Hátíðleg jólastund - Eartha og Santa Baby

Jólin hafa verið yndisleg og góð - sannkölluð hátíðarstund og algjör sælutíð. Á milli jólaboða hefur verið litið í bækur og horft á góðar kvikmyndir. Sérstaklega var gaman að sjá hina yndislegu mynd, Kjötborg, í kvöld. Því miður eru jólin snjólaus, snjórinn fór allur síðustu dagana fyrir hátíðina. Þau verða alltaf svolítið svipminni þannig en það á örugglega eftir að koma einhver snjór áður en jólin klárast. Vona að þið hafið öll átt notaleg jól.



Í dag kvaddi söngkonan og leikkonan Eartha Kitt. Hún hafði frábæra rödd og var einn af þeim skemmtikröftum sem gátu heillað alla fram í andlátið. Þurfti ekkert að hafa fyrir stjörnuljómanum og hafði allt sem stjarna þarf til að ná langt. Heillandi stórstjarna.

Jólalagið hennar, Santa Baby, er væntanlega hennar frægasta verk og hefur alltaf verið ómissandi í jólalagasafninu ár hvert. Viðeigandi að hlusta á þetta frábæra lag með hinni rámu rödd bandarísks skemmtanalífs.

mbl.is Eartha Kitt látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband