Virðingarvert hjá Herði að biðja Geir loks afsökunar

Ég fagna því að Hörður Torfason hafi beðið Geir H. Haarde, forsætisráðherra, loksins afsökunar á mjög óviðeigandi ummælum um veikindi hans. Þetta var mjög óheppilega orðað hjá Herði og ég tel að öllum hafi blöskrað hvernig hann tjáði sig, hvort sem þeir séu stuðningsmenn Geirs eður ei í pólitísku starfi. Slíkt er algjört aukaatriði, enda eigum við ekki að tala svona um þá greinst hafa með illkynja mein og þurfa að horfast í augu við baráttu, enda er krabbameinsgreining alltaf barátta fyrir þá sem greinast og fjölskyldu viðkomandi.


mbl.is Baðst afsökunar á ummælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Já Stefán ég viðurkenni að þetta var fljótfærni hjá Herði.

En engu að síður gott að hann baðst afsökunar.

Það er alltaf gott þegar menn viðurkenna mistök sín, nokkuð sem maður saknar frá ráðamönnum.

hilmar jónsson, 24.1.2009 kl. 17:26

2 identicon

Sæll Stefán. Ég geri athugasemd við orðalag þitt. Að nota orðið loksins í fyrstu setningu er mjög afkáralegt og óviðeigandi að mínu mati, í ljósi þessa að ummæli Harðar voru höfð eftir honum í GÆR.

Hrafnkell (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 17:27

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin

Ég segi loksins því hann hafði tækifæri til þess áður, enda talað við hann í Mogga í dag - viðtal sem var ekki gott, enda kláraði hann ekki þetta strax og fumlaust. En Hörður klárar þetta mál með sóma og það er fyrir öllu. Gott að það er úr sögunni, þó það sé á allan máta mjög óheppilegt fyrir Hörð. Hann hefði ekki átt að tala eins og hann gerði í gær. En þegar fólk sýnir iðrun og sér eftir hlutunum er auðveldara að fyrirgefa.

Stefán Friðrik Stefánsson, 24.1.2009 kl. 17:30

4 identicon

Persónulega verð ég að segja að mér blöskraði ekki orðalag Harðar, orðalagið var kanski óheppilegt. En ég hef svosem sagt það síðan í gær og segi það aftur, persónunni Geir H. Haarde óska ég alls hins besta og vona að hann vinni sig fljótt og vel útúr þessum veikindum, pólitíkusnum Geir H. Haarde óska ég enskis, vona að ég sjái sem minnst af honum það sem eftir er. En það er náttúrulega mjög klassískt af hægri sinnuðum mönnum að snúa hlutum á haus og gera aðalatriði úr aukaatriði. En svona fyrst einhverjir áttu að fara að biðjast afsökunar, fannst mér Hörður ekki eiga að vera þar fyrstur í röðinni. Engu að síður er hér komið fordæmi og vona ég að sem flestir taki það upp eftir honum, m.a. þú Stefán fyrir ómerkilega árás á Hörð, kalla hann fífl og tilfinninga lausa mannskepnu. Sem í mínum bókum er ljótari árás en sú sem Hörður viðhafði gagnvart Geir. Góðar stundir.

jónas (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 17:40

5 identicon

Hörður baðst afsökunar. Það er svo sannarlega meira en Geir hefur gert. Hörður lét óheppileg ummæli falla í óundirbúnu viðtali og hefur iðrast þeirra. Hörður hefur sómakennd og kann að skammast sín. Er hægt að segja hið sama um forsætisráðherra? Meira en nokkur annar maður ber hann ábyrgð á því ástandi sem hefur skapast í þjóðfélaginu undanfarna mánuði. Hefði réttlætis- og sómakennd sagt honum strax í upphafi hruns að víkja til hliðar þeim embættismönnum og ráðherrum sem báru þyngsta ábyrgð gagnvart þjóðinni væri allt annar blær á þjóðlífinu. Sameinuð gætum við mætt þeim áföllum sem framundan eru vegna þess að djúpstæðustu réttlætistilfinningum siðaðra manna væri fullnægt. Geir Haarde kaus að gera ekkert. Hann ber fulla ábyrgð á því sem gerst hefur. Megi honum batna sem fyrst og megi hann aldrei aftur koma nálægt pólitísku leiðtogahlutverki á Íslandi.

caramba (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 17:44

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég hef aldrei talað af vanvirðingu við veikt fólk, sem hefur verið greint með krabbamein. Þó ég sé ekki sammála Ingibjörgu Sólrúnu um alla hluti og stundum hér áður talað mjög gegn henni hef ég skrifað um veikindi hennar og sent henni baráttukveðjur. Enda á pólitísk barátta ekki að vera svo rosalega hörð að fólk sé hatað og gert lítið úr alvarlegum veikindum. En Hörður fór yfir strikið. Ég skal alveg viðurkenna að ég varð mjög reiður á þessum ummælum og var ekki einn um það. Hörður fór fram úr sér. Hann hefur hinsvegar klárað málið og gert það vel og slíkt ber að virða. Það geri ég.

Stefán Friðrik Stefánsson, 24.1.2009 kl. 17:44

7 identicon

Þannig að það er forsvaranlegt að kalla fólk fífl og þaðan af verra vegna þess að það er ekki veikt? Nei Stefán þessi röksemdafærsla gengur ekki upp, og með sömu réttlætingu og þú segi ég, Stefán Friðrik núllaði sig út sem talsmaður heiðarleik og sanngirni með þeim ummælum sem hann lét falla um Hörð Torfa.

Varstu kanski uppfullur réttlátrar reiði þegar þú skrifaðir þessi orð um hann Hörð, er það forsvarandi að hafa viðlíka orðbragð um aðra manneskju án þess að biðja viðkomandi afsökunar á því?

jónas (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 18:36

8 Smámynd: Anna Svavarsdóttir

Ég leit á þessi ummæli Harðar sem afar óheppileg.  En hann baðst afsökunar.  Við megum ekki gleyma að Hörður hefur ekki fjölmiðlafulltrúa eða aðstoðarmann sem taka af honum árteiti heldur tekur hann vitöl á hlaupum þegar að í hann er hringt.

Anna Svavarsdóttir, 24.1.2009 kl. 20:44

9 identicon

Hörður var einn af þeim fáu sem hafa tjáð sig um þetta
tilfinningaklám.

Í stað þess að viðurkenna að ríkisstjórnin er fallin,
Sjálfstæðisflokkurinn blandar saman tilkynning um
kosningartillögu og veikindi hans Geirs til að breiða yfir
niðurlæginguna sem flokkurinn gengur nú í gegnum og safna sér
stuðningi og samúð. Þetta var bara pólitiskt strategía.

En ég vorkenni þau sem horfði á Geir og Davið sem Jesús og Guð
þeirra, og Sjálfstæsðisflokkur sem trú: það hlýtur að vera
ótrúlega erfitt að fatta allt í einu að Guð og Jesús þeirra eru
búinn að svikja þeim allan tíma. Sjálfstæðisflokkur,
Rikistjórn, Davið Oddsson og FME eru landráðamenn sem munu
aldrei biðja um afsökunnar..

Svona var mótmælt í gær:
http://www.youtube.com/watch?v=VjptqbfYcEI&eurl

Reynir (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 00:43

10 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

hörður baðst afsökunar vegna þess fjölda "stuðningsmanna " hans sem fordæmdu sóðaskapinn.

Afsökunarbeiðnin er því jafn innantóm og fölsk og hann er sjálfur.

Núna ætla þessir hópar að bjóða fram - hóf Nasistaflokkurinn ekki starfssemi sína með ofbeldi - og lauk henni með heimsstyrjöld.

Það verður fróðlegt að fylgjast með framboðum þeirra og afleiðingum þeirra.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 25.1.2009 kl. 06:49

11 identicon

Ólafur

Hann baðst afsökunar.  Kannski seint.  En hann gerði það og Það er ekki innantómt.

EE (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband