Bloggdóni tekinn úr umferð - ábyrgð á orðum

Mér finnst mjög lágkúrulegt að einhver hafi reynt að skrifa undir nafni Kristins H. Gunnarssonar, alþingismanns Frjálslynda flokksins, hér á bloggkerfinu. Slíka bloggdóna ber að stöðva, enda eiga þeir ekki að misnota nöfn annarra og reyna að telja öðrum trú um að þeir séu aðrir en þeir í raun og veru eru. Þeir eiga ekki að fá að sigla undir fölsku flaggi. Ég fékk bloggvinaboð frá viðkomandi einstaklingi í gærkvöldi en staðfesti það ekki, enda þótti mér skrifin af því tagi að augljóst væri að þar væri annar en Kristinn H.

Nú um áramótin taka gildi nýjar reglur í bloggsamfélaginu hér á blog.is. Með þeim er tryggt að ábyrgð fylgir orðum. Ekki er hægt að skrifa bloggfærslur í gegnum mbl.is eða forsíðuna á blog.is nema þar fylgi með nafn og vitað sé hver skrifar. Þetta er auðvitað eðlilegt og ætti ekki að koma nokkrum manni að óvörum. Orðum verða alltaf að fylgja ábyrgð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Algjörlega sammála þessu Stefán ég fékk athugasemd frá þessum aðila í gær og mér datt helst í hug að maðurinn væri drukkinn þvílik steypa var þessi athugasemd frá manninum. En gleðilegt nýtt ár. kv. Tótinn

Þórarinn M Friðgeirsson, 31.12.2008 kl. 14:38

2 Smámynd: Sævar Helgason

Mér finnst málið mjög alvarlegt.  Að senda slíkan óhroða á netið í nafni saklaus manns , er þess eðlis að málið á að rata til dómstóla.   Það breytir engu hvort maðurinn hafi verið drukkinn að ekki. Þetta er sakamál...

Sævar Helgason, 31.12.2008 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband