Vandræðaleg vörn úr forarpyttinum

Mér finnst vægast sagt kostulegt að sjá tilraunir stjórnenda og eigenda í gamla Kaupþingi til að stöðva uppljóstranir um vinnuferli þeirra og ákvarðanir. Sífellt meira kemur fram sem sýnir eitthvað óheiðarlegt og ómerkilegt í pokahorninu. Þær reikningskúnstir sem við höfum heyrt um varðandi kaup sjeiksins í bankanum eru skólabókardæmi um hvernig var unnið og hvert viðskiptasiðferðið var hjá þeim sem réðu för.

Best af öllu fannst mér þegar sýnt var í fréttum Sjónvarpsins tengslin á milli fyrirtækjanna og hversu mörg fyrirtæki voru með óskiljanlegum nöfnum í einu og sama húsinu við Suðurlandsbraut. Ég held að við séum bara rétt að sjá í það sem leynist í forarpyttinum.

mbl.is Ekkert óeðlilegt við viðskiptin við Al-Thani
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband