Situr fólk virkilega heima með gjafabréfin?

Ég hélt að það þyrfti nú ekki að vara fólk við því að vera ekki með ónýtt gjafabréf heima og bíða með að innleysa það. Á þessum tímum þegar fyrirtæki eru að fara á hausinn, einkum verslanir sem sligast í vondri stöðu, blasir við að gjafabréfin verða að verðlausum pappír. Þeir sem eiga þannig heima hljóta að reyna að bjarga því sem bjargað verður núna og ná að fá eitthvað fyrir þann pappír.

Hef heyrt af nokkrum dæmum þar sem fólk átti inneignarnótu og gjafabréf og fékk ekkert fyrir það. Auðvitað er vont að sá verðmæti pappír verði á einni nóttu verðlaus en þeir sem eiga þannig eiga sem fyrst að reyna að ná einhverju út úr því, áður en staðan versnar, sem getur auðvitað gerst.

mbl.is Hætta á að gjafabréf brenni inni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Sú aðvörun sem fram kemur í fréttinni á trúlega rétt á sér, enda höfum við séð nokkur dæmi þess að búðum hefur verið lokað með litlum fyrirvara.

Neytendur verða að horfast í augu við þá staðreynd að samningur við Útvarpsbúðina ehf. hefur ekkert gildi gagnvart Nýju útvarpsbúðinni ehf., eins þótt hún sé rekin af sama fólki í sama húsnæði, svo maður taki dæmi.

Með hliðsjón af þeim þrengingum sem fyrirtæki og einstaklingar eru að upplifa þessar vikurnar, þá er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig og koma gjafabréfum og inneignum í verð sem allra fyrst.

Flosi Kristjánsson, 9.1.2009 kl. 14:31

2 Smámynd: Heidi Strand

Það er búin að plata okkur með hlutabréf, peningabréf og nú er komið að gjafabréfum.
Verslun sem eru á þunnum ís, átti ekki að stunda það að selja gjafabréf þar sem er vitað að þetta er áhætta fyrir viðskiptavinurinn.

Heidi Strand, 9.1.2009 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband