Söguleg átök við þinghúsið minna á ástandið 1949

Við sem höfum aðeins lesið um óeirðirnar á Austurvelli 30. apríl 1949 í sögubókunum og heyrt gamlar frásagnir getum varla ímyndað okkur hitann í fólki og baráttukraftinn. Og þó, nú erum við að sjá einhvers konar útgáfu óeirða á Austurvelli. Krafan virðist vera á kosningar og stjórnarslit. Ég á erfitt með að átta mig á hversu langt mótmælendur eru tilbúnir að ganga í baráttu sinni, hvort þeir eru tilbúnir í beint ofbeldi við kjörna embættismenn og vega persónulega að þeim sem fara með völdin. Grunar þó að hitinn sé aðeins að magnast og allt geti gerst.

Reiðin og beiskjan í fólki er skiljanleg. Ríkisstjórnin hefur allt frá því hún tók við fyrir tveim árum verið mjög veik þrátt fyrir mikinn þingmeirihluta og ekki getað verið öflug í verkum. Eftir bankahrunið hefur hún haft mörg tækifæri til að taka stöðuna traustum tökum en mistekist það æ oftar. Ég er því ekki hissa á að kallað sé eftir traustri forystu og einhverri framtíðarsýn. Vinnubrögðin hafa verið fálmkennd og fjarlæg. Pólitíska forystan í landinu hefur ekki náð að róa almenning eða ná trausti þess. Því er skiljanlegt að reiðin brjótist upp á yfirborðið.

Ég hef aldrei verið talsmaður ofbeldis og grimmdarverka, hvort sem það er gegn mótmælendum eða þeim sem ráða för. Hitt er þó orðið ljóst að það líður að þingkosningum. Þær hafa verið í augsýn mjög lengi og öllum ljóst að þær verða í síðasta lagi þegar rannsóknarferlið er frá. Ég tel að ekkert geti róað almenning úr þessu nema að kosningar fari fram og þær verði tímasettar.

Svo verður að meta hvort stjórnvöld gefa eftir og hugleiða kosningar. Mér sýnist pólitísk samstaða um að sitja við völd óháð ástandinu vera að bresta. Við erum að stefna í pólitíska hitatíma í takt við það sem var í gamla daga. Kannski er ofmælt að líkja því við baráttuna árið 1949 en hitinn er engu minni. Almenningur er að tjá skoðanir sínar með mismunandi beittum hætti.

Pólitíkin hefur verið hreint dútl í ótalmörg ár. Það er að breytast með dramatískum hætti á þessum janúardögum.

mbl.is Mannfjöldi á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lík mótmæli en samt ekki. Árið 1949 voru það ungir Sjálfstæðismenn sem réðust á múginn með ofbeldi en nú er það taugaveiklað lögregla sem ræðst múginn.

En kannske að hið fornkveðna, að með illu skuli illt út reka, eigi við stjórn þessa lands.

Hermundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 23:13

2 identicon

Ég vil nú leiðrétta þig með eitt atriði, Stefán. Þetta sem er að gerast niður á Austurvelli eru ekki óeirðir, í það minnsta ekki af hálfu mótmælenda. Þetta eru MÓTMÆLI.

Jóhann Örn (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 23:29

3 Smámynd: Ransu

Geir H. Haarde kvartar svo yfir því að fá ekki vinnufrið vegna mótmæla, en fattar ekki að mótmælin eru vegna þess að fólk vill ekki hafa hann í þessari vinnu.

Ransu, 20.1.2009 kl. 23:57

4 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Sæll Stefán.

Víst eru þessi átök söguleg en ekki þó fyrir þær sakir sem þú nefnir.

Mun líkara finnst mér þessi átök skildari því þegar þegnar ríkja austur-Evrópu rifu sig loks undan stjórnum kommúnistans.


Hlynur Jón Michelsen, 21.1.2009 kl. 00:16

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin.

Mér sýnist mjög stutt í að þetta teljist óeirðir. Mjög lítið vantar upp á að þetta þokist í þá átt.

Stefán Friðrik Stefánsson, 21.1.2009 kl. 00:51

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Það er mjög svo viðkvæmt þetta,Eg man vel eftir á tökunum 1949 þar var farið með offossi á báða vegu,það að fara i NOTO án þess að tala við þjóðina,hugnast ekki fólkinu almennt/en nuna  er þetta verið að mótmæla kirstöðu i agerðum og engin gangur  á þeim málum/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 21.1.2009 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband