Kynferðisbrotamenn reyna að tæla börn á facebook

Greinilegt er á fréttum að nettæling er að verða mikið vandamál á samskiptasíðunni Facebook, rétt eins og MSN og myspace áður. Kynferðisafbrotamenn nota þessi samskipti til að komast í tengsl við ungt fólk og blekkir það. Veit þó ekki hversu algengt það er hérlendis, en mjög ber á þessu erlendis. Ég verð að viðurkenna að ég veit ekki hversu mörg börn undir lögaldri hafa opna facebook-síðu. Mér finnst reyndar eðlilegt að spyrja hvað börn langt undir lögaldri hafa að gera með þannig síðu.

Kannski er það í lagi ef foreldrar fylgjast með þeirri netnotkun en allir hljóta að gera sér grein fyrir að svo opin samskipti geta falið í sér hættur. Ekki eru allir saklausir á netinu eins og dæmin sanna. Ein lausnin getur verið að læsa síðunum svo að enginn komist inn á þær nema sá sem viðkomandi velur sem vini, en samt hlýtur að vera eðlilegt að foreldrar reyni að stýra netnotkun ólögráða barna sinna eða allavega fylgjast með hvað þau gera á netinu, t.d. á samskiptasíðum og netspjalli.

MSN er margfrægt í málum hérlendis og ekki langt síðan maður var dæmdur fyrir að klæmast við sautján ára strák á MSN. Lögmaður einn var líka dæmdur fyrir kynferðisafbrot og hafði m.a. verið með 335 stelpur á skrá sinni á MSN og þóttist vera vöðvastæltur unglingsstrákur með aflitað hár. Sérfræðingar hafa talað um samskiptasíður og MSN-spjall sem hættulegasta þátt í samskiptum fyrir brot.

Eins og sást í Kompásþáttum þar sem kynferðisafbrotamenn voru lokkaðir í gildru lék MSN lykilhlutverk í samskiptum og í flestum tilfellum höfðu þeir leikið tveim skjöldum í kynningu á sér, enda hægt að tjá sig öðruvísi með lifandi spjalli þar sem engin andlit eru. Sama virðist orðið með facebook. Mikilvægt er að foreldrar fylgist með börnum sínum, enda hættan til staðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég mæli með að fólk skoði DansGuardian og Smoothwall, eykur öryggið til muna á netinu og gefur fólki raunverulega stjórn yfir því hvað börnin þess geta skoðað á netinu.

Eini gallinn er að þetta kallar á að nota eina tölvu bara í þetta, (reyndar hægt að nota VMWare líka), reyndar dugar að tölvan sé gömul pentium eða jafnvel  486, en hún þarf að hafa 2 netkort, möo tölvan sem flestir eiga í fleirtölu inni í geymslu getur fengið nýtt líf í þetta.

 Og þetta þýðir líka að það þarf að setja skothelt password á adsl routerinn og slökkva á wireless á honum.

Kristján Emil Guðmundsson (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband