Derrick kveður

Horst Tappert
Í minningunni voru þættirnir um lögregluforingjann Stephan Derrick með því besta sem hægt var að sjá í sjónvarpinu. Undirstaðan í þáttunum var eftirminnileg túlkun Horst Tappert á Derrick. Við andlát Tapperts minnast íslenskir sjónvarpsunnendur þáttanna og leikarans sem var heimilisvinur okkar svo lengi. Þættirnir fjölluðu um lögregluforingjann Stephan Derrick og aðstoðarmann hans, Harry Klein, sem leystu sakamál í München í Bæjaralandi. 



Horst Tappert er mjög eftirminnilegur í hlutverki nafna míns, Stefáns Derricks. Ég er svo heppinn að eiga nokkra þætti á spólu sem ég horfi stundum á. Fjarri því eru þetta bestu þættirnir af öllum þessum 25 árum - en Derrick var alltaf góður og fáir voru betri á þessu sviði. Þættirnir voru enda þeirrar gerðar að þeir voru ekki að stæla um of bandaríska þætti svipaðrar gerðar - farið var eigin leiðir.

Ég held að enginn sakamálaþáttur hafi orðið vinsælli í íslenskri sjónvarpssögu og um leið var Tappert mjög vinsæll hérlendis, svo mjög að hann kom hingað í sérstaka heimsókn vegna þáttanna á níunda áratugnum. Aðall þáttanna að mínu mati var að þar var sálfræðin í glæpnum aðalefnið og jafnan var vitað allan þáttinn hver hinn seki var. Farið var í kringum fléttuna af tærri snilld.



Stóri kosturinn við Derrick og þættina var að ekki var verið að stæla þekktar klisjur, heldur voru þeir frumlegir og sterkir í karaktersköpun og sakamálafléttunni. Þeirra verður því minnst lengi og væri reyndar ekki svo amalegt ef einhver stöðin myndi sýna valda þætti og rifja upp forna frægð þáttanna og sterka karaktertúlkun Tapperts.

mbl.is „Derrick“ látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband