Stjórnin að falla - frumkvæðið að endalokunum

Enginn vafi leikur lengur á að ríkisstjórnin er að falla - varla langt eftir af líftíma hennar. Stemmningin fyrir utan og inni á flokksfundi Samfylkingarinnar segir allt sem segja þarf og það er fjarstæðukennt hjá Geir Haarde, forsætisráðherra, að tala eins og ríkisstjórnin sé heilsteypt og traust. Stóra spurningin er nú hvor flokkurinn muni hafa frumkvæðið að endalokunum og hversu fljótt boðað verði til þingkosninga í kjölfarið. Ég tel blasa við að þingkosningar verði í apríl eða maí, slíkt verður ekki stöðvað úr þessu.

Ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með ummæli Geirs í kvöld og finnst það vera eins og veruleikafirring að tala og láta líta út fyrir sem að allt sé í himnalagi og hægt verði að halda áfram eins og ekkert hafi gerst. Ríkisstjórnin hefur oft verið tæp, í raun aldrei heilsteypt, en nú eru endalokin greinilega í augsýn. Áframhaldandi mótmæli af þessu tagi og skiljanleg krafa almennings að einhver framtíðarsýn sé mótuð og talað til fólks af viti, mun ekki enda öðruvísi en með því að kjósendur fái umboðið í sínar hendur.

Sjálfur hef ég margoft verið óánægður með þessa ríkisstjórn og verið ósáttur - eiginlega langt síðan ég hætti að styðja hana af hugsjón og áhuga. Margir þættir hafa orðið til þess og þeir sem lesa bloggið vita örugglega af skoðun minni á ríkisstjórninni. Eftirmæli hennar verða því miður að hafa sofið á verðinum og látið sem ekkert væri að gerast þegar þörf var á öflugri forystu og traustum vinnubrögðum. Fálmkennd vinnubrögðin verður það sem flestir minnast þegar hugsað verður til þessa tíma, því miður.

Eitt veigamikið vandamál nú, þegar allt riðar til falls og kjósendur sækja að kjörnum fulltrúum og embættismönnum með orðum og aktívisma, er að límið í ríkisstjórn landsins er ekki lengur til staðar. Formaður annars stjórnarflokksins er greinilega mikið veik og ekki fær um að gegna störfum sínum áfram og hinn formaðurinn virðist vera orðinn lokaður af og átta sig ekki á raunveruleikanum sem er að gerast. Þetta eru ill örlög einnar ríkisstjórnar.

Kosningabaráttan er greinilega að hefjast. Þar verður horft til uppstokkunar í stjórnmálum og reynt að byggja upp aftur á því sem aflaga fór áður. Þar hlýtur hagur þeirra sem eru nýjir og hafa lausnir að vera vænlegur en um leið hljóta þeir að fara af sporinu sem hafa engar lausnir og upphrópanir sem eru verðlausar út af fyrir sig.

mbl.is Samþykktu ályktun um stjórnarslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Hjartanlega sammála Stefán.

Það sem ég hef mestar áhyggjur er ef að fólk heldur að einhverjum botni sé náð og það verði sjálfkrafa betri tíð með nýjum forsætisráðherra og þingmeirihluta.  Það eru langt frá því öll kurl komin til grafar á Íslandi og yfirvofandi alheimsfjármálakreppa.

Það þarf að reyna að sameina þjóðina okkar og búa hana undir erfiða framtíð um sinn.

Skortur á stjórnun veldur almennri hræðslu og það er nákvæmlega það sem hefur gerst hjá Ingibjörgu veikri og Geir völtum í sessi í raun!  Batt miklar vonir við þessa stjórn en hún hefur valdið mér GRÍÐARLEGUM vonbrigðum!

Magnús Þór Jónsson, 21.1.2009 kl. 23:25

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Já og farið hefur fé betra.

hilmar jónsson, 21.1.2009 kl. 23:56

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þaður verður því miður!!! að vera þessu sammála/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 22.1.2009 kl. 00:37

4 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Það er rangt að fólk haldi að einhverjum botni sé náð. Það sem margir kæra sig hins vegar alls ekki um er að þeir sem mesta ábyrgð bera á klúðrinu sitji áfram. Traustið er farið og fólk vill þá burt!

Ef Geir væri svona annt um að stjórnin héldi velli "þjóðarinnar vegna" eins og skilja mátti af arfaslöku kastljósviðtali hans, þá hefði hann getað hreinsað út úr seðlabanka og fjármálaeftirliti og síðan sagt af sér sjálfur. Þar með hefði e.t.v. skapast friður í einhvern tíma.

En nei, hann virðist því miður vera alveg veruleikafyrrtur blessaður maðurinn.

Haraldur Rafn Ingvason, 22.1.2009 kl. 00:49

5 Smámynd: Stefanía

Og koma mun fé verra !  Nema algjör uppstokkun komi til.

Stefanía, 22.1.2009 kl. 00:55

6 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Góðan dag Stefán

Uppstokkun er nauðsynleg og ég vona að Sjálfstæðisflokkurinn beri gæfu til þess að stokka upp og hleypa að nýju fólki, Samfylkingin þarfnast þess líka sem og allir hinir flokkarnir. Vinstri Grænir hafa setið á þingi í öll þess ár, ekki í stjórn þó, en þeir eru ekkert stikkfrí í öllum málum. - Ég held að við viljum öll sjá nýtt fólk brjótast fram.

Já mér fannst Geir ekki alveg nógu beittur á skjánum í kvöld, enda staða hans orðin gríðarlega erfið en hann vill ekki kasta inn handklæðinu, en mér fannst hann nú samt mörgum klössum fyrir ofan spyrilinn á Stöð 2 - ó mæ God hvað hann var dapur. Kastljósin þátturinn var mun betri en mér finnst hraðlest Geir hafa hægt illþyrmilega á sér, ætli hann dragi sig í hlé?

Ég geri ráð fyrir því eftir yfirlýsingar hverfahreyfinga Samfylkingarinnar í gær að upp úr slitni og þá fara menn að ræða nöfn sem koma tilgreina í framboð. Ég ætla að leyfa mér að skjóta fram 2 nöfnum í Suðurkjördæmi sem mér kæmi ekki á óvart að hefðuhug á að stíga fram en það eru Eyþór Arnalds og Elliði "hér drýpur smjör af hverju strái" Vignisson bæjarstjóri í mínu ágæta byggðarlagi.

Geri ráð fyrir að þú farir á landsfundinn og látir til þín taka - bestu kveðjur norður yfir heiðar.

Gísli Foster Hjartarson, 22.1.2009 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband