Árið hennar heilögu Jóhönnu

Jóhanna Sigurðardóttir
Eini ráðherrann sem hefur komist algjörlega ósködduð út úr efnahagskreppunni og hefur eflst umtalsvert pólitískt í henni er Jóhanna Sigurðardóttir, hin heilaga Jóhanna. Enginn vafi leikur á því að hún er að upplifa sína bestu pólitísku daga, sennilega á ferlinum. Hennar tími er kominn og gott betur en það. Hún er eini ráðherrann sem nýtur mikilla vinsælda og hefur að ég tel þverpólitískan stuðning og kraft til verka.

Þegar Jóhanna tók sæti í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar var almennt búist við að henni yrði skipt út úr ríkisstjórn á miðju kjörtímabili og myndi enda ferilinn sem forseti Alþingis. Samið var um að skipta embættinu á milli flokkanna á tímabilinu og það orðað við Jóhönnu frá haustinu 2009. Hún fékk aftur gamla ráðuneytið sitt, ráðuneyti félagsmála, og var komin á fornar slóðir.

Nú er svo komið að Jóhanna er orðin ómissandi fyrir Samfylkinguna í ríkisstjórn. Þeir munu ekki fórna sínum vinsælasta ráðherra. Þeir sem komu nýjir inn í ríkisstjórn og voru nefndir vonarpeningar Samfylkingarinnar þurfa að víkja til hliðar, sumir mjög skaddaðir eftir bankahrunið. Merkileg pólitísk örlög það.

Ég held að fyrst og fremst græði Jóhanna á því að vera alþýðukempa. Fólkið treystir henni og veit að hún gerir sitt besta og hafi hag almennings að leiðarljósi. Hún vinnur þannig og kemur þannig fram. Hún trónir á toppnum í erfiðleikunum - er sú sem fólkið treystir.

Já, ætli hið forna heiti Heilög Jóhanna eigi ekki vel við Jóhönnu Sigurðardóttur

mbl.is Flýta hækkun atvinnuleysisbóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Eflaust kom hún ágætlega út úr bankahruninu per se ...

En í umræðum eftir á samb við á hverjum þetta bitnar mest, var Jóhanna spurð um þá sem minnst mega sín hvort eitthvað verði gert þeim til hjálpar.

Þá svaraði Jóhanna að öryrkjar og ellilífeyrisþegar fengju 20% hækkun á lífeyri.

Samkvæmt T.R hefur ekkert slíkt verið ákveðið.

Þrátt fyrir það að þá verða bætur atvinnulausra hækkaðar umtalsvert. En öryrkjar virðast gleymast í þessu öllusaman.

Jólakveðja

ThoR-E, 24.12.2008 kl. 16:01

2 identicon

Það er nú bara svo að við eigum að fá að kjósa menn en ekki flokka.

Jóhanna er trúlega eini stjórnmálamaðurinn sem ég myndi treysta til að reima skóna mína.

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 09:59

3 Smámynd: Hrannar Björn Arnarsson

Heil og sæl

Má til með að leiðrétta rangfærslur Ace svo ekki fari nú fleiri að apa þær eftir.

Allir lífeyrisþear hækka um 9,6% um áramótin, um sambærilega prósetnu og atvinnuleysisbæturnar. Auk þess hækkar lágmarksframfærsluviðmið lífeyrisþega um 20%, fer úr 150.000 í 180.000. Um fjórðungur lífeyrisþega mun njóta hækkunar lágmarksframfærsluviðmiðsins á næsta ári, um 12.000 einstaklingar.

Hrannar Björn Arnarsson, 25.12.2008 kl. 12:18

4 Smámynd: ThoR-E

Hrannar:

Þú segir fréttir. Vona að þetta sé rétt. 

En segðu mér, afhverju veist þú betur en starfsfólk Tryggingastofnunar Ríkissins? Þar á bæ vita þeir ekkert um neina hækkun.

Ég vona innilega að þú hafir rétt fyrir þér Hrannar, en einhvernvegin tek ég meira mark á þeim sem vinna hjá Trygginastofnun en einhverjum sjálfskipuðum talsmanni Jóhönnu Sigurðardóttur og hennar ráðuneyti.

Ég hef rætt þetta við þig annarstaðar á blogginu Hrannar, en alltaf þegar ég bið þig um að koma með einhver gögn þessu til sönnunar að þá ferðu frá í flæmingi.

ThoR-E, 25.12.2008 kl. 17:56

5 Smámynd: ThoR-E

Og þessi tala 150.000  er röng. Kannski að lífeyrisþegar fái það með leigustyrk, en eðlilegar bætur eru á bilinu 120.000 til 135.000 krónur.

Vertu nú með hlutina á hreinu ... áður en þú ferð að "leiðrétta" rangfærslur annara.

ThoR-E, 25.12.2008 kl. 17:57

6 Smámynd: Hrannar Björn Arnarsson

Sæll Ace.

Þó ég leggi það ekki í vana minn að rökræða við einstaklinga sem veigra sér við að tjá sig undir eigin nafni, þá hefur lágmarksframfærslutrygging lífeyrisþega verið 150.000 kr frá 1. september á þessu ári. Um það getur þú lesið hér.

Um áramótin hækkar þessi trygging um 20% og fer þá í 180.000 kr. og á sama tíma hækka allar aðrar bætur og viðmiðunarmörk lífeyristrygginga um 9,6%. Hvorutveggja er samhvæmt samþykktu fjárlagafrumvarpi. Það getur þú nálgast á vef alþingis ef þú vilt lesa þetta strax. Fréttir um málið munu síðan birtast um leið og reglugerðir vegna þessa verða kynntar nú um áramótin.

bk

Hrannar Björn Arnarsson, 27.12.2008 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband