Stjórnarsamstarf án heilinda

Geir og Ingibjörg
Æ betur kemur í ljós að engin heilindi eru lengur eftir í stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Yfirlýsingar Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur að undanförnu bera glögglega vitni um það, einkum talið um þingkosningar í vor sem virðast hafa komið Geir Haarde og Þorgerði Katrínu mjög á óvart. Miðað við viðbrögð Þorgerðar mætti reyndar helst ætla að það sé eitthvað sem er á skjön á við það sem leiðtogar flokkanna hafa komið sér saman um. Lítil heilindi eru eftir í samstarfi þegar svona gjörólíkur tónn er á milli aðila.

Þegar að Ingibjörg Sólrún sagði að örlög samstarfsins réðust af útkomu landsfundar Sjálfstæðisflokksins túlkaði ég það sem hótun. Erfitt annað. Með þeim orðum var hún að stilla samstarfsflokki upp við vegg og hóta þeim sem sitja landsfundinn stjórnarslitum ef þeir gerðu ekki það sem henni þóknaðist. Þetta var hótanastíll sem ekki hefur heyrst lengi, enda er kjölfesta í samstarfi heilindi og sveigjanleiki. Þar sem ekki eru sömu skoðanir er reynt að ná málamiðlun, ella slíta því samstarfi.

Ég hef á síðustu vikum orðið sífellt hrifnari af þeirri hugmynd að kosið verði á þessu ári, þar sem þetta stjórnarsamstarf er að mörgu leyti komið á endastöð. Líka er mikilvægt að þeir sem eru á vaktinni leitist eftir endurnýjuðu umboði - kjósendur felli sinn dóm yfir þeim sem hafa ráðið för. Þar verði farið yfir allar hliðar mála og gert upp við liðna tíð, síðustu mánuði, sem eru þó eins og heil eilífð í örlagakapal þjóðarinnar.

Verst af öllu er að vera með ríkisstjórn sem er sammála um það eitt að halda völdum en getur ekki verið samstíga í verkum og orði. Þá er ekkert annað að gera en halda í kosningar og stokka spilin upp.

mbl.is ESB aðeins átylla fyrir stjórnarslitum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ég hef verið á þeirri skoðun nú um nokkurt skeið að þessi ríkisstjórn sé búin. Tveir ráðherrar sf sitja í ríkisstjórn sem þeir styðja ekki.
Sammála þér Stefán að það eru engin heildi eftir í þessu stjórnarsamstarfi og tilkynnt verður um stjórnarslit á fyrstu dögum feb.
Ég held að það sé alveg borðliggjandi að það verða kosningar á þessu ári.

Óðinn Þórisson, 4.1.2009 kl. 16:21

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sammála þessu Stefán Friðrik,þetta gengur ekki öllu lengur/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 5.1.2009 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband