Fótboltastjarna fellur af stallinum

Eiginlega er það alltaf svolítið sérstakt þegar stjörnur íþróttanna falla af stalli sínum og gera eitthvað til að skaða ímynd sína, strax í kjölfarið á íþróttaafreki. Steven Gerrard er sennilega enginn dýrlingur en handtakan á honum er örugglega ekki til að bæta ímynd hans í augum ungs fólks um víða veröld sem dýrkar hann og knattspyrnuliðið hans. Drykkjulæti og slagsmál eru ekki góð viðbót við boltatilveruna og mörkin hans tvö nokkrum klukkustundum fyrir atvikið á barnum.

En kannski er boltatilveran og sportið ekki fullkomið. Menn eru mannlegir þar eins og annars staðar þó reynt sé að draga upp mynd af því að hraustir menn þar séu hálfgoð.

mbl.is Steven Gerrard handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Neddi

Þú gerir þér grein fyrir því að hann hefur ekki verið kærður fyrir neitt. Hann var eingöngu handtekinn og færður til yfirheyrslu vegna grunsemda um þátttöku.

Þó menn séu frægir þá eru þeir samt saklausir uns sekt er sönnuð og það á við um Gerrard í þessu tilfelli.

Neddi, 29.12.2008 kl. 15:45

2 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

Gerald drekkur ekki

Jóhann Hallgrímsson, 29.12.2008 kl. 16:32

3 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Ég færi nú hægar í sakirnar Stebbi. Hann var einn af sex sem var handtekinn. Það hefur hvergi komið fram hvað gekk á. Það gerist oft í viku að fólk reynir hvað sem er til að ná bótum af þessu ríka og fræga fólki. Ég tel það nokkuð öruggt að þetta mál kemur ekki til með að skaða feril Gerrards á neinn hátt. Það að hann sé fallinn af stalli er náttúrulega langt frá sannleikanum. Þessi drengur er guð í Liverpool og það þarf miklu meira en eitt kjaftshögg til að breyta því. Ef hann hefur þá gert nokkuð af sér.

Ingólfur H Þorleifsson, 29.12.2008 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband