Kynslóðaskipti með formannskjöri í Framsókn

Mér líst mjög vel á framboð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar til formennsku í Framsóknarflokknum. Þar fer traustur ungur maður fram til forystu og ég yrði ekki hissa á því þó hann myndi standa uppi sem sigurvegari og leiða Framsóknarflokkinn inn í nýja tíma. Aðrir frambjóðendur um formennskuna eru líka menn nýrrar kynslóðar í pólitísku starfi. Ljóst er því að Framsóknarflokkurinn mun endurnýja sig á flokksþingi eftir hálfan mánuð og sækja fram til nýrra tíma.

Sögulegt fylgisafhroð Framsóknarflokksins í þingkosningunum fyrir tæpum tveimur árum var áfellisdómur yfir forystunni á Halldórstímanum. Nú er greinilegt að grasrótin í flokknum er að velta henni til hliðar og kallar eftir nýju fólki til forystu. Þetta hefur gerst á undraskömmum tíma, í raun eftir átakafundinn í miðstjórninni fyrir rúmum mánuði og þeir sem sátu þann fund sem forystumenn flokksins frá miðjum tíunda áratugnum hafa síðan vikið til hliðar og opnað fyrir uppstokkun.

Sumir tala um að formannskandidatarnir séu óreyndir og skorti þungavigt. Halldór Ásgrímsson var rétt rúmlega þrítugur þegar hann var orðinn varaformaður Framsóknarflokksins og tók að byggja sína stöðu til forystu innan flokksins. Hann varð ráðherra 36 ára gamall og enn tiltölulega nýr sem varaformaður og þá í raun krónprins. Miðað við það er ekkert óeðlilegt að ungir menn vilji forystusess. Þeir verða þá að byggja upp vigt sína og vinna sig upp í hlutverkið.

Þessi landsfundur og formannskosningin er í raun örlagapunktur í langri sögu Framsóknarflokksins. Annað hvort verður þar horft til framtíðar og sagt skilið við forna valdatíð eða hann heldur áfram að hníga og á sér enga framtíð. Þetta er því spurning um endalok eða nýju tímana. Því er ekki óeðlilegt að þeir sem gefið hafa kost á sér séu allir ungir og lausir við byrðar fortíðar.

Skilaboðin þar eru sennilega skýr, þau að klippt sé á Halldórstímann fyrir fullt og allt.

mbl.is Sigmundur Davíð býður sig fram til formanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Hólmarsson

Ég skil ekki hvernig þér getur litist vel á þetta framboð nema þá út frá hagsmunum Sjálfstæðisflokksins.  Það að hafa aldrei komið nálægt Framsóknarflokksstarfinu getur ekki verið gild ástæða til þess að kjósa Sigmund, það var þó eina skýringn sem hann gaf á Stöð 2 í kvöld.  Hann hlýtur þá að líta svo á að framsóknarfólk sé svo lélegt að það kjósi yfir sig skipstjóra sem hefur aldrei farið á sjó.  Gæfa flokksins sé falið í því að kjósa óreyndan stjórnmálamann til forystu á stjórnmálaflokki???  Nei, það er ekkert gagn af þessu framboði fyrir flokkinn.  Það er helst að það gagnist pólitískum andstæðingum framsóknarmanna.  Það er í höndum framsóknarfolks að sjá til þess að svo verði ekki.

Geir Hólmarsson, 30.12.2008 kl. 22:28

2 identicon

Er ekki orðið tímabært fyrir framsóknarmenn að viðurkenna að tími þeirra er liðinn? Framsóknarflokkurinn stendur fremstur röð sérhagsmunavarða undangenginna ára og ættu allir heiðvirðir menn sem fyrr aðhylltust lýðskum Halldórs og Guðna að sjá sitt óvænna og neita öllu samneyti við þann flokk. Ef þið eruð í vafa munið þá Finn Ingólfsson.

Torfi Rúnar Kristjánsson (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband