Barn misnotað í áróðursskyni á Austurvelli

Mér fannst það í senn átakanlegt og eiginlega mun frekar sorglegt að sjá átta ára gamalt barn, saklausa sál, hreinlega misnotað á Austurvelli í áróðurstilgangi fyrir Hörð Torfason og samtök hans í dag. Þetta fólk sem kemur svona fram ætti að skammast sín og biðjast afsökunar fyrir þessa framsetningu. Þetta er einum of mikið, svo vægt sé til orða tekið. Ég ætla ekki að gera lítið úr því að börn hafi skoðanir og byrji ung að taka þátt í pólitísku starfi eða tjá skoðanir sínar en þetta er óafsakanlegur verknaður.

Mér finnst eitthvað mjög rangt við þá framsetningu að stilla átta ára gömlu barni upp á svið fyrir framan hóp fólks til að öskra slagorð ofan í þá sem þar eru komnir og öskrin og fagnaðarlætin sem koma frá því. Þetta er misnotkun af versta tagi. Ætlar einhver að segja manni að þetta átta ára barn hafi algjörlega talað frá eigin hjarta um þessi hitamál samtímans. Hvernig á átta ára barn að meðtaka allt sem er að gerast og tala til fjöldahreyfingar um þjóðmál svo trúverðugt sé?

Þarna var farið yfir strikið.

mbl.is Mótmælt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Stefán, gleðilegt ár.

Ég er algjörlega ósammála þér. Ég var á útifundinum. Ég á fjögur börn. Ég hefði leyft dóttur minni að halda ræðu ef hún hefði óskað eftir því. Ég var stoltur og hreykinn að hlusta á litlu dömuna í dag. Þegar gert er lítið úr ræðu hennar vil ég bara benda á að margir fullorðnir koma og halda ræður eftir að þeir hafa verið forritaðir. Geir H hefur sjálfsagt ekki samið allar ræður sínar einn og að minnsta kosti fengið aðstoð við það.

Hraunaðu frekar yfir samflokksmenn þína sem voru með dólgslæti á gamlárskvöld frekar en að vera með þennan vandlætingartón yfir reykvískri stelpu.

Gunnar Skúli Ármannsson, 4.1.2009 kl. 00:58

2 identicon

Ég er þér sammála Stefán, hver á þetta blessaða barn sem þarna var að tala. þetta gerir börnum ekki gott og til skammar fyrir foreldra þessa barns.

Bögga (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 00:59

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Það að ég styðji það að börn sem vilja tjá sig fái það...vil ég ekki láta blanda við orðið "misnotkun" Stefán!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.1.2009 kl. 01:07

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þetta var einum of á Austurvelli í dag. Það verður að segja alla hluti eins og þeir eru. Þetta er allavega mín skoðun á þessu.

Ég virði skoðanir Dagnýjar sem hún tjáði en mér finnst samt ekki rétt að stilla átta ára barni upp á svið á fjöldafundi.

Sjálfur byrjaði ég ungur að hafa áhuga á þjóðmálum og var virkur í því að tjá mig löngu áður en ég náði kosningaaldri svo ég virði það að ungt fólk hafi áhuga á þjóðmálum.

En sumt er ekki hægt að verja á grundvelli skoðana einvörðungu. Ræða átta ára barns á fjöldafundi er eitt af því.

Stefán Friðrik Stefánsson, 4.1.2009 kl. 01:14

5 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Var ekki á staðnum og því vissulega ekki dómbær á aðstæður.

En er þetta nú ekki einum of dramatísk útlegging ?

Gleðilegt Annus Mirabilis

Hildur Helga Sigurðardóttir, 4.1.2009 kl. 07:00

6 Smámynd: Hommalega Kvennagullið

Hjartanlega sammála þér Stefán.

 Það sló mig hreinlega að sjá þetta, um leið og mér fannst þetta kjánalegt.  Ég virði það að sjálfsögðu að börn hafi skoðanir og megi koma þeim á framfæri eftir ákveðnum leiðum, en svona uppstilling er til skammar, og já.. hrein misnotknun..

Hommalega Kvennagullið, 4.1.2009 kl. 07:19

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Satt Stefán Friðrik,"aðgát skal höfð i nærveru sálar"/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 4.1.2009 kl. 12:04

8 identicon

Farðu nú að komað þér að því að skrifa um framgang Óla Klemm og litla bróður í mótmælunum á gamlársdag. 

ÞJ (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 12:31

9 identicon

Stefán ég er sammála þér en þú skýtur langt yfir markið þegar þú segir að þetta sé misnotkunn af versta tagi.  Það eiginlega gerir lítið úr þeirri viðbjóðslegu misnotkunn sem börn geta og hafa orðið fyrir.  Þetta þarna á Austurvelli á lítið skilt með því.

Við megum ekki missa okkur í dramanu hvorki yfir þessu né öðru.

Hafrún (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 13:35

10 Smámynd: hilmar  jónsson

Full mikil dramatíksering fyrir minn smekk. Mér finnst ekki vera hægt að tala um misnotkun í þessu sambandi.

Vissulega meiri dramatík í málum Klemensbræðra. Ég hef ekki séð stafkrók frá þér um það ? ?

hilmar jónsson, 4.1.2009 kl. 14:10

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sammála Stefán þarna var farið yfir strikið.

Óðinn Þórisson, 4.1.2009 kl. 15:05

12 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Mér hefur alltaf þótt mikilvægt að bera virðingu fyrir börnum þó ekki sé mikil hefð fyrir því í okkar siðmenntaða samfélagi. Það er hinsvegar mjög löng hefð fyrir því að segja suss við börnin. Ég er ekki fylgjandi því - börn eru undir áhrifum skoðana sem þau heyra í kringum sig alveg eins og hinir fullorðnu. Þau hafa hinsvegar líka augu, eyru, huga og ímyndunarafl sem er oft býsna vakandi og í örri þróun og mótun - ólíkt hinum fullorðnu. Stúlkan í gær mátti alveg segja skoðanir sínar. En ég sé á öllu að margir hefðu viljað velja suss leiðina.

Anna Karlsdóttir, 4.1.2009 kl. 15:35

13 Smámynd: Anna Guðný

Ég skil alveg hvað Stefán er að meina og er alveg sammála honum. Myndi þó ekki nota svo sterk lýsingarorð  sjálf yfir það en það er mitt. Þetta hefur ekkert að gera með það hvort þessi átta ára stúlka  megi hafa skoðun á ástandinu í dag eða ekki, eða hafi nokkra  skoðun yfirleitt. Þetta hefur heldur ekkert að gera með  hvort að þetta sé klár og sniðug 8. ára gömul stúlka. Flest börn eru alltaf klár og sniðug, sama á hvað aldri þau eru, en auðvitað eru þau misjöfn.  Það er bara verið að tala um þá ákvörðun föðurins að leyfa henni að fara upp á svið og tala á fundinum.

Við sem höfum þessa skoðun eru ekki að tala um neina sussu leið, við erum að tala um að halda ræðu á opinberum mótmælafundi í Reykjavík. Veit ekki með ykkur en ég geri greinarmun þarna á.

Mér fannst svolítið merkilegt að lesa færslu hjá Ómar  Ragnarssyni þar sem hann lísti því hvernig börn sem komu fram í einhverri afhjúpun minnir mig á Kárahnjúkum voru sýnd almenningi. Allar myndir þar sem hægt er að sjá andlit þeirra eru geymdar þangað til þau eru 18 ára og þá geta þau sjálf ákveðið hvort þau vilji vera opinber þarna eða ekki. Þessi unga stúlka hefur ekkert val. Hún er út um allt. Þarna var ansi stór ákvörðun tekin fyrir hennar hönd, sama hvort fólk er sammála henni eða ekki.

Fyrirgefðu línufjöldann Stefán, þetta er orðið ansi langt.

Anna Guðný , 5.1.2009 kl. 04:54

14 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Ég skrifaði Umboðsmanni barna út af þessu í gær og bíð eftir áliti frá þeim. Hér er linkur á bréfið:

Þátttaka barna í pólitískum fundum og mótmælum

Ástþór Magnússon Wium, 6.1.2009 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband