Launalækkun forsetans ekki samþykkt

Þá er það ljóst sem allir vissu áður, og einkum forseti Íslands sjálfur mátti vita, að ekki er hægt að lækka laun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Hann er eini embættismaðurinn í stjórnkerfinu sem er beinlínis verndaður í stjórnarskránni fyrir launalækkun og tryggt að ekki megi hrófla við kjörum hans á kjörtímabilinu. Ég benti á það í grein þann 22. desember sl. að það væri sýndarmennska hjá forsetanum að fara fram á launalækkun sem hann vissi fyrirfram að væri stjórnarskrárbrot. Þessi úrskurður Kjararáðs var því mjög fyrirsjáanlegur.

Í níundu grein stjórnarskrár stendur: "Forseti lýðveldisins má ekki vera alþingismaður né hafa með höndum launuð störf í þágu opinberra stofnana eða einkaatvinnufyrirtækja. Ákveða skal með lögum greiðslur af ríkisfé til forseta og þeirra, sem fara með forsetavald. Óheimilt skal að lækka greiðslur þessar til forseta kjörtímabil hans."

Þetta er eins skýrt og það má vera. Samt sem áður fór Ólafur Ragnar sérstaklega fram á þessa lækkun vitandi mjög vel að það myndi aldrei gerast.

mbl.is Kjararáð getur ekki lækkað laun forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Greyið Ólafur.  Það springur allt í höndunum á honum!  Verst að pöpullinn kann að lesa...

Júlía Helgadóttir (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 11:01

2 identicon

Leikrit.

Eiður (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 11:16

3 identicon

Þetta er ekkert vandamál, forsetinn gefur  mæðrastyrksnefnd eða öryrkjabandalaginu þetta lækkunarhlutfall sem hann var að fara fram á.

J.a. (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 12:11

4 identicon

Kjararáð úrskurðaði að þeir gætu ekki lækkað laun forsetans, samkvæmt lögum, en samkvæmt fréttum bentu þeir á leið til að þetta væri framkvæmanlegt .Það hefur Ólafur gert með samkomulagi við fjármálaráðherra og fengið laun sín lækkuð. Í því ljósi verður bloggfærsla þín og tvö fyrstu kommentin svolítið brosleg.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 13:28

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Það var alltaf ljóst að Kjararáð myndi aldrei gera þetta. Þetta þarf að vera pólitísk ákvörðun. Það er tvennt ólíkt. Það þarf ákvörðun stjórnmálamanna til að fara gegn stjórnarskrárvörðum launum forsetans. Hélt að þetta væri augljóst. En auðvitað þarf forsetinn að ganga á undan með góðu fordæmi og lækka launin og spara hjá embættinu, ekki síður.

Stefán Friðrik Stefánsson, 16.1.2009 kl. 13:45

6 identicon

Perónulega finnst mér ekki mikið að marka forseta okkar.

Munið þið þegar hann hóf að fara í fyrirtæki rétt eftir fall bankanna til að hughreysta almúgann?  Látum okkur sjá, hann fór í CCP, fyrirtæki sem eingöngu græðir á veikingu krónunnar.  Hann fór í Marel sem einnig græðir eingöngu á veikingu krónunnar og stendur vel...

Hvert fór hann svo?  Ég man ekki hvort hann hætti eftir þessi tvö skipti, eða voru þau þrjú?  Öll í vel stæð fyrirtæki allavega...  Ég hefði viljað sjá hann fara í Innflutningsfyrirtækin og hughreysta þá sem eiga það á hættu að missa vinnuna.

Júlía Helgadóttir (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 14:36

7 identicon

Júlía ... þú getur kynnt þér dagskrá forsetans fyrir árið 2008 á heimasíðu forsetaembættisins (www.forseti.is).  Þar kemur fram hvert hann fór.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 23:50

8 identicon

14.10.2008 Sambands sparisjóða + Icebank og Mjókursamsalan. (plús í kladdann)

 

16.10.2008 Marel og Múlalundur. (útflutningur og verndaður vinnustaður)

 

21.10.2008 Byr (plús í kladdann)

 

22.10.2008 Glitnir (plús í kladdann)

 

22.10.2008 SPRON (plús í kladdann)

 

23.10.2008 Gogogic (Íslenskt hönnun)

 

29.10.2008 Prologus (íslensk hönnun)

 

31.10.2008 Vaka (útflutningur)

 

03.11.2008 Magneat (útflutningur)

 

07.11.2008 Rífandi gangur (hestaírþóttir fyrir fatlaða)

 

07.11.2008 Plasterplug (íslenskt hugvit)

 

18.12.2008 Forseti LS Retail (útflutningur)

 

19.12.2008 Hugvit-GoPro (útflutningur)

Allt í allt - fjórir plúsar.  Gott hjá Forsetanum.

Júlía Helgadóttir (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 01:59

9 identicon

Mér finnst það bara "plús" að heimsækja þá sem eiga við fötlun að stríða (Múlalundur).  Eða finnst þér það ekki nógu fínt?

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband