinni óvirðingu.  Skömmin er hennar, ekki okkar.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 16:50

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Það eru fleiri skuldugir en við Íslendingar,við ættum að gera það sama reina að selja eitthvað/það gerir frú  Hillary Clinton/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 15.12.2008 kl. 17:21

6 Smámynd: Róbert Þórhallsson

Má hún þiggja gjöfina persónulega?

Róbert Þórhallsson, 15.12.2008 kl. 19:23

7 identicon

Um hvaða niðurlægingu og völd er verið að tala hér? Stefán, heldur þú virkilega að Hillary Clinton hafi ekki haft einurð í sér til að kveðja Ólaf Ragnar þegar henni fannst henta sjálfri? Heldurðu virkilega að hún hafi verið svo kurteis að láta hann setja alla dagskrá sína úr skorðum? Hafi hún verið lengur en hún ætlaði sér, er það áreiðanlega hennar eigin ákvörðun. Og hver segir að hún hafi verið stormandi reið þegar hún kom til veislunnar í ferðadragtinni? Og hvað með það þó gjöfin hafi verið boðin upp á ebay? Hver veit söguna á bak við það ferli? Mér finnst þessi skrif sem ég hef lesið varðandi þessa frétt hérna á blogginu niðurlægjandi fyrir eina manneskju; sjálfa Hillary Clinton. Og hana nú, herrar mínir.

Nína S (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband