Hrokafulli dómarinn

Allt frá því að ég sá fyrst American Idol, fyrir einhverjum fimm til sex árum síðan, hef ég átt mjög erfitt með að þola Simon Cowell. Skapköst hans hafa verið umtöluð og annaðhvort dýrkar fólk karakterinn eða gjörsamlega hatar hann út af lífinu, held ég. Hef oft spáð í hvernig meðdómurum hans, Paulu Abdul og Randy Jackson, hreinlega gangi að umbera hann. Simon er talin ein helsta stjarna þáttanna og fær fúlgur fjár fyrir dómarastörfin þar og í öðrum útgáfum ýmissa söngkeppna.

Simon þessi er þekktur fyrir að úthúða keppendum, stundum frekar harkalega og óvægið, og fer engan milliveg. Stundum hittir það í mark en oftar en ekki er orðaval hans niðrandi og kuldalegt fyrir þá sem hafa lagt mikið á sig að mæta, þó þeir séu kannski laglausir eða ekki beint sú súperstjarna sem þeir hafa haldið. Þunn lína er á milli þess að gagnrýnin sé uppbyggileg eða brýtur fólk hreinlega niður.

Fróðlegt verður að sjá hversu lengi American Idol og þessir helstu þættir sem þeim fylgja munu halda áfram frægðargöngu sinni. Hér heima vorum við með Idol um skeið á Stöð 2 og svo X-factor. Nú að koma Idol aftur á skjáinn. Spurning hvort verður fyrr úrelt, dómarinn hrokafulli eða formúla þáttanna.

mbl.is Engar breytingar á American Idol þrátt fyrir dauðsfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er á því að tvíburashyztir formóður Símons hafi verið rænt í fyrri víkíngaútrázinni fyrir tugöld & sé því skyldleikann við hann frá þeim vínkli.

Mættir mázke 'gúggla' eða 'wikía' hverzu mörgum fínum & ljúfum skemmtikröftum hann hefur nú komið á framfæri undanfarinn áratug, dona yfir nýju 'Barry Manilow' jólaplötunni þinn.

Steingrímur Helgason, 19.12.2008 kl. 00:47

2 identicon

Ég hreinlega vorkenni manninum frekar á þessari stundu þar sem hann er líklegast að kljást við þá hugsun að hann hafi kanski verið dropinn sem fyllti mælinn hjá aumingja stúlkunni.

Axel-B (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 00:48

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mér finnst Simon ferlega skemmtilegur og oftast hefur hann hárrétt fyrir sér, svona svipað og Davíð Oddsson  Þess vegna hata hann svo margir.

Það var eðlilegt að íslenska Idolið var hvílt, samfélagið er of lítið til þess að halda þetta á hverju ári. Nýjir árgangar eru of litlir til þess.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.12.2008 kl. 02:04

4 identicon

Hlýtur formúla þáttana ekki að teljast vera að veða úrelt?? Formúlan eltir jú eftir allt poppmenninguna þar sem hlutir (og þá sérstaklega lög) úreldast á mjög skömmum tíma. Eftirhermu þættir hafa skotið upp kollinum við nokkrar en þó ekki líkar vinsældir... þessu hlýtur að linna á endanum. Ég held að við sem samfélag hljótum að spyrja okkur að því hversu mikið við viljum leggja á náungan, sérstaklega núna þegar samstaða er mikilvægari en nokkru sinni áður. Simon Cowel er eins og hann er... það hlýtur að vera ljóst að hluti þess fólks sem hann hellir sér yfir er ekki að taka þátt af alvöru, hins vegar er svo sannarlega að finna einstaklinga sem trúa fyllilega á sína hæfileika etv. ekki af réttu

En nánar að þessum þáttum. Einn þáttakandi í áheyrnarprufunum svipti sig lífi nú fyrir skemmstu fyrir utan hús Paulu Abdul. Paula hefur lýst því yfir að hún hafi hvatt framleiðendur þáttana til að banna þáttakandanum þáttöku sem á þeim tíma var þekkt fyrir að "stalka" hana. Framleiðendur þáttana neituðu að banna henni þáttöku og töldu það að hún ylli Paulu óþægindum auka skemmtanagildi þáttana.

Maður spyr sig hvort að aukið skemmtanagildi sé það sem við sækjumst eftir? Hvort sem það er af hálfu hins hrokafulla Simons eða raunveruleikaþátta sem gera út á litla hæfileika sums fólks með mikla hæfileika annars sem afsökun??

Helga (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 04:59

5 identicon

Blessaður, ég held að þú misskiljir þetta aðeins. Simon Cowell er þarna að fara eftir uppskrift í handriti, hann er að leika persónuna sem þú sérð.

Þessir þættir, hvort heldur það er X-factor (með öðrum pirruðum Breta, Piers) eða Idol serían snýst að stórum hluta um það að það sé alltaf einn dómari sem veður yfir allt og alla og þessir þættir mundu missa sitt skemmtanagildi og áhorf ef að þessu yrði breytt.

Taktu líka eftir því að það er oftast Simon sem hefur rétt fyrir sér, þrátt fyrir dómhörkuna.

Sigvaldi Eggertsson (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 10:39

6 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Ég kann mjög vel við Simon, hann segir  hlutina eins og þeir eru og afdráttalaust. Til hvers að vera að gefa fólki falskar vonir eins og Paula á til með að gera. Þú annaðhvort hefur hæfileika eða ekki og mikið af þessu fólki sem kemur í prufu gerir sig bara að athlægi.  Án Símons gengi þátturinn ekki.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 19.12.2008 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband