Er verið að velja íslenskt með Cintamani?

Umræðan um Cintamani vekur spurningar um hversu íslenskt merkið er í raun og veru og hvernig feldir séu notaðir í framleiðsluferlinu. Tengingin við Kína er nú hvorki jákvæð né góð fyrir fyrirtækið. Fyrsta hugsun allra sem velta fyrir sér Kína í þessu samhengi er hvort allt standist lög í framleiðslunni. Meðferð á dýrum þar er ekki beint til sóma í flestum tilfellum og barnaþrælkun er mjög algengt vandamál.

Eftir að ég sá þátt í Sjónvarpinu fyrir nokkrum árum um barnaþrælkun í Kína er fjarri lagi að nokkur geti fullyrt að allt sé slétt og fellt varðandi framleiðsluferli í Kína. Fátt stenst þar þá staðla sem við viljum státa af á vesturlöndum. Ég man að þegar forseti Íslands var í Kína fyrir nokkrum árum heimsótti hann verksmiðju þar sem mörg börn unnu og varla þarf að taka fram að þar var ekki allt beinlínis til sóma.

Cintamini græðir ekki mikið á tengingunni við Kína semsagt, hversu svo sem reynt er að telja öllum trú um hversu traust framleiðslan er.

mbl.is Harma umfjöllun um Cintamani
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Þú og þínir líkar eruð svo uppteknir af ÓRG að það er alveg aðdáunarvert hvernig þið getið bendlað hann við allan fjandann. Fór ekki átrúnaðargoðið ykkar DO til Kína einhverntímann á ofanverðri síðustu öld? Kíkti hann ekki í neinar verksmiðjur?

Gísli Sigurðsson, 3.1.2009 kl. 18:54

2 Smámynd: Gunnar Björn Björnsson

Ég fer nú að horfa hýru auga til Kína ef ástandið versnar mikið hér :)    Íslenskt hugvit en ekki framleiðsla "það er íslenskt"

Ég er hæðst ánægður me Cintamani, ég er andvígur barnaþrælkun og öðru slíku líku en margt hefur breyst í kína undanfarið og eru þjóðir farnir að fara til annara þjóða t.d Afríku þar sem eftirlit er enn minna.

Megum ekki gleyma því að krafa neytenda eins og okkur neyðir framleiðendur til að finna alltaf ódýrustu leiðir til framleiðslu þannig að við erum öll pínu flækt í þetta. :) 

Gunnar Björn Björnsson, 3.1.2009 kl. 21:29

3 Smámynd: Sævar Finnbogason

Sæktu þér myndina China Blue Stefán þ.e.a.s ef þú hefur ekki þegar séð hana. Hún er frábær og lýsir þessu frá hlið stúlkna sem vinna í Gallabuxnaverksmiðju. Ótrúlega sterk mynd.

Sævar Finnbogason, 3.1.2009 kl. 22:56

4 identicon

Það eru 2 miljónir barna í heiminum í dag í einhvers konar barnaþrælkun. Það getur verið um að ræða hermennsku, kynlýfsþrælkun og vinnuþrælkun að ræða. Við verðum að vera vakandi þegar svona kemur upp, og ef eitthvert fyrirtæki verður uppvíst að svona löguðu þá eigum við að sjálfsögðu að bregðast við því. Ég er ekki að dæma um þetta tilfelli, en við við verðum engu að síður að vera vakandi.

Valsól (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 23:45

5 identicon

66Norður er nú framleitt í lettlandi að mér vitandi .  Svo er lagt óhemjumikið á vöruna .  Þessi vara er orðin fáránlega dýr að það nær ekki nokkurri átt .  Er ekki 66 upprunalega frá Bolungarvík.  æji man það ekki.

jonas (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband