Hverjir stöðvuðu fréttina um Sigurjón í DV?

Opinberun Jóns Bjarka Magnússonar á vinnubrögðum á DV vekur margar spurningar, ekki aðeins um fréttamennskuna þar heldur og mun frekar hver stjórni blaðinu. Hver stöðvaði Sigurjónsfréttina? Hver hafði slíkt hótunarvald og boðvald yfir ritstjóranum að geta sett fréttina út úr blaðinu og beitt hann slíku afli? Auðvitað þarf að ljóstra upp um vinnubrögðin í þessu máli.

En þetta er hið vandræðalegasta mál fyrir Reyni og DV. Þetta hlýtur að vekja spurningar um hversu oft hafi verið passað upp á fréttaflutninginn þar og reynt að hafa áhrif á hann.

mbl.is Frétt DV stöðvuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér sannast dæmisagan innrætinu verður ekki svo auðveldlega breytt. Kemur mér fyrst upp í huga sporðdrekinn sem vildi komast yfir vatnið og fór þá á leit að froskur fengist til að flytja sig á bakinu. Froskurinn sagði að það kæmi ekki til athugunar því sporðdreki væri hættulegur og myndi stinga sig til bana á leiðinni. Þá sagði hvernig dettur þér önnur eins vitleysa í hug því að ef ég sting í þig færumst við báðið út í vatninu. Froskurinn fannst rökin góð og leyfði sporðdrekanum að príla upp á bakið og lagði svo af stað. þegar þeir komnir út á mitt vatnið fann froskurinn að hann hafði verið stuginn í bakið. afhverju gerðuru þetta?? Þá svarðaði sporðdrekinn ég get ekkert gert að þessu þetta er í eðli mínu!!

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 14:31

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Jæja það er bara svona ,Reynir hlitur að svara þessu/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 15.12.2008 kl. 17:22

3 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það er verulega spooky að stjórnendur ríkisbanka telji það í sínum verkahring að  halda niðri fréttaflutningi af starfsemi þeirra.

Héðinn Björnsson, 15.12.2008 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband