8.1.2009 | 22:37
Absúrdismi og mannamunur á borgarafundi
Ég er alveg hættur að skilja borgarafundina sem haldnir eru vegna kreppunnar. Þeir fóru vel af stað, en eru komnir út í móa. Absúrdismi og mannamunur standa upp úr eftir þann í kvöld. Þar var einn ræðumanna með grímu fyrir andlitinu og vildi ekki láta nafns síns getið, lét eins og hann væri staddur undir nafnleynd á spjallvef. Auk þess er greinilegt að ekki er sama hverjir tala á fundinum og reynt að hefta málfrelsi sumra því það sem þeir segja hentar mögulega ekki þeim sem halda fundinn.
Þetta bæði hlýtur að leiða til þess að fundurinn missir marks, enda munaði litlu að hann endaði í rugli. Mér finnst stórundarlegt að þeir sem ávarpa svona fund og eru væntanlega að tala fyrir einhverjum boðskap geti ekki komið fram undir nafni og tjáð skoðanir sínar óhikað með heiðarlegum hætti, en ekki með blammeringum og óábyrgu tali þar sem engin persóna er á bakvið. Reyndar finnst mér merkilegt hvað gríman er að verða mikil táknmynd hjá hópnum sem mótmælir án Harðar.
Enda er greinilegt að það eru að myndast tvær hreyfingar mótmælenda, annar sem hugsar með höfðinu og vill vera ábyrgur í orði og verki og svo þeir sem vilja ekki bera ábyrgð á mótmælunum og ganga skrefinu lengra - telja ekkert heilagt og kallar sig þegar glæpamenn. Þetta er merkilegur fylkingamunur. Hitt er svo undarlegt að þeir sem koma á fundinn til að tjá sig fái ekki að gera það, þegar allir vita hver viðkomandi aðili er. Þetta heitir mannamunur á góðri íslensku sagt.
Stóra málið í þessu öllu er að mótmælendur ganga ekki í takt. Þeir eru í nokkrum fylkingum og ganga misjafnlega langt, enda sumir í mótmælum af ábyrgð en aðrir af ábyrgðarleysi. Aðrir fá svo greinilega ekki að vera með, ekki nógu verðmætir. Þetta er að verða að absúrdisma í bestu mynd orðsins.
Þetta bæði hlýtur að leiða til þess að fundurinn missir marks, enda munaði litlu að hann endaði í rugli. Mér finnst stórundarlegt að þeir sem ávarpa svona fund og eru væntanlega að tala fyrir einhverjum boðskap geti ekki komið fram undir nafni og tjáð skoðanir sínar óhikað með heiðarlegum hætti, en ekki með blammeringum og óábyrgu tali þar sem engin persóna er á bakvið. Reyndar finnst mér merkilegt hvað gríman er að verða mikil táknmynd hjá hópnum sem mótmælir án Harðar.
Enda er greinilegt að það eru að myndast tvær hreyfingar mótmælenda, annar sem hugsar með höfðinu og vill vera ábyrgur í orði og verki og svo þeir sem vilja ekki bera ábyrgð á mótmælunum og ganga skrefinu lengra - telja ekkert heilagt og kallar sig þegar glæpamenn. Þetta er merkilegur fylkingamunur. Hitt er svo undarlegt að þeir sem koma á fundinn til að tjá sig fái ekki að gera það, þegar allir vita hver viðkomandi aðili er. Þetta heitir mannamunur á góðri íslensku sagt.
Stóra málið í þessu öllu er að mótmælendur ganga ekki í takt. Þeir eru í nokkrum fylkingum og ganga misjafnlega langt, enda sumir í mótmælum af ábyrgð en aðrir af ábyrgðarleysi. Aðrir fá svo greinilega ekki að vera með, ekki nógu verðmætir. Þetta er að verða að absúrdisma í bestu mynd orðsins.
Lá við að fundurinn leystist upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Síðuritari
Stefán Friðrik Stefánsson
Ég er í fáum orðum sagt: bjartsýnn, jákvæður, áhugamaður um pólitík, sjálfstæður, kaldhæðinn, skapheitur, kvikmyndafrík, bókaormur, Akureyringur, tónlistarspekúlant og Brekkusnigill. Netfang (MSN): stebbifr@simnet.is
Nýjustu færslur
- Gert upp við úrslit kosninga á Akureyri
- Afgerandi umboð Boris - pólitískar áskoranir nýs leiðtoga
- Boris Johnson og Jeremy Hunt berjast um Downingstræti 10
- Boris með fullnaðartök í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins
- Boris hálfnaður í mark - ráðherraslagur um sæti í einvíginu
- Aukin spenna í einvíginu um Downingstræti 10
- Boris Johnson á sigurbraut
- Sögulegur sigur hjá Trump - áfall fyrir demókrata
- Boris í lykilráðuneyti - klókindi hjá Theresu May
- Kvennabylgja fylgir Theresu May í Downingstræti 10
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Adda Laufey
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Agnar Freyr Helgason
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Kristinsdóttir
- Anna Steinunn Þengilsdóttir
- Anton Þór Harðarson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Atli Fannar Bjarkason
- Atli Fannar Ólafsson
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Auðun Gíslason
- Auður Björk Guðmundsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Ágúst Bogason
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ármann Kr. Ólafsson
- Árni Árnason
- Árni Helgason
- Árni Matthíasson
- Árni Torfason
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Guðmundsson
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásta Möller
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Barði Bárðarson
- Bárður Ingi Helgason
- Bergur Thorberg
- Bergur Þorri Benjamínsson
- Bessí Jóhannsdóttir
- Birgir Ármannsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Birgir R.
- Birgir Örn Birgisson
- Birgir Örn Birgisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjartmar Oddur Þ Alexandersson
- Björgvin Þóroddsson
- Björk Vilhelmsdóttir
- Björn Emilsson
- Björn Kr. Bragason
- Björn Magnús Stefánsson
- Bleika Eldingin
- Blog-andinn Eyvar
- Borgar Þór Einarsson
- Bókaútgáfan Hólar
- Braskarinn
- Breki Logason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Bryndís Helgadóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Brynja skordal
- Bumba
- Bwahahaha...
- Böðvar Sturluson
- Carl Jóhann Granz
- Daði Einarsson
- Dagný
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Jóhannsson
- Davíð Þór Kristjánsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- DÓNAS
- Dóra litla
- Dunni
- Dögg Pálsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Einar B Bragason
- Einar Bragi Bragason.
- Einar Helgi Aðalbjörnsson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sigurjón Oddsson
- Einar Örn Gíslason
- Einhver Ágúst
- Eiríkur Sjóberg
- Elfur Logadóttir
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Elliði Vignisson
- Ellý Ármannsdóttir
- Elmar Geir Unnsteinsson
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- E.Ólafsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- ESB
- Ester Júlía
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eygló Sara
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eyþór Árnason
- Eyþór Ingi Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fannar frá Rifi
- Fannar Gunnarsson
- Fararstjórinn
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Fishandchips
- FreedomFries
- Freyr Árnason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fræðingur
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerald Häsler
- Gestur Guðjónsson
- Gils N. Eggerz
- Gísli Aðalsteinsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Birgir Ómarsson
- Gísli Blöndal
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Steinar Jóhannesson
- Gísli Tryggvason
- Grazyna María Okuniewska
- Grímur Gíslason
- gudni.is
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Guðfinnur Sveinsson
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Helmut Kerchner
- Guðmundur Auðunsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Gunnlaugsson
- Guðmundur H. Bragason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur Jóhannsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Gunnar Freyr Steinsson
- Gunnar Gunnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar R. Jónsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnsteinn Þórisson
- Gylfi Björgvinsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Götusmiðjan
- HAKMO
- Halla Gunnarsdóttir
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldór Baldursson
- Halldór Borgþórsson
- Hallgrímur Óli Helgason
- Handtöskuserían
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haraldur Haraldsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Haraldur Pálsson
- Haukur Kristinsson
- Haukur Már Helgason
- Haukur Nikulásson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Heidi Strand
- Heiða
- Heiða Þórðar
- Heiðrún Lind
- Heimir Hannesson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heimskyr
- Heimssýn
- Helga Dóra
- Helga Lára Haarde
- Helga Nanna Guðmundsdóttir
- Helga skjol
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hersir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Himmalingur
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Kristjánsson
- Hlynur Sigurðsson
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Hommalega Kvennagullið
- Hrafn Jökulsson
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreiðar Eiríksson
- Hugrún Jónsdóttir
- Hugsanir
- Hulda Haraldsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Hægrimenn í Menntaskólanum á Akureyri
- Icelandic fire sale
- Inga Dagný Eydal
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Ingi Þór Ágústsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Gíslason
- Ingólfur H Þorleifsson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Ingvi Hrafn Jónsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ívar Jón Arnarson
- Jakob Falur Kristinsson
- JEA
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Alfreð Kristinsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Kristjánsson
- Jóhann Waage
- Jóhann Þorsteinsson
- Jón Agnar Ólason
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Ingi Stefánsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Ragnar Björnsson
- Jón Sigurðsson
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- jósep sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Valsson
- Kafteinninn
- Karl Gauti Hjaltason
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kári Finnsson
- Kári Sölmundarson
- Kári Tryggvason
- Ketilás
- Killer Joe
- Kjartan Magnússon
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Vídó
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Gígja Gunnarsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Kristín Hrefna
- Kristján Freyr Halldórsson
- Kristján Hreinsson
- Kristján L. Möller
- Kristján Pétursson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Lilja G. Bolladóttir
- Lilja Ingimundardóttir
- Listasumar á Akureyri
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Logi Már Einarsson
- Maður dagsins
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Margrét Sverrisdóttir
- Marinó Már Marinósson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Guðjóns
- María Magnúsdóttir
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Marta Guðjónsdóttir
- Matthias Freyr Matthiasson
- Mál 214
- Methúsalem Þórisson
- MIS
- Morgunblaðið
- Móðir, kona, sporðdreki:)
- Myndlistarfélagið
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Námsmaður bloggar
- Oddur Helgi Halldórsson
- Óðinn
- Óðinn Þórisson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólafur N. Sigurðsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ólafur Valgeirsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Nielsen
- Óli Sveinbjörnss
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf Kristín og Ólöf Rut
- Ólöf Nordal
- Ómar Pétursson
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Sigurðsson
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Óskar Örn Guðbrandsson
- Óttar Felix Hauksson
- Óttarr Makuch
- Óþekki embættismaðurinn
- Panama.is - veftímarit
- Paul Nikolov
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Heimisson
- Páll Ingi Kvaran
- Páll Kristbjörnsson
- Páll Rúnar Elíson
- Páll Sævar Guðjónsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pálmi Freyr Óskarsson
- Pálmi Gunnarsson
- peyverjar
- Pétur Björgvin
- Pétur Sig
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Pjetur Stefánsson
- Pollurinn
- Púkinn
- Rafn Gíslason
- Ragnar Arnalds
- Ragnar Bjarnason
- Ragnar Ólason
- Ragnar Páll Ólafsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Ragnheiður Ríkharðsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Reynir Antonsson
- Reynir Jóhannesson
- Róbert Þórhallsson
- Ruth
- Rúnar Birgir Gíslason
- Rúnar Haukur Ingimarsson
- Rúnar Óli Bjarnason
- Rúnar Þórarinsson
- Rýnir
- Samtök Fullveldissinna
- Saumakonan
- Señorita
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Gísladóttir
- Sigríður Hrönn Elíasdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- Sigurður Ingi Jónsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigvaldi Kaldalóns
- Sindri Kristjánsson
- Sjálfstæðissinnar
- Sjensinn Bensinn
- Skafti Elíasson
- Snorri Bergz
- Snorri Sigurðsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Stefanía
- Stefanía Sigurðardóttir
- Stefán Jón Hafstein
- Stefán Þór Helgason
- Stefán Þórsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steingrímur Helgason
- Steini Bjarna
- Steinn E. Sigurðarson
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stjórn Eyverja
- Sunna Dóra Möller
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Kári Daníelsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sveinn Tryggvason
- Sverrir Einarsson
- Sverrir Stormsker
- Sverrir Þorleifsson
- Sverrir Þór Garðarsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sæþór Helgi Jensson
- TARA
- Thelma Ásdísardóttir
- Theodór Bender
- ThoR-E
- Tiger
- Tíðarandinn.is
- TómasHa
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Trúnó
- Tryggvi F. Elínarson
- Tryggvi Gíslason
- Tryggvi H.
- Unnur Brá Konráðsdóttir
- Úlfur
- Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta
- valdi
- Valdimar H Jóhannesson
- Valgeir Ómar Jónsson
- Valsarinn
- Varðhundar frelsisins
- Varmársamtökin
- Vefritid
- Vestfirðir
- viddi
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Viktor Borgar Kjartansson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson
- Vinir Ítalíu,VITA
- Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag
- VÞV
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þjóðleikhúsið
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- Þorleifur Leó Ananíasson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Gunnarsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Magnússon
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þóra Kristín Hauksdóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Steinn Guðmunds
- Þórður Vilberg Guðmundsson
- Þórir Aðalsteinsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þráinn Árni Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Öll lífsins gæði?
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Örvar Már Marteinsson
Athugasemdir
Stefán: Farðu hægt í að gagnrýna hluti sem þú veist ekki um hvað fjalla. Ástæðan fyrir því að Ástþór fékk ekki að tala var hreinlega sú að hann kom æðandi inná miðjan fundinn með hrópum, á almennum fundum er það fundastjóri sem ræður hverjir tala og það fengu ALLIR fundargestir að tala sem um það báðu. Ástþór var einfaldlega ekki fundargestur, hefði hann setið fundinn frá byrjun og beðið á lýðræðislegan hátt um orðið þá hefði hann fengið það.
FLÓTTAMAÐURINN, 8.1.2009 kl. 22:56
Af hverju er Ástþór allt í einu miðdepill alls? Fólk er alls ekki að hugsa um hann, heldur ástandið!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.1.2009 kl. 23:25
Flóttamaðurinn, ég HEF BEÐIÐ um að tala og verið synjað. Ég var EINNIG ÁÐUR BORINN ÚT af Opnum borgarafundi eftir að gera úttekt á vali ræðumanna og benda á í mínu bloggi að vinnubrögðin væru ekki nægjanlega lýðræðisleg.
En ádeila mín í kvöld snérist einnig um þá skoðun mína að útilokað er að byggja nýtt Ísland á grímuklæddum leiksýningum og sovét-fasískum vinnubrögðum.
Nánar um þetta hér: Kommúnistar báru jólasveininn út af Opnum borgarafundi
Ástþór Magnússon Wium, 8.1.2009 kl. 23:25
Auðvitað má fólkið mótmæla,en það verður bar að vara máefnalegt og friðsamlegt/en ekkert getur komið i stað kosninga þar fer þetta fram/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 9.1.2009 kl. 01:20
Það er til fólk sem vill ganga lengra í þrýstingi sinn á ráða og auðvaldamenn en að mjálma á dauðar byggingar hvern einasta laugardag með herði torfa. Sættu þig við það.
Ari (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 02:00
Bloggið logar enn og aftur í gagnlausum ásökunum byggðar á nánast engum heimildum fólks sem ekki var á staðnum - ég bendi þér á Stefán að lesa fjölmargar færslur þeirra sem voru þarna í gær og þá verður þér ljóst að jólasveinauppákoman var aðeins aukaatriði. Aðalatriðið var að lögregla og mótmælendur af ýmsu tagi töluðu saman á mannlegum nótum og það er miklu meira virði en rangfærslur og gróusögur.
Það sem síðan skiptir allra mestu máli er að það eru að dynja yfir þjóðina miklar hörmungar og óskandi væri að hún gæti einbeitt sér að því sem hún getur verið sammála um fremur en endalausar skærur um smáatriði sem engu skipta.
Birgitta Jónsdóttir, 9.1.2009 kl. 07:55
Mótmælendur eru allskonar. Það eru ekki tveir hópar, eða þrír, og alls ekki einn. Það ríkir (ennþá) málfrelsi í þessu landi og því hefur fólk þann rétt að mótmæla eins og það vill, hvort sem það kemur fram undir nafni eða ekki. Þetta með grímuna fyrir andlitinu finnst mér táknrænt um það að þeir sem settu landið á hausinn eru andlitslausir. Það tekur enginn ábyrgð á hlutunum og hinn almenni borgari er settur í ábyrgðarstöðu og píndur til að greiða skuldina. Það talar enginn við okkur, við vitum ekki afhverju eða hvers vegna, og svo er hurðinni skellt í andlitið á okkur. Ef að fólk vill mótmæla með grímu, hvað með það?
Mér finnst einmitt svona póstar, eins og þinn, ýta undir sundrung og glundroða og verður til þess að mótmæli missa marks. Það er ekkert vandamál nema að fólk búi hann til. Mótmælendur eru mótmælendur, þeir sem að keyra áfram hópinn gera það á sinn hátt. Ef þér líkar það ekki þá mæli ég með því að þú bjóðir þig fram í það.
linda (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 07:57
mótmælir án Harðar?
Fréttamaður: Ert þú að mótmæla
Mótmælandi: Já en ég mótmæli án Harðar
Fréttamaður: Já sæll, einn af þeim.
Eftir hverju byggir þú þína gagnrýni? Varst þú á fundinum?
Ef svo er ekki mæli ég með að þú lesir lýsingu Þór Jóhannessonar hér á blogginu. Hún gefur nokkuð raunsæa mynd, best hefði reyndar verið að koma sjálfur á staðin í staðinn. Þú kemur vonandi næst.
Sigurður Ingi (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 08:09
Ég skil mjög fólk í að mótmæla ástandinu og þörfin að láta til sín taka.
En það er erfitt að átta sig á því í hvaða att þessir borgarafundar eru að fara. Var að hlusta á Höllu Tómasdóttur í Markaðnum og er ég sammála henni að við verðum að fara breyta um hugarfar. Taka upp jákvætt hugarfar og bjartsýni.
Þannig að ef þessi mótmæendur noti þennan kraft að jákvæðan hátt geta þeir gert mjög góða hluti.
Óðinn Þórisson, 9.1.2009 kl. 08:46
Það er dæmigert að um leið og ég kem með aðra skoðun og tjái mig þá koma hinir með persónulegt skítkast hjá mér. Ég eyddi nokkrum slíkum kommentum. Ég nenni ekki að bjóða upp á þannig umræðu hér, enda þjónar hún engum tilgangi. Þeir geta bara staðið fyrir utan og öskrað hérna. Þeir sem ekki geta verið málefnalegir fá sparkið hér. Hitt er svo annað mál að sumir mótmælendur verða að velta því fyrir sér hvernig vörubílstjórar klúðruðu sínum mótmælum og læra af því.
Stefán Friðrik Stefánsson, 9.1.2009 kl. 08:47
Já, Óðinn. Halla Tómasdóttir talaði af ábyrgð og festu um framtíðina. Við verðum sjálf að byggja okkar framtíð í stað þess að leggjast flöt niður og væla. Það er einfaldlega ekki valkostur ef við ætlum að eiga einhverja framtíð í þessu landi. Halla talar mannamál og ég tek undir allt sem hún sagði. Hún hefur rödd sem talar af skynsemi en ekki af einhverjum gömlum fordómum eða kreðsum sem eiga enga rétt á sér núna.
Stefán Friðrik Stefánsson, 9.1.2009 kl. 08:51
Það er ekki hægt að gera neitt fyrr en einhver hefur hugrekki og dug til að axla ábyrgð - flokkurinn sem þú hefur stutt ber mikla ábyrgð á því ástandi sem er hér - það þarf algera uppstokkun, þá fyrst er hægt að bretta upp ermarnar og hefja uppbyggingu.
Birgitta Jónsdóttir, 9.1.2009 kl. 08:59
Ég er alveg sammála þér um það Birgitta að sumir stjórnmálamenn hafa brugðist. Ég hef tjáð mína skoðun allavega að ég vilji kosningar á árinu og að fjármála- og viðskiptaráðherra eigi að segja af sér, hafi átt að gera það fyrir löngu. Benti á það síðast hér í gær. Geir og Ingibjörg eiga að fara í kosningar og leggja sín verk í dóm fólks. Kannski má skilja að ég dæmi alla mótmælendur hart með þessum skrifum en það er ekki þannig. Mér finnst eðlilegt að fólk tjái skoðanir sínar og mótmæli málefnalega. Þar set ég þó mörkin í því.
Stefán Friðrik Stefánsson, 9.1.2009 kl. 09:02
Ég tel það mjög varasamt að ætla að gefa mótmælum einkunnir. Sér í lagi mótmælum sem maður sótti ekki.
Hvaða tilgangi þjóna svona einkunnagjafir?
Henrý Þór (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 10:27
Minni á að þetta var FUNDUR þar sem verið var að leiða saman mótmælendur af mismunandi tagi og lögreglu með það markmið að þeir myndu ræða saman á mannamáli.
Fundurinn gekk mjög vel og eftir að hafa rætt við fjölmarga fundargesti virðist manni sem að hanni hafi skilað meiri skilningi mótmælenda á löggæslunni og meiri samúð lögreglu gagnvart aðgerðarsinnum. Það ætti svo að hafa þau áhrif að minni líkur séu á leiðinlegum uppákomum í mótmælum.
Er það virkilega svona hræðilegt Stefán?
Ef þér finnst það þá hef ég mínar eigin skoðanir á hver það er sem er út í móa!
Eins og alltaf á þessum fundum þá komust ekki nema brot af fundargestum á mælendaskrá. Enn voru u.þ.b. 15 manns eftir á skránni þegar klukkan sló 10.
SVo ég spyr - hefði verið réttlátt, eðlilegt, sanngjarnt, í takt við hefðbundið fundarform að leyfa jólasveininum að æða inn á miðjum fundi, með hávaða, dónaskap og frammíköll, þar sem hann heimtaði athygli og að færa lögreglustjóranum "pakka" - að leyfa honum að troðast fram fyrir 20 manna mælendaskrá með þessum aðferðum ?
Burt sé frá því að vitandi hver maðurinn er þá gat enginn vitað hvað það var sem hann ætlaði að færa lögreglustjóranum! Borgarafundsfólkið telur sig bera ábyrgð á sínum gestum og kýs að taka ekki séns á að ráðist sé á þá með tómtasósu eða hvað annað menn kunna að hafa í pokahorninu!!!
Auk þess kom þessi uppákoma jólasveinsins í veg fyrir að fleiri kæmust að til spyrja - hún þjónaði engum tilgangi öðrum en að stela tíma og athygli. En ekki lengi - með mjúkum róm sínum náði Hörður í raun að slá salinn utanundir og fólk áttaði sig á því hversu heimskulegt það væri að láta þetta atvik sundra sér og afvegleiða. Samstaðan jókst og í lok fundar var stemmingin þannig að hópfaðmlög hefðu ekki verið neitt absúrd.
Geimveran, 9.1.2009 kl. 12:57
Hvaða blammeringar og óábyrga tal áttu við?
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 19:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.