Mótmæli gegn mótmælum - afrek í samskiptaleysi

Ég held að það sé allt að því einsdæmi að boðað sé til mótmæla til að mótmæla öðrum slíkum. Slíkt mun þó vera að fara að gerast á Austurvelli. Ætli þetta sé ekki afrek í samskiptaleysi á milli fylkinganna. Greinilegt er að þeir sem hafa verið með mótmælin og borgarafundina hafa sniðgengið Ástþór með þeim hætti að hann er kominn í herferð gegn þeim.

Veit ekki hvort að þetta ætti að koma á óvart eftir fyrri núninga á milli fylkinganna, en mér finnst það samt merkilegt að svona sé komið að mótmælahópar séu komnir í innbyrðis slag um egóið.

Snýst þetta nokkuð um annað en egó einhverra á báða bóga?

mbl.is Nýta lýðræðislegan rétt sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Logason

skörungar ýmsir sér skarta
skilja skilja ei lýðræðis rödd
kappsamir þeir og kvarta
krafan á torginu stödd

sá kann a vola og veina
vekja smá áhuga
jafnræði jóla sveina
jafnan er smásmuga

Kristján Logason, 17.1.2009 kl. 16:15

2 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

þetta er byrjunin á endinum

Davíð S. Sigurðsson, 17.1.2009 kl. 16:19

3 Smámynd: Nýjar raddir á Austurvelli

Þetta hlýtur að snúast um tjáningarfrelsið. Það er varhugaverð braut að hefta lýðræðislega og frjálsa umræðu í landinu.

Spyr mig að því hvernig færi fyrir mótmælendum með þá Hörð Torfason og Einar Már Guðmundsson í embættum forsætis- og dómsmálaráðherra.

Yrði það ekki kommúnísk þöggun og mótmælendur hvaða nafni sem nefnast sendir beinustu leið í gúlagið?

Er erfitt að sjá að málið snýst um þetta?

Nýjar raddir á Austurvelli, 17.1.2009 kl. 16:57

4 identicon

Það er kostulegt að tala um einn einstakling með þráhyggjuröskun og vænisýki sem "fylking."

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 11:29

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Það kom nú vel í ljós í gær að Ástþór var ekki einn. Eiríkur Stefánsson og félagar hans eru partur af þessu með honum.

Stefán Friðrik Stefánsson, 18.1.2009 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband