Þreytuleg sparnaðarsöngvakeppni

Ég hef orðið fyrir nokkrum vonbrigðum með undankeppni Eurovision að þessu sinni. Sum lögin eru ekkert spes og umgjörðin er frekar þreytuleg. Kannski er líka ekki stemmning fyrir þessu. Fannst samt notalegt og sætt að sjá hina sjötugu Erlu Gígju Þorvaldsdóttur úr Skagafirðinum komast áfram með lagið sitt, Vornótt. Gamaldags og gott lag, ekta lagasmíð og traust. Mjög merkilegt að sjá tvö svo gjörólík lög komast áfram, en lagið með Ingó var alveg ágætt - allavega stemmning í því rétt eins og Bahama.

Greinilegt er að sparað er eins og mögulegt má vera í söngvakeppninni að þessu sinni. Glamúrkjólar Ragnhildar Steinunnar eru komnir í geymsluna og hún látlaust klædd með Evu Maríu, aldrei þessu vant. Svo er gamla sviðsmynd þáttarins hennar Ragnhildar Steinunnar búin að fá nýtt hlutverk í söngvakeppninni. Eitthvað hljóta menn að spara með því að hætta með sérhönnuð dress og að byggja sérstakt svið fyrir fjóra til fimm þætti í sjónvarpssal.

En reyndar má tónlistin eiga það að hún sameinar fólk og flestir horfa á þetta hvort sem þeim svo líkar eður ei. Allir tala um þetta, hvort sem þeir tala showið í kaf eða lofsyngja það. En ég velti fyrir mér hvernig lögin hljómuðu sem var hafnað, miðað við það sem komið er þetta árið af lögunum sem hlutu náð fyrir augum dómnefndar.

Eitt að lokum, finnst ykkur ekki eins og mér að sumir brandarar þeirra Evu og Ragnhildar séu frekar ódýrir?

mbl.is Lögin sem komust áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er "ekta lagasmíð"???

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 00:55

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Lag sem er einlægt og er ekki tilgerðarlegt.

Stefán Friðrik Stefánsson, 18.1.2009 kl. 00:57

3 Smámynd: Benedikta E

Ég er  sammála þér Stefán Friðrik - með lögin sem komust áfram og það seigir okkur jafnframt nokkuð um hugarfars-breytingu sem orðið hefur hjá fólki - eftir að ósköpin dundu yfir okkur.

Verðmætamatið er að breytast hjá fólki - við færumst nær gömlu gildunum - og samhliða því vildi ég gjarnan sjá aðra þátta stjórnendur en Ragnhildi og Evu Maríu - þær eru svolítið markeraðar af útrásar tímanum - þær spegla auðvitað vinnu staðinn sinn - RÚV !

Benedikta E, 18.1.2009 kl. 01:18

4 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Fremur finst mér þær stöllur dapurlegar þarna sem kynnar, með leiðinda aulaskap(fyrirgefið orðbraggðið) HMMM hefði ekki bara átt að sleppa keppninni í ár, þjóðin hefur ekki efni á þessu, það kostar sitt að fara síðan í aðalkeppnina.  Mér td dettur ekki til hugar eitt augnablik að fara að eyða símakostnaði í atkvæðagreiðslu í þessari keppni, Tel enn sem komið er lagið sem Ingó flytur það skársta , en auðvitað mín skoðun

Erna Friðriksdóttir, 18.1.2009 kl. 07:02

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það er einfaldlega betra að sleppa þessu en hafa þetta svona. Eva og Ragnhildur eru bara lélegar. 

Óðinn Þórisson, 18.1.2009 kl. 10:15

6 identicon

Jú brandararnir er ansi útsölulegir og allt í kringum þær er billegt og lásí og þær líka,ætli þær hafi haft belti líka með axlaböndunum.

Bögga (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband