Mikill áfellisdómur - sumir vakna af værum blundi

Enginn vafi leikur á því að úrskurður Samkeppniseftirlitsins er mikill áfellisdómur yfir verslunarrisanum Högum í Baugsveldinu og ekki síður stjórnmálamönnum sem hafa enn ekki mannað sig í að setja lög sem eiga að vinna gegn fákeppni og taka á hringamyndun og einokun á markaði. Ég heyrði í hátalarakerfi verslunar þar sem ég verslaði áðan í jólaösinni að fréttamaður á Stöð 2 sagði að Bónus hefði verið sektað fyrir lágt verð. Hverslags öfugmæli eru nú þetta?

Er ekki verið að refsa samsteypu með gríðarlegt afl á markaði, vel yfir 60% að mig minnir, fyrir að beita afli sínu gegn samkeppnisaðilum á óheiðarlegan og siðlausan máta. Svo heyrði ég Jóhannes í Bónus enn byrja sama sönginn að allir séu nú á móti þeim feðgum sem séu nú svo strangheiðarlegir og megi varla vamm sitt vita. Það sem maður er orðinn þreyttur á þessu blaðri þeirra feðganna.

Þetta er skelfilegt mál, en ég held að allir hafi vitað af þessari markaðsráðandi stöðu, sem er ósiðleg og býður upp á það sem úrskurðað er um í dag, að aðstaðan sé misnotuð í ystu æsar. Auðvitað þarf að taka á þessu rugli og óskandi væri að við ættum stjórnmálamenn sem myndu taka á þessu. Nú er tækifærið svo sannarlega.

En sofið hefur verið lengi, of lengi. Ég heyri á sífellt fleirum sem ég tala við og voru á móti fjölmiðlalögunum þar sem taka átti á hringamyndun að þeir sjá eftir afstöðu sinni og segja að stjórnmálamenn í fremstu röð þess tíma hafi haft rangt fyrir sér. Öll vitum við hver kom í veg fyrir þá þörfu lagasetningu.

Jú, forseti Baugsveldisins og táknmynd þeirra í öllum kokteilboðunum.

mbl.is Kemur ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er alveg hárrétt hjá þér Stebbi.  Bónusfeðgar eru fyrst og fremst gráðugir og drottnunargjarnir og beita öllum meðölum til þess að ná sínu fram.  Jóhannes talar alltaf eins og það sé enn árið 1989 og hann sé nýbúinn að opna sína fyrstu búð.  Þá fékk hann mikla og jákvæða athygli sem hann greinilega þrífst á ásamt syni sínum.  Þeir fegðar hafa þrifist af hallelújasöng og hafa aldrei þolað gagnrýni né að illa sé talað um þá.  Enda hafa þeir gengið svo langt að kaupa upp alla fjölmiðla á Íslandi sem þeir hafa getað til þess að tryggja það að hallelújasöngurinn haldi áfram og að ekki sé verið að fjalla um þá á neikvæðan hátt.  Meira að segja hafa þeir dælt peningum í Arnþrúði Karlsdóttur í útvarpi Sögu enda er allt gert til þess að tryggja rétt umfjöllun!  En þjóðin er að vakna og er loksins farin að sjá þessa menn í réttu ljósi.

Sigurður (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 22:11

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Bónus hefur aukið kaupmátr almennings á Íslandi umtalsvert undanfarin ár, ég hef  og mun versla það í hvert sinn sem ég kemst í námunda við verslun frá þeim. Svo einfalt er það.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.12.2008 kl. 23:40

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Stefán Friðrik,þetta finnst með ljóður á okkur sjálfstæðismönnum að vera á móti lágu vöruverði/Hverja erum við að verja/svaraði þessu/Af hverju í þessu 3 skipti sem eg kom til Akureyrar +i sumar var valla hægt að komast inná planið hjá Bónus,fólkið verslar Það sem verðið er best,og sama varð um allt land/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 20.12.2008 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband