Telja dómstólar flengingar farsæla uppeldisaðferð?

Mér finnst það mjög sérstakt að dómstólar telji flengingu vera eðlilega og farsæla uppeldisaðferð. Í öllum siðmenntuðum samfélögum hljóta að vera betri leið til að ala upp börnin sín en beita þau ofbeldi eða flengja þau. Ég hef alltaf litið svo á að flenging sé lágkúra og geri börn beisk og reið frekar en þau verði betri einstaklingar fyrir vikið. Þetta á að vera hluti af fortíðinni.

Mér finnst reyndar mjög sérstakt að þessi maður er haldinn bdsm-órum. Fær fólk útrás fyrir það eðli sitt með því að flengja börn sambýlisfólks þess? Mér finnst þetta mjög sjúkt.

mbl.is Mátti flengja drengi kærustu sinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehe pabbi var oft flengdur í æsku og hann gengur enn heill til skógar, telur ekki að hann hafi verið sættur ofbeldi. En hvað varðar BDSM óra þessa manns skal ég ekki segja. En það viðkemur þá ekki flengingum að mínu mati. Var þetta ekki vinsælt allavega hér áður fyrr að flengja óþæga krakka?

Ólöf (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 17:43

2 identicon

Já þetta er skrýtin dómur Stefán.  Maður skilur þetta ekki.  Voru þeir ekki 4 og 6 ára???

itg (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 18:24

3 identicon

það skiptir ekki máli hvort þeim finnist það farsæl uppeldisaðferð eða ekki. dómstólar áttu að komast að því hvort lög hefðu verið brotin eða ekki.

en þetta er samt skrýtin niðurstaða, málið hljómar allt furðulega.

--

óskar

oskar holm (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 06:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband