Umdeilt einkalíf - Harry prins skandalíserar

Harry og herfélaginn
Um fáa hefur gustað meira innan bresku konungsfjölskyldunnar á síðustu árum en Harry, yngri son Karls og Díönu. Myndir af honum í annarlegum stellingum hafa birst í blöðum og hann þykir vera frekar laus í rásinni. Nú bætist við allsvæsið myndband þar sem hann gerir grín að ömmu sinni, kallar pakistanskan herfélaga sinn niðrandi heiti, Paki, er sakaður um kynþáttafordóma, kallar drottandi fyrirskipunum til herfélaganna og kyssir félaga sinn á kinnina og sleikir hann.

Óhætt er að segja að Harry hafi verið líflegasti fulltrúi konungsfjölskyldunnar á þessum fyrsta áratug 21. aldarinnar og hafi sýnt og sannað að konunglegt líf þarf ekki að vera hundleiðinlegt. Hann hefur líka náð að stuða allhressilega og kippir hressilega í kynið með það. Pabbi hans var ekki beint dýrlingur á sínum yngri árum. Eftir markvissa tilraun til að mýkja ímynd eftir umdeildu atvikin er allt farið á sama veg og hann úthrópaður nú um helgina fyrir heimskupör sín.

Eflaust er það eðlilegt að strákur á hans aldri lifi lífinu. Það hlýtur að vera leiðinlegt til lengdar að vera bundinn af hefðum og siðavenjum eldgamallar hirðar sífellt. Það þarf sterk bein til að þola góðu dagana eins og þá vondu. Ungir og hraustir menn hljóta að þurfa að stilla sig mjög til að geta höndlað þetta hlutskipti. Harry var ekki nema tólf ára þegar að móðir hans dó í París í skelfilegu bílslysi. Þau endalok höfðu mikil áhrif á hann, eins og hann hefur lýst sjálfur.

Hann hefur fetað í fótspor móður sinnar með mannúðarstarfi, rétt eins og bróðir hans, en þess á milli lifað hátt svo eftir hefur verið tekið. Hann hefur lifað í skugga fjölmiðla síðustu árin, rétt eins og móðir hans áður. Hún dó allt að því í myndavélablossa paparazzi-ljósmyndara eins og frægt er orðið og lifði fjölmiðlalífi. Báðir hafa bræðurnir verið hundeltir af fjölmiðlum og ágengni þeirra aukist ár frá ári eftir endalokin í París.

Þó að flestum þyki Harry Bretaprins að einhverju leyti merkilegur einstaklingur er fjölmiðlaáráttan í kringum þetta fólk farið yfir öll mörk. Það virðist ekki geta átt neitt einkalíf og varla má það hreyfa sig án þess að það sé dekkað í fjölmiðlum. Þetta hlýtur að vera þrúgandi og leiðigjarnt líf. Enda held ég að Harry sé ekkert villtari en margir aðrir jafnaldrar hans, þó breska pressan lýsi honum sem villtum ungum manni.


mbl.is Prins Harry biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband