Allt á suðupunkti - mun fólk beita ofbeldi?

Mér finnst það mjög alvarlegt mál þegar mótmælendur eru farnir að beita hreinu ofbeldi gegn pólitískri forystu landsins og hætta að láta orðin tala og þess í stað hnefana og aflsmuni sína. Kannski er þetta til marks um óánægju og reiði fólks en þegar farið er að beita ofbeldi er mjög stutt í að þetta verði að hreinum óeirðum milli lögreglu og mótmælenda. Ég held að mjög stutt sé í að gengið verði mjög langt á báða bóga og þetta fari allt úr böndunum. Ofbeldið virðist það sem blasir við nú.

Hitt er svo annað mál að pólitísk upplausn er í landinu. Ríkisstjórnin stendur mjög veikt. Ég skynja mikla óánægju með veika forystu hennar á þeim tímum þegar við verðum að hafa styrka forystu og taka alvöru ákvarðanir. Hún stendur ekki í lappirnar og er að bugast, einkum af innanmeinum sem hafa verið til staðar mjög lengi en verið haldið niðri með samstöðu formanna flokkanna. Formaður annars flokksins er veik og fjarri sviðinu. Allt getur því gerst.

mbl.is Mótmælendur umkringdu Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ástandið er farið úr böndunum, en lausnin er einföld: boða til kosninga undir eins!

Á meðan ríkisstjórnin stendur í vegi fyrir þeirri sjálfsögðu kröfu, þá er það hún sem er vandamálið.

Guð blessi Ísland.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.1.2009 kl. 15:49

2 identicon

Óttalega er þetta þreitt lumma með að það sé verið að beita ofbeldi en ef góðborgurum líður betur við það er erfitt að verjast þusinu.

Ég var á Austurvelli, þar var engu ofbeldi beitt nema af hálfu lögreglu og það var ekki það mikið að menn þurfi að gráta yfir því í marga daga enda allar leiðir opnar til kæru ef menn telja lögreglu hafa gengið of langt.

Ég hvet þig til að mæta á mótmælin í stað þess að lepja upp einhvern málfluttning sem hentar hverju sinni, ekki einu sinni Morgunblaðið talar um ofbeldi.

Það er enginn að mótmæla lögreglunni, það eru öngvar óeirðir, það eru ofbeldislaus ófriðleg mótmæli, farðu bara og sjáðu það með eigin augum, taktu með þér pottlok og sleif.

Akureyri er ekki svo langt í burtu.

Atli (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 15:57

3 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Þetta eru ekki mótmæli lengur, heldur bylting....þó fyrr hefði verið segi ég, hefði viljað sjá hana strax eftir að Davíð og Halldór komu aftan að þjóðinni með stuðningi við ólöglega innrás í Írak...en betra seint en alldrei.

Georg P Sveinbjörnsson, 21.1.2009 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband