Bítlarnir brúa kynslóðabilið í tónlistinni

Bítlarnir Bítlarnir höfðu mikil áhrif á tónlistarsöguna með verkum sínum á sjöunda áratugnum; heilluðu unga sem aldna þá og tónlist þeirra er sígild. Hef alltaf verið miklu meira fyrir Bítlana en Rolling Stones. Þó hinir síðarnefndu séu snillingar er eitthvað við verk Bítlanna sem er svo einstakt og traust að það á engan sinn líka í tónlistarsögu síðustu áratuga. Lögin eru sígild og þau verða jafnvel enn betri með árunum, eins og hið besta rauðvín.

Fannst mjög skemmtilegt að sjá klippuna á YouTube þar sem fjögurra ára snáði syngur Hey Jude af innlifun og áhuga. Og fólk fylgist með honum syngja þennan fjögurra áratuga tónlistarsmell sem Paul McCartney gerði ódauðlegan. Bítlalögin eru auðvitað einstök. Fannst það samt með því dapurlegra þegar að yfirráð yfir þessum tónlistarfjársjóði fór til söngvarans Micheals Jacksons og ég held að fleirum Bítlaaðdáendum en mér sárni það. Held þó að yfirráðum hans yfir lögunum ljúki brátt. Vona það allavega.

En snilldin minnkar ekki við það hver á þessi lög, enda eru þau hluti af sögunni og bera vitni mikilli snilld þeirra sem skipuðu hljómsveitina. Eitt er víst; Bítlarnir brúa kynslóðabilið í tónlistinni. Þessi fjögurra ára snáði frá Kóreu er gott dæmi um það.

mbl.is Heimsfrægð á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Bítlarnir voru náttúrulega frumkvöðlar.

Fólk hafði bara ekki kynnst öðru eins þegar þeir komu fram. Enda á tónleikum að þá heyrðist varla í þeim fyrir öskrum aðdáenda..

Bítlarnir voru flottir.. og eru... tónlist þeirra lifir áfram.

ThoR-E, 28.12.2008 kl. 14:17

2 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Þegar ég var yngri og saklausari, fór ég eitt sinn á tónleika Rolling Stones í Nice í Frakklandi.  Þær klukkustundir sem skemmtunin stóð, þóttu mér þeir félagar bara nokkuð skemmtilegir.  En þess utan hafa mér alltaf þótt þeir afspyrnu leiðinlegir.  Bítlana kunni ég hins vegar að meta og geri enn.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 30.12.2008 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband