Veruleikafirring stjórnmálanna

Varla er mikið að gerast í pólitíkinni í Frakklandi, á þessum örlagatímum, þegar aðalfréttin er hver sé barnsfaðir dómsmálaráðherra Frakklands. Kannski skiptir þetta máli fyrir einhverja, en hver er fréttin í þessu þegar alheimskerfið í efnahagsmálum brennur og miklar væringar í alþjóðastjórnmálum. Ég er ekki viss um að ég nennti að fylgjast með slíku dúllutali, séð og heyrt pólitík, ef hún gerðist hér. Hvar er forgangsröðin í umræðunni?

Hitt er svo annað mál að einhverjir eru uppteknir í því að velta fyrir sér hvort ráðherrann sé kannski að verða mágkona forsetans og vilji velta fyrir sér smáatriðunum í einkalífi hennar. Mér finnst samt svona pólitík innan í pólitíkinni ekki merkileg og eiginlega er þetta hluti af veruleikafirringu fortíðarinnar þegar fólk var að velta fyrir sér ómerkilegu hlutunum en gleymdi þeim merkilegu.

Við sjáum þetta vel hérna heima því við gleymdum okkur oft í smáatriðunum í einkalífi stjórnmálamanna og hvar þeir væru í glasi í kokteilboði og við hvern þeir skáluðu frekar en hugleiða aðalatriðin, undirstöður og lykilatriði samfélagsins. Þess vegna sváfum við á verðinum þegar allt fór á versta veg.

mbl.is Barnsfæðing vekur umtal í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband