Óheppilega orðað hjá Geir

Mér finnst ummæli Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, um gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu vægast sagt mjög óheppileg. Gjaldtakan er mikið áfall fyrir fjölda fólks eftir þau ár þegar allt lék í lyndi í samfélaginu og kemur illa við margar fjölskyldur. Þetta eru ekki góð skilaboð til fólks sem á mjög erfitt og horfist í augu jafnvel við mjög erfitt ár.

Á þessum tímum eiga forystumenn þjóðarinnar að tala frekar kraft og kjark í þjóðina frekar en gefa í skyn að auknar gjaldtökur fyrir skuldsetta þjóð komi sér vel eða hún geti tekið öllu sem að höndum ber.


mbl.is Standa undir gjaldtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Held að það sé kominn tími á að losa okkur við þetta pakk sem situr í ríkisstjórn og ekki er það mikið skárra á alþingi. Burt með það allt saman og svo þarf að afnema eftirlaunin þeirra með einu pennastriki. Kominn tími á nýtt afl í stjórnmálum á Íslandi

Rúnar Haukur Ingimarsson, 26.12.2008 kl. 20:40

2 identicon

Þessi forsætisráðherra er vægast sagt frekar óheppilegur og úr öllum takti við þjóðina, já reyndar ríkistjórnin öll eins og hún leggur sig. Skelfing sem þetta lið þyrfti að taka sér frí og það varanlegt.

Eygló (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband