Ríkisstjórnin komin á endastöð - næstu skref

Ég tel augljóst að ríkisstjórnin falli í dag. Hún hefur gengið í gegnum margt og aldrei verið heilsteypt en endalokin eru nú í augsýn. Stóra spurningin er nú hvor flokkurinn muni slíta samstarfinu á undan. Ég held að Samfylkingin muni slíta nú síðdegis og væntanlega mun Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tilkynna í leiðinni um pólitísk endalok sín, altént um stundarsakir, og reyni að ná heilsu aftur. Ég heyri það úr mörgum áttum að hún sé að fara úr pólitík.

Hún mun væntanlega ryðja sviðið í Samfylkingunni fyrir sitt pólitíska eftirlæti, Dag B. Eggertsson, og senda þau skilaboð að sitjandi forysta verði öll að fara, ráðherrarnir meðtaldir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur vissulega þann leik að geta slitið samstarfinu og rekið ráðherra Samfylkingarinnar úr ríkisstjórninni, pólitískur leikur sem Þorsteinn Pálsson hefði getað gert við stjórnarslit árið 1988 en gerði ekki er á hólminn kom.

Slíkt er vissulega umdeilt en yrði merkileg endalok á þessu tveggja ára samstarfi sem var eldfimt og erfitt frá fyrsta degi, þó lengi vel héldist það saman á valdagleði Samfylkingarmanna. Í öllu falli er eitt ljóst; það verða kosningar í maí. Kemur engum að óvörum úr þessu, það hefur verið augljóst síðustu dagana að það væri í kortunum.

mbl.is Mikilla tíðinda að vænta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Freyr Stefánsson

Heyrðu nú Stefán, það er frekar ósanngjarnt að segja stjórnina hafa haldið saman vegna valdagleði Samfylkingarmanna. Samfylkingin hefur hins vegar sýnt Geir H. Haarde nánast endalausa þolinmæði þrátt fyrir yfirgripsmikið vanhæfi hans til verka. Á sama tíma hefur Sjálfstæðisflokkurinn logað í óeirðum og óeiningu og varla verið stjórntækur, sérstaklega síðustu mánuði. Þið hafið hins vegar haldið ykkar línu, þ.e. ekki tala við almenning, enginn má frétta neitt, alla vega ekki almenningur. Samfylkingin hefur hins vegar ekki svona reglur hjá sér, öll umræða er leyfileg jafnvel opinberlega.

Ég held að Sjálfstæðismenn ættu í raun að vera forystu Samfylkingarinnar þakklátir fyrir að hafa stutt flokkinn þó þetta lengi. Meira að segja lengur en flestir Samfylkingarfélagar hefðu kosið.

Jóhannes Freyr Stefánsson, 22.1.2009 kl. 17:14

2 identicon

þegar ég var að alast upp þá var mér kennt að það væru tvær hliðar á öllum málum.

þetta á ekki að líðast að menn geti setið svona fast við völd við mikla ónægju þjóðarinnar bara af því að þeir eru hræddir við að missa völdin.

Kveðja úr borg óttans.

Ólöf (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 17:26

3 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Hvernig færð þú út að ríkisstjórnarsamstarfið hangi saman á valdagleði Samfylkingarinnar?

Samfylkingin er búin að vera höfuðlaus her í fjarveru Ingibjargar Sólrúnar, á sama tíma hefur Geir Haarde hangið á völdum eins og hundur á roði og þvertekið fyrir að ástæða sé fyrir hann eða hans fólk að víkja.

Ég fæ ekki betur séð en að þau embætti sem hafa brugðist hingað til séu skipuð sjálfstæðisgæðingum.

Tíminn er útrunninn. Game over.

Sigurður Ingi Jónsson, 22.1.2009 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband