Kristján Arason víkur til að styrkja Þorgerði

Ég skil það sem svo að Kristján Arason hafi hætt hjá Kaupþingi til að styrkja eiginkonu sína, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, í sessi pólitískt. Hann fórnar sínum hagsmunum fyrir hana. Enginn vafi leikur á því að umræða um persónuleg mál Kristjáns hefur veikt Þorgerði Katrínu í sessi og leitt til vangaveltna um stöðu þeirra, bæði persónulega og peningalega. Á þann hnút heggur Kristján til að eiginkonan haldi sinni stöðu á hinu pólitíska sviði.

Mál Kristjáns og Þorgerðar er gott dæmi um það þegar maki stjórnmálamanns veikir hann í sessi með sínum prívatmálum. Hans mál er jú hennar mál, eins ósanngjarnt eða sanngjarnt það getur svo annars verið. Þorgerður Katrín hefur samt náð að halda áfram þrátt fyrir þetta mál og styrkt sig, en þessi ákvörðun er lokapunktur í því ferli að henni takist að komast frá því eðlilega og fumlaust.

Auðvitað munu þau ekki viðurkenna að þetta sé gert til að styrkja Þorgerði Katrínu, en það blasir við öllum samt sem áður að það er stóra málið. Þorgerður Katrín vill jú helga stjórnmálum sína krafta og ekki eiga á hættu að þar vofi svona ógn yfir sem tengslin við Kaupþing hafa verið.


mbl.is Kristján hættir hjá Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það hefði verið réttara að Þorgerður segði af sér enda gerst sek um innherjaviðskipti því hún hafði innherjaupplýsingar þegar þau hjónin stofnuðu félag um skuldir sínar. Það eru fyrst og fremst valdhafar sem brugðist hafa almenningi sem eiga að hafa siðferði til þess að segja af sér.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.1.2009 kl. 19:56

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég tel að þetta atriði hafa áhrif á ákvörðun Kristjáns.

Jón Halldór Guðmundsson, 2.1.2009 kl. 20:03

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

ÆÆ Stefán minn - marga hef ég lesið frá þér pistlana og líkað flest vel þrátt fyrir þá staðreynd að þú sért Brekkusnigill að eigin sögn sem ég er ekki að rengja.

En minn ágæti Stefán - þetta er öndvegisfólk sem þú ert að fjalla um hér og hefur farið í gegnum mál á síðasta ári sem ekkert okkar ætti að þurfa að fara í gegnum. Þau stóðust raunina og eiga aðdáun skylda fyrir. Það starfsfólk Kaupþings sem keypti bréfin ætlaði að selja fyrir margt löngu en var beðið um að gera það ekki - að manni skylst með vilyrði fyrir því að það yrði ekki gert ábyrgt fyrir kaupunum þótt illa tækist til. Það að Kristján hættir - ekki hugmynd - en ég er nú þannig innstilltur að ég vildi gjarnan heyra það frá honum sjálfum hver ástæðan er þótt mér komi hún ekkert við.

Bestu kveðjur

Ólafur I Hrólfsson Eyrarpúki 

Ólafur Ingi Hrólfsson, 2.1.2009 kl. 22:50

4 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

þetta er mjög gott ef það er satt að Kristján ætli að axla sína ábyrgð til að eyðileggja ekki feril Þorgerðar Katrínar. Hann getur tæplega gert það með öðru en að lýsa sig gjaldþrota. Hann axlar enga ábyrgð með að láta einhverjar ábyrgðir falla á einkafyrirtæki. En mér skilst að menn sem eru gjaldþrota megi ekki vinna hjá bönkum þannig að það er sjálfgefið að hann hætti þar.

Ég verð ánægð ef ég heyri um að menntaráðherrahjónin ætli að axla ábyrgð og reyna að greiða þau lán sem þau eru í ábyrgð fyrir. Við erum margar fjölskyldur í landinu sem eigum ættingja sem hafa unnið í bönkum og misst vinnuna og það er ekkert að gera annað en reyna að standa sameiginlega undir ábyrgð á skuldum.

Það myndi því hafa stuðað mig verulega ef eiginmaður ráðherra hefði fengið að koma sínum skuldum fyrir í einhverjum leikfléttufélagi og slyppi með 200 þúsund kallinn. Mér skilst að ráðherraeiginmaðurinn hafi haft 19 milljónir í mánaðarlaun á meðan menntamálaráðherra hafði eina. Einhver ábyrgð og áhætta hlýtur að fylgja slíkum ofurlaunum.

Sennilega er betra og heiðarlega fyrir þessa sem bankinn vildi troða upp á skuldaafsali að afsala sér því - það verður hvort sem er skattskylt og ef upphæðirnar eru eins háar og ég held þá þýðir það gjaldþrot venjulegs launafólks. það er betra að fara í gjaldþrot með hreinan skjöld en að fara í gjaldþrot eftir einhver undanbrögð sem almenningi býðst ekki. 

margir hafa unnið sig ágætlega upp aftur þó þeir hafi lent í gjaldþroti, sérstaklega ef fólk er ungt og með langa starfsævi framundan.

það er hins vegar lífsnauðsynlegt að breyta gjaldþrotalögum og koma til móts við alla þá sem nú eru að fara í þrot svo þeir detti ekki niður í gryfju sem þeir komast aldrei upp úr.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 3.1.2009 kl. 00:45

5 Smámynd: Jens Guðmundur Jensson

Það er indælt að sjá svona jákvæð skrif um jafn grafalvarlegt mál og hér um ræðir.

Við sem erum minna jákvæðir og höfum lifað við annað pólitískt siðferði eigum í stórum vandræðum með að vera svona jákvæðir. Mér finnst einhvern veginn að þú sért svo jákvæður að þú teljir að þjóðin komist hreinlega ekki af án leiðsagnar Þorgerðar Katrínar. Og að það sé jákvætt þegar fólk sem hefur boðið sig fram til ábyrgðarstarfa, sér að sér á sínum eigin forsendum og býður upp á sýndarmálamiðlun til að kaupa sér framhaldslíf hjá jákvæu fólki.

Mér var einu sinni sagt af mjög jákvæðum manni að kirkjugarðarnir væru fullir af fólki sem í lifanda lífi stóðu í þeirri meiningu að þau væru algerlega ómissandi.

Ekki það að ég óski Þorgerði Katrínu bráðri vist í kirkjugarði. En Íslenska þjóðin þarf ekki á henni að halda og þaðan af síður Sjálfstæðisflokkurinn.

Þorgerður Katrín hefði ekki haldið ráðherratign í nokkru norrænu landi fram yfir daginn sem upp komst um hægri 7

Jens Guðmundur Jensson, 3.1.2009 kl. 01:29

6 identicon

Sæll Brekkusnigill.

Ég hef lesið margt bloggið frá þér og líkað vel við flest - reyndi að svara þér í nótt en kerfið hjá blogginu sagði málið komið áfram eb svo var ekki.

Þú segir að þetta sé dæmi um það þegar maki veikir stjórnmálamann. Ég horfi hinsvegar á þetta þannig að þetta sé dæmi um það hvernig pólitískir andstæðingar geta komið höggi á fólk með því að horfa ekki á staðreyndir - sjá aðeins það sem þeir vilja sjá Ég er svo sannarlega EKKI aðdáandi Kaupþings - en á sínum tíma þegar starfsmenn ætluðu að losa sig við bréfin sín bað bankinn um að það yrði ekki gert - það liti svo illa út - í staðinn var þeim lofað því að þau þyrftu ekki að standa skil á greiðslum. Kristján og Þorgerður standa samt sem áður frammi fyrir stórfelldu tapi sem var varla á bætandi eftir það sem dundi yfir þau í einkalífinu á síðasta ári í veikindum dóttur þeirra. Oft hef ég dáðst að Þorgerði Katrínu en sjaldan eins og þá er ég sá hana rísa upp fyrir sjálfa sig og sinna starfi sínu á sama tíma. Þá var Þorgerður Katrín stærri en hún sjálf - líka vegna þess að hún hafði Kristján sér við hlið.

Við skulum virða ákvörðun Kristjáns og bíða með alla dóma þar til rykið sest.

Bestu kveðjur norður

Ólafur I Hrólfsson Eyrarpúki

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband