Bjarni yfirgefur Framsóknarflokkinn

Úrsögn Bjarna Harðarsonar, fyrrverandi alþingismanns, úr Framsóknarflokknum koma ekki að óvörum eftir sviptingar síðustu mánuði innan flokksins en eru vissulega stórtíðindi. Bjarni var jú afgerandi fulltrúi gömlu fylkinganna í flokknum og talaði fyrir þeim gildum sem einkenndu Framsóknarflokkinn í gamla daga - var boðberi þess að halda í andstöðuna gegn ESB og vildi hafa Framsókn uppi í sveit. Þetta eru tímamót að því marki en kannski er þetta lokapunktur þess sem vitað var að myndi gerast.

Svo er það spurning hvort Bjarni yfirgefur flokkinn eða hann hefur yfirgefið hann. Væntanlega er það mitt á milli en greinilegt er á öllu að Framsókn tekur miklum breytingum í sviptingum næstu vikna, sem nær hámarki með kjöri nýs formanns Framsóknarflokksins í lok næstu viku.


mbl.is Bjarni sagði sig úr Framsóknarflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband