Tala Ingibjörg og Þorgerður fyrir sömu ríkisstjórn?

isg tkg
Mér fannst það pínlegt fyrir ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar að Þorgerður Katrín og Ingibjörg Sólrún sendu út á sama klukkutíma gjörólíkar yfirlýsingar um ástandið á Gaza-svæðinu - svo ólíkar að þær geta varla báðar verið skoðun ríkisstjórnar Íslands. Tala Þorgerður Katrín og Ingibjörg Sólrún virkilega fyrir sömu ríkisstjórn þegar sú önnur segir að ekki sé unnt að fordæma ástandið og hin segist fordæma það.

Hvernig er það annars; er síðasta límið í þessu stjórnarsamstarfi að bresta? Þorgerður Katrín var jú guðmóðir þessarar ríkisstjórnar eins og frægt er orðið.


mbl.is Fordæmir innrás á Gasa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sæll Stefán og þakka þér góðar greinar.

Satt hjá þér, þetta stjórnarsamstarf er að líða undir lok.  enda ekki nokkur leið að sjá hvert Samfylkingin vill fara.  Það er alveg sama hvað Sjálfstæðisflokkurinn segir, ISG tekur alltaf aðra stefnu, en alltaf að sama marki, það á að halda kosningar í vor. 

Eflaust er það best þegar á heildina er litið, enda er andstaðan við ESB aðild í Sjálfstæðisflokknum mun meiri en skoðanakannanir gefa til kynna, held ég. 

Sigurður Sigurðsson, 4.1.2009 kl. 16:34

2 identicon

Góð spurning, falla utanríkismál ekki undir utanríkisráðherra frekar en menntamálaráðherra?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 19:46

3 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Þetta er að verða pínlegt

Við verðum að búa okkur undir kosningar ekki seinna en í vor. Ég gef að sjálfsögðu kost á mér. Allt að vinna og miklu að tapa. Finn gríðarlegan stuðning hér í Lödingen í Norður-Noregi. Við hér viljum láta Evrópusambandið i friði.

Kveðjur í föðurlandi og þykkum sokkum 250 km fyrir norðan baug þ.e. heimskautsbaug. Og hér er CoOp verslun! Notalegt!

Sigurjón Benediktsson, 4.1.2009 kl. 19:48

4 identicon

Ég spyr nú bara hvers vegna er menntamálaráðherra að tjá sig um utanríkismál?

Einar Tryggvason (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 21:24

5 Smámynd: Jón Sigurðsson

Þetta stjórnarsamstarf er afar veikt og hefur verið það lengi. Þetta stjórnarsamstarf með prúðmennið Geir Haarde við stjórnvölinn í samvinnu við hentistefnuflokk, flokk skoðanakannanna er ekki líklegt til stórræða. Þessar ágætu konur sem hér er vitnað í glíma báðar við erfiða sjúkdóma sem tengjast þeirra einkalífi og er það ærið verkefni þó annað bætist ekki við. Þær eiga samúð mína alla. Sá sem er veikur á að einbeita sér að sínum vandamálum og fela öðrum úrlausn mála. Þeir sem eitthvað þekkja til alþjóðamála vita það að leiðtogar sem eiga við veikindi að stríða taka sjaldan ákvarðanir sem eru til heilla. Nægir að nefna Yalta samningana í því sambandi. Gasa svæðið er ekki það sem greinir þarna á milli og svör þessara tveggja kvenna um þau mál skipta litlu. Hvað sagði Ingibjörg S Gísladóttir í fréttum í dag. Hún sagði að allt annað og meira en ágreiningur um aðild að ESB hefði verið ástæða til stjórnarslita sem ekki urðu  en enginn hafði rænu á því að spyrja hvað það hefði verið. Þetta stjórnarsamstarf er líkt því eins og það var í Borgarstjórn þegar Ólafur F gegnsýrði allt og alla í kringum sig. Svo birtist Hanna Birna eins og frelsandi engill og samstarfið í borgastjórn hefur gengið vel undir hennar forystu.  

Jón Sigurðsson, 4.1.2009 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband