Absúrdismi og mannamunur á borgarafundi

Ég er alveg hættur að skilja borgarafundina sem haldnir eru vegna kreppunnar. Þeir fóru vel af stað, en eru komnir út í móa. Absúrdismi og mannamunur standa upp úr eftir þann í kvöld. Þar var einn ræðumanna með grímu fyrir andlitinu og vildi ekki láta nafns síns getið, lét eins og hann væri staddur undir nafnleynd á spjallvef. Auk þess er greinilegt að ekki er sama hverjir tala á fundinum og reynt að hefta málfrelsi sumra því það sem þeir segja hentar mögulega ekki þeim sem halda fundinn.

Þetta bæði hlýtur að leiða til þess að fundurinn missir marks, enda munaði litlu að hann endaði í rugli. Mér finnst stórundarlegt að þeir sem ávarpa svona fund og eru væntanlega að tala fyrir einhverjum boðskap geti ekki komið fram undir nafni og tjáð skoðanir sínar óhikað með heiðarlegum hætti, en ekki með blammeringum og óábyrgu tali þar sem engin persóna er á bakvið. Reyndar finnst mér merkilegt hvað gríman er að verða mikil táknmynd hjá hópnum sem mótmælir án Harðar.

Enda er greinilegt að það eru að myndast tvær hreyfingar mótmælenda, annar sem hugsar með höfðinu og vill vera ábyrgur í orði og verki og svo þeir sem vilja ekki bera ábyrgð á mótmælunum og ganga skrefinu lengra - telja ekkert heilagt og kallar sig þegar glæpamenn. Þetta er merkilegur fylkingamunur. Hitt er svo undarlegt að þeir sem koma á fundinn til að tjá sig fái ekki að gera það, þegar allir vita hver viðkomandi aðili er. Þetta heitir mannamunur á góðri íslensku sagt.

Stóra málið í þessu öllu er að mótmælendur ganga ekki í takt. Þeir eru í nokkrum fylkingum og ganga misjafnlega langt, enda sumir í mótmælum af ábyrgð en aðrir af ábyrgðarleysi. Aðrir fá svo greinilega ekki að vera með, ekki nógu verðmætir. Þetta er að verða að absúrdisma í bestu mynd orðsins.

mbl.is Lá við að fundurinn leystist upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FLÓTTAMAÐURINN

Stefán: Farðu hægt í að gagnrýna hluti sem þú veist ekki um hvað fjalla. Ástæðan fyrir því að Ástþór fékk ekki að tala var hreinlega sú að hann kom æðandi inná miðjan fundinn með hrópum, á almennum fundum er það fundastjóri sem ræður hverjir tala og það fengu ALLIR fundargestir að tala sem um það báðu. Ástþór var einfaldlega ekki fundargestur, hefði hann setið fundinn frá byrjun og beðið á lýðræðislegan hátt um orðið þá hefði hann fengið það.

FLÓTTAMAÐURINN, 8.1.2009 kl. 22:56

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Af hverju er Ástþór allt í einu miðdepill alls?  Fólk er alls ekki að hugsa um hann, heldur ástandið!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.1.2009 kl. 23:25

3 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Flóttamaðurinn, ég HEF BEÐIÐ um að tala og verið synjað. Ég var EINNIG ÁÐUR BORINN ÚT af Opnum borgarafundi eftir að gera úttekt á vali ræðumanna og benda á í mínu bloggi að vinnubrögðin væru ekki nægjanlega lýðræðisleg.

En ádeila mín í kvöld snérist einnig um þá skoðun mína að útilokað er að byggja nýtt Ísland á grímuklæddum leiksýningum og sovét-fasískum vinnubrögðum. 

Nánar um þetta hér: Kommúnistar báru jólasveininn út af Opnum borgarafundi

Ástþór Magnússon Wium, 8.1.2009 kl. 23:25

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Auðvitað má fólkið mótmæla,en það verður bar að vara máefnalegt og friðsamlegt/en ekkert getur komið i stað kosninga þar fer þetta fram/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 9.1.2009 kl. 01:20

5 identicon

Það er til fólk sem vill ganga lengra í þrýstingi sinn á ráða og auðvaldamenn en að mjálma á dauðar byggingar hvern einasta laugardag með herði torfa. Sættu þig við það.

Ari (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 02:00

6 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Bloggið logar enn og aftur í gagnlausum ásökunum byggðar á nánast engum heimildum fólks sem ekki var á staðnum - ég bendi þér á Stefán að lesa fjölmargar færslur þeirra sem voru þarna í gær og þá verður þér ljóst að jólasveinauppákoman var aðeins aukaatriði. Aðalatriðið var að lögregla og mótmælendur af ýmsu tagi töluðu saman á mannlegum nótum og það er miklu meira virði en rangfærslur og gróusögur. 

Það sem síðan skiptir allra mestu máli er að það eru að dynja yfir þjóðina miklar hörmungar og óskandi væri að hún gæti einbeitt sér að því sem hún getur verið sammála um fremur en endalausar skærur um smáatriði sem engu skipta.

Birgitta Jónsdóttir, 9.1.2009 kl. 07:55

7 identicon

Mótmælendur eru allskonar. Það eru ekki tveir hópar, eða þrír, og alls ekki einn. Það ríkir (ennþá) málfrelsi í þessu landi og því hefur fólk þann rétt að mótmæla eins og það vill, hvort sem það kemur fram undir nafni eða ekki. Þetta með grímuna fyrir andlitinu finnst mér táknrænt um það að þeir sem settu landið á hausinn eru andlitslausir. Það tekur enginn ábyrgð á hlutunum og hinn almenni borgari er settur í ábyrgðarstöðu og píndur til að greiða skuldina. Það talar enginn við okkur, við vitum ekki afhverju eða hvers vegna, og svo er hurðinni skellt í andlitið á okkur. Ef að fólk vill mótmæla með grímu, hvað með það?

Mér finnst einmitt svona póstar, eins og þinn, ýta undir sundrung og glundroða og verður til þess að mótmæli missa marks. Það er ekkert vandamál nema að fólk búi hann til. Mótmælendur eru mótmælendur, þeir sem að keyra áfram hópinn gera það á sinn hátt. Ef þér líkar það ekki þá mæli ég með því að þú bjóðir þig fram í það.

linda (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 07:57

8 identicon

mótmælir án Harðar?

Fréttamaður: Ert þú að mótmæla

Mótmælandi: Já en ég mótmæli án Harðar

Fréttamaður: Já sæll, einn af þeim.

Eftir hverju byggir þú þína gagnrýni? Varst þú á fundinum?

Ef svo er ekki mæli ég með að þú lesir lýsingu Þór Jóhannessonar hér á blogginu. Hún gefur nokkuð raunsæa mynd, best hefði reyndar verið að koma sjálfur á staðin í staðinn. Þú kemur vonandi næst.

Sigurður Ingi (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 08:09

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ég skil mjög fólk í að mótmæla ástandinu og þörfin að láta til sín taka.
En það er erfitt að átta sig á því í hvaða att þessir borgarafundar eru að fara. Var að hlusta á Höllu Tómasdóttur í Markaðnum og er ég sammála henni að við verðum að fara breyta um hugarfar. Taka upp jákvætt hugarfar og bjartsýni.
Þannig að ef þessi mótmæendur noti þennan kraft að jákvæðan hátt geta þeir gert mjög góða hluti.

Óðinn Þórisson, 9.1.2009 kl. 08:46

10 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Það er dæmigert að um leið og ég kem með aðra skoðun og tjái mig þá koma hinir með persónulegt skítkast hjá mér. Ég eyddi nokkrum slíkum kommentum. Ég nenni ekki að bjóða upp á þannig umræðu hér, enda þjónar hún engum tilgangi. Þeir geta bara staðið fyrir utan og öskrað hérna. Þeir sem ekki geta verið málefnalegir fá sparkið hér. Hitt er svo annað mál að sumir mótmælendur verða að velta því fyrir sér hvernig vörubílstjórar klúðruðu sínum mótmælum og læra af því.

Stefán Friðrik Stefánsson, 9.1.2009 kl. 08:47

11 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, Óðinn. Halla Tómasdóttir talaði af ábyrgð og festu um framtíðina. Við verðum sjálf að byggja okkar framtíð í stað þess að leggjast flöt niður og væla. Það er einfaldlega ekki valkostur ef við ætlum að eiga einhverja framtíð í þessu landi. Halla talar mannamál og ég tek undir allt sem hún sagði. Hún hefur rödd sem talar af skynsemi en ekki af einhverjum gömlum fordómum eða kreðsum sem eiga enga rétt á sér núna.

Stefán Friðrik Stefánsson, 9.1.2009 kl. 08:51

12 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Það er ekki hægt að gera neitt fyrr en einhver hefur hugrekki og dug til að axla ábyrgð - flokkurinn sem þú hefur stutt ber mikla ábyrgð á því ástandi sem er hér - það þarf algera uppstokkun, þá fyrst er hægt að bretta upp ermarnar og hefja uppbyggingu.

Birgitta Jónsdóttir, 9.1.2009 kl. 08:59

13 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég er alveg sammála þér um það Birgitta að sumir stjórnmálamenn hafa brugðist. Ég hef tjáð mína skoðun allavega að ég vilji kosningar á árinu og að fjármála- og viðskiptaráðherra eigi að segja af sér, hafi átt að gera það fyrir löngu. Benti á það síðast hér í gær. Geir og Ingibjörg eiga að fara í kosningar og leggja sín verk í dóm fólks. Kannski má skilja að ég dæmi alla mótmælendur hart með þessum skrifum en það er ekki þannig. Mér finnst eðlilegt að fólk tjái skoðanir sínar og mótmæli málefnalega. Þar set ég þó mörkin í því.

Stefán Friðrik Stefánsson, 9.1.2009 kl. 09:02

14 identicon

Ég tel það mjög varasamt að ætla að gefa mótmælum einkunnir. Sér í lagi mótmælum sem maður sótti ekki.

Hvaða tilgangi þjóna svona einkunnagjafir?

Henrý Þór (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 10:27

15 Smámynd: Geimveran

Minni á að þetta var FUNDUR þar sem verið var að leiða saman mótmælendur af mismunandi tagi og lögreglu með það markmið að þeir myndu ræða saman á mannamáli.

Fundurinn gekk mjög vel og eftir að hafa rætt við fjölmarga fundargesti virðist manni sem að hanni hafi skilað meiri skilningi mótmælenda á löggæslunni og meiri samúð lögreglu gagnvart aðgerðarsinnum. Það ætti svo að hafa þau áhrif að minni líkur séu á leiðinlegum uppákomum í mótmælum.

Er það virkilega svona hræðilegt Stefán?

Ef þér finnst það þá hef ég mínar eigin skoðanir á hver það er sem er út í móa!

Eins og alltaf á þessum fundum þá komust ekki nema brot af fundargestum á mælendaskrá. Enn voru u.þ.b. 15 manns eftir á skránni þegar klukkan sló 10.

SVo ég spyr - hefði verið réttlátt, eðlilegt, sanngjarnt, í takt við hefðbundið fundarform að leyfa jólasveininum að æða inn á miðjum fundi, með hávaða, dónaskap og frammíköll, þar sem hann heimtaði athygli og að færa lögreglustjóranum "pakka" - að leyfa honum að troðast fram fyrir 20 manna mælendaskrá með þessum aðferðum ?

Burt sé frá því að vitandi hver maðurinn er þá gat enginn vitað hvað það var sem hann ætlaði að færa lögreglustjóranum! Borgarafundsfólkið telur sig bera ábyrgð á sínum gestum og kýs að taka ekki séns á að ráðist sé á þá með tómtasósu eða hvað annað menn kunna að hafa í pokahorninu!!!

Auk þess kom þessi uppákoma jólasveinsins í veg fyrir að fleiri kæmust að til spyrja - hún þjónaði engum tilgangi öðrum en að stela tíma og athygli. En ekki lengi - með mjúkum róm sínum náði Hörður í raun að slá salinn utanundir og fólk áttaði sig á því hversu heimskulegt það væri að láta þetta atvik sundra sér og afvegleiða. Samstaðan jókst og í lok fundar var stemmingin þannig að hópfaðmlög hefðu ekki verið neitt absúrd.

Geimveran, 9.1.2009 kl. 12:57

16 identicon

Hvaða blammeringar og óábyrga tal áttu við?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband