Er algengt að börn séu tattúveruð eða götuð?

Merkilegt að heyra af þessum tilfellum þar sem börn undir lögaldri eru húðflúruð án leyfis foreldra sinna. Þetta hlýtur að vekja spurningar um hvernig foreldrar bregðist við slíkum tilfellum og hvort þau geti gert eitthvað í stöðunni. Siðleysið er algjört hjá þeim sem taka slíkt verk að sér án þess að kanna aldur þeirra sem vilja tattúvera sig eða gera það vitandi vits að þau hafi ekki leyfi til að taka slíka ákvörðun í ljósi aldurs þeirra. Þeir sem húðflúra hakakross á börn eru ekki merkilegir einstaklingar.

Kannski er hópþrýstingur ein ástæða þess að fólk undir lögaldri telur sig vera að gera hið rétta að tattúvera sig. Slíkt er þó ekki hægt að hætta við síðar þegar það fer í taugarnar á þeim eða það verður ekki lengur í tísku. Ekki er hægt að bakka með slíka ákvörðun. Þeir leika sér að því að húðflúra börn verða að hafa einhverja ábyrgðartilfinningu og reyna að hugleiða siðferðislegu hliðar málsins.

Svo er auðvitað spurningin hversu mörg börn undir lögaldri hafa verið götuð. Slík tilfelli eru ekkert síður ámælisverð en húðflúrun. Ég hef heyrt af nokkrum dæmum þar sem börn hafa tekið ákvörðun um að gera eins og einhverjir vinir þeirra eða þeir sem þau líta upp til, annað hvort þekkja vel eða úr fjölmiðlum, og vilja reyna það sama. Slík aðdáun getur oft verið hrein bölvun.

mbl.is Húðflúraði hakakross á barn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Kannski var drengurinn sem gerði þetta ekki sérlega þroskaður heldur, enda mun hann ekki hafa leyfi fyrir slíkum gjörningum, jafnvel á fullorðnum.

"Hvað myndir þú gera mamma, ef ég kæmi heim með hakakross á hausnum ?"

Að þessu var ég einmitt spurð í gærkvöldi, eftir fréttir.  En það var nú meira verið að tékka mín viðbrögð -svona í gríni.

Þetta er hins vegar ekkert gamanmál.   Getur hreinlega verið stórhættulegt.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 14.1.2009 kl. 05:36

2 identicon

Í landi þar sem spillingin er svo mikil að stjórnmálamenn hika ekki við að brjóta lög við ráðningu dómara, þá er glæpamönnum örugglega heimilt að misþyrma börnum eins og þeim sýnist. 

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 10:11

3 identicon

Fyrst að þú spyrð þá er svarið þetta; já, þetta er mjög algengt.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 11:17

4 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Nú er komið fram á vef bb.is að "börnin" hafi verið með leyfi frá foreldrum.

Sjálf fékk ég mitt fyrsta tattú 16 ára - með leyfi frá mömmu- eftir að hafa suðað um það frá tólf ára aldri. 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 14.1.2009 kl. 12:39

5 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Það er ekki óalgengt að fólk láti setja göt í eyrun á ungabörnum hérna úti, sérstaklega hjá svertingjum og mið- amerískum þjóðflokkum 'Eg gekk einu sinn framhjá "earpiercing" stað inn í verslunarsamstæðu þar sem verið var að setja göt í eyrun á ca.6 mánaða gömlu stúlkubarni. Fyrra gatið gekk sennilega vel því vesalings barnið vissi auðvitað ekki hvað átti eftir að ske en þegar ég kom að slóst það um á tá og hæl skelfingu lostið. Móðirin reyndi að klemma barnið niður og hló og flissaði. Helst hefði ég viljað lumbra á henni og kalla á lögregluna en það hefði verið tilgangslaust því ég held það séu engin lög til um lámarksaldur hérna úti.

Foreldrar láta umskera nýfædda syni sína sem mér finnst mikil grimmd og ég fæ að hlusta á angistar grát vesalings barnanna því stofan mín er beint á móti þar sem þetta er gert.

Við fullorðna fólkið eigum að vermda börnin en ekki stofna þeim í háska. Hversu oft ætli fólk fái ígerð eftir húðflúr ef nálar eru ekki hreinar. Það er ekkert óalgengt að fá ígerð í eyrnasneplana þó svo að vel sé hugsað um "sárið".

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 14.1.2009 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband