Skynsamleg ákvörðun - Tryggva ekki vært í LÍ

Ég fagna þeirri ákvörðun Tryggva Jónssonar að hætta störfum í Landsbankanum. Honum var ekki vært þar og varð að taka af skarið og labba út áður en honum yrði hreinlega vikið frá störfum vegna óánægju landsmanna. Ómögulegt er fyrir bankann að sitja undir því að maður svo nátengdur umdeildum útrásarvíkingum sé á þessum stað og mun aðeins vekja óánægju og kynda undir kjaftasögur um að spillingin kraumaði þar undir og Tryggvi væri að búa í haginn fyrir vini sína með vistinni í bankanum.

Í gærkvöldi kom fram svo ekki verður um villst að sögusagnir um náin tengsl Tryggva við Baugsmenn á við rök að styðjast og er engin kjaftasaga. Mér hefði fundist meiri sómi að því fyrir Tryggva að koma hreint fram og segja frá nánum tengslum sínum við þessa menn frekar en reyna að breiða yfir það með aumu orðagjálfri. Eftir þá frétt var honum varla sætt í þessari stöðu og eðlilegast að hann sjái það sjálfur frekar en aðrir taki þá ákvörðun fyrir hann.


mbl.is Tryggvi hættur í Landsbankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband